Heimilisritið - 01.06.1950, Side 24
inn í yfirleðrið', gérir hann það
mjúkt, endingargott og fagur-
gljáandi, svo að þar sést livorki
blettur né hrukka. Sé hann bor-
inn á sólana, verða þeir vatns-
heldir, endast von úr viti, og þá
er ekki hætt við, að marri í þeim.
Sko!“ Hann stakk hendinni und-
ir sölupallinn, dró fram óhreinan
skó, bar á hann úr flösku sinni,
burstaði, og á svipstundu varð
skórinn svo gljáandi fagur, að
hann bauð prestinum að spegla
sig í honum.
„Fimm franka fyrir flöskuna,
sem endist í sex mánuði“, sagði
þessi bjarteygi Provence-búi að
lokum, en þá leystist mann-
þyrpingin upp, svo að' prestur-
inn stóð einn eftir frammi fyrir
þessum kaupahéðni.
Blessuðum prestinum varð
þungt um hjartaræturnar við að
sjá vonbrigðin í svip lians og fasi.
Hann dró budduna í flýti fram
undan hempunni og rétti mang-
aranum fimm franlca. Það urðu
eigendaskipti að einni flösku, og
rétt í sama bili heyrðist mikill
skarkali og kölþ sem gáfu til
kynna, að bíllinn hefði nú látið
sér segjast. Prestur flýtti sér því
í sæti sitt og ók burt.
Þegar presturinn var búinn að'
segja Ursúlu ferðasöguna og
borða kvöldverð, — hráan lauk
úr garði sínum og ost og eplavín
frá nágrannabæjunum, — þá
fyrst varð honum hugsað til
fótabúnaðar síns. Hann togaði
hempuna upp í laumi og mjak-
aði til fótunum, svo að birtuna
frá olíulampanum bar á stígvél-
in. Þetta voru sterk stígvél og
býsna hentug sveitapresti, en
það sá ekki í þau fyrir gráu ryk-
inu af vegunum í Bretagne.
Presturinn þurrkaði varlega og
án þess að á bæri af annarri
tánni í svartan sokkinn og leit á
aftur. Táin var grá og guggin,
vegna þess hve umhirðunni var
áfátt. Ursúla gamla var vön
að hreinsa stígvélin seinast á
kvöldin, en einmitt þá hafði hún
í mörgu að snúast við að þvo
upp, undirbúa árbít prestsins og
loka húsinu, svo að hún lét oft-
ast nægja að nota skósvertu og
bursta í mesta flaustri.
Presturinn tók á sig rögg, dró
fram skósvertuflöskuna og sagð-
ist ætla að bursta skóna sína
sjálfur. Hann bjóst við, að Ur-
súla mundi eklci taka vel í þctta,
en hún hreyfði þó engum and-
mælum við þessu uppátæki. Hún
kom inn með tusku, bursta og
hnífkuta og setti á arinhelluna.
Síðan bað' hún prestinn blessun-
ar og bauð góða nótt.
Presturinn fór úr stígvélunum
og setti í staðinn upp sandala,
sem hann notaði stundum inn-
an húss og í garðinum. Síðan
bretti hann upp ermarnar, las
22
HEIMILISRITIÐ