Heimilisritið - 01.06.1950, Side 36

Heimilisritið - 01.06.1950, Side 36
skiptavina, pöntun upp á 5.000 dollara. Ég færði A. J. hina leiðu fregn og bjóst við að reiði- stormur myndi æða yfir höfuð mér. Hann var gæfur sem lamb. „Þér sjáið um það, Carson,“ sagði hann. Ég skjögraði aftur að skrif- borðinu mínu og tók til viðvinn- una. Skömmu seinna heyrði ég Mary Case — stúlkuna, er tek- ur á móti fólki — segja eitt- hvað. Ég leit upp og missti blý- antinn. Ég gat rét aðeins séð framan í stúlkuna, er Mary talaði við. Það var eins og hjartað í mér væri þrætt upp á prjón, en það olli samt engum sársauka. Hún var með ljóst hár, sem var greitt aftur yfir tvö bleikrauð eyru, og hún hafði blá augu, sem hefðu getað brætt hjartað í brjósti hins harðsoðnasta kaup- sýslumanns. Ég fann átyllu til þess að ganga í gegnum fremri skrif- stofuna, svo að ég gæti séð hana í heilu líki. Þar var allt eins og vera bar, og á réttum stöð- um. Þegar ég kom inn aftur, stóð hún með drjúpandi höfuð eins og brotin lilja. Augu henn- ar sendu mér slíkt tillit, að fæt- ur mínir breyttust í deigstauta. Mary sagði í viðskiptatón: „Mér þykir það leitt, en þér getið ekki fengið viðtal við herra Brister, fyrst að þér haf- ið ekki fengið viðtalstíma fyrir- fram. En þér getið skilið nafn- ið yðar hér eftir, og .. „Afsakið," sagði ég. „Gæti ég ekki hjálpað yður eitthvað?“ Augnatillit Mary sagði mér, svo að ekki varð um villzt, að ég vseri úlfur í ullarefnisfötum. „Þetta er ungfrú Tyler,“ sagði hún kuldalega, „og hún óskar að eiga blaðaviðtal við herra Brister. Ég hef sagt henni, að hann vilji a'lls ekki sjá kven- fólk.“ Það er dagsatt. A. J. hafði sterka óbeit á hinu veika kyni. „Komið með mér inn til mín,“ sagði ég og opnaði dymar. „Það er fallegt af yður að vilja hjálpa mér,“ sagði ungfrú Tyler og fékk sér sæti. Rödd hennar var lág og djúp. Ilm- vatnsbylgja leið fyrir vit mín og hafði þau áhrif, að ég óskaði mér að ég lyftist upp af stóln- um og svifi í kringum ljósa- krónuna. Carson, sagði ég við sjálfan mig, hjónabandið er fyr- irtaks stofnun. „Þér óskið eftir blaðaviðtali, ungfrú Tyler,“ sagði ég. „Ber að skilja það svo, að þér getið í raun og veru skrifað?“ Bláu augun sendu mér kulda- legt tillit. Máske var þetta heimskuleg spurning, en ég gat einfaldlega ekki skilið, að nokk- 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.