Heimilisritið - 01.06.1950, Side 38

Heimilisritið - 01.06.1950, Side 38
ar. Carson, sagði ég við sjálfan mig, ástin hefur loksins náð tök- um á þér. Lífið hefur fengið innihald, takmark--------. Þegar súpan kom, var ég tek- inn að kalla hana Lindu. Hún sýndi af sér raunverulega til- hneigingu til þess að tala um A. J. Brister, en ekki um mig. Þess vegna gaf ég henni tæm- andi ágrip af sögu sendisveins- ins, er endaði sem eigandi allr- ar verksmiðjunnar, þar með tal- inn hver einasti lakkdunkur og málningarpensill. „Mikill maður,“ sagði ég. „Hvað viðvíkur minni eigin, yfirlætislausu sögu, þá hóf ég lífshlaup mitt fyrir tuttugu og nokkrum árum í Nyack. Ég grét sjaldan, þegar ég var bam, en ólgaði af lífsgleði frá morgni til kvölds---------“ „Þakkir, ég vildi gjarnan ís í eftirétt." Óbjörgulegt, Carson, sagði ég við sjálfan mig, en svona er ást- in. „Við getum náð að sjá síðustu sýningu í Strand, ef við flýtum okkur,“ sagði ég. Innst inni von- aði ég, að við fengjum sæti á aftasta bekk, þá fengi ég kann- ske að halda í hönd hennar. „Ef þér hafið ekkert á móti því,“ sagði hún, „þá held ég að ég fari heim og skrifi niður það, sem þér hafið sagt mér.“ Við ókum í bíl heim. Ég fylgdi henni alveg að dyrunum, leit athugandi á hengisófann á svölunum og reyndi að stýra henni þangað. „Þér hafið verið afskaplega vænir,“ sagði hún. „Og þér ætl- ið að koma þessu viðtali í kring fyrir mig?“ Hún var þarna, og skyndilega var hún samt sem áður ekki þarna. Ég beygði mig niður til þess að kyssa hana — og smellti vörunum á glerið í forstofu- hurðinni. Hún hvarf svo skyndi- lega, að ég býst helzt við, að það hafi hlotið að vera töfra- maður á meðal forfeðra henn- ar. Ég hélt heimleiðis, og lá og velti mér fram og aftur í rúm- inu alla nóttina. Morguninn eft- ir hafði ég tilbúna áætlun. A. J. hefur aldrei lært að taka hlutina með stillingu. Skrif- stofufólkið mætir klukkan níu, en A. J. er ófrávíkjanlega á staðnum klukkan átta. Ég hringdi ungfrú Tyler upp klukkan sjö. Rödd hennar. var ofurlítið rykfallin, alveg eins og henni hefði verið vafið inn- an í köngurlóarvef. Ég sá hana 1 anda rétta höndina út eftir heyrnartólinu við rúmstokkinn, hárið í flækju um höfuðið ... „Carson hér,“ kvakaði ég. „Getið þér mætt fyrir utan 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.