Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 56
„Já“, svaraði Hilary rólega. „Ég hélt að ég hefði gert þér það skiljanlegt, að það væri ætlun mín að beygja þig, alveg cins og þú fórst með Peter Merri- fielcf. Ég ætla mér að vinna ást þína, eins og þú reyndir að vinna mína, og hrinda þér svo frá mér, eins og þú hrintir frá þér þeim mönnum, sem'þ'ú með tímanum varzt leið á“. Joan fannst hjartað herpast saman í brjósti sér og hún náfölnaði, en hún lét sem ekkert væri. „Þú hefur heldur mikið sjálfsálit", sagði hún reið. „Heldurðu að nokkuð gæti fengið mig til að verða ástfangna af þér, eftir þessa skammarlegu meðferð á mér? Þér tekst aldrei að beygja mig eða brjóta, það skal ég sýna þér“. „Þú hefur heldur mikið sjálfsálit", endurtók Hilary, og hermdi eftir mál- rómi hennar og svip á sama stríðnislega hátt og þegar þau voru um borð í bátnum. „Ef til vill ertu lijartalaus og þá er ekki hægt að kremja það“, bætti hann við í öðrum tón eftir augnabliks- þögn. „Ég geri ráð fyrir að hjartað, scm ég heyrði slá, þegar ég fyrir nokknim stundum lagði eyrað að brjósti þínu, sé ekki hæft til að finna til ástar. En samt virðist mér, að þar sem þú hefur hæfi- lcika til að vekja þá tilfinningu hjá öðr- um, hljótir þú sjálf að geta fundið hana. Hugsazt gæti að ástin lægi í dvala í hjarta þínu og að ég gæti vakið hana“. Joan krcisti upp úr sér hlátur. „Ertu í raun og veru svo ímyndun- arvcikur að halda, að þú getir gert mig ástfangna af þér, eftir ?llt, sem skeð hefur?“ spurði hún. „Já, það er ég. Við getum byrjað á því að reyna, hvernig það verkar á þig að ég kyssi þig“, svaraði Hilarj'. Hann gekk hvatlega til hennar og áður en Joan skildi, hvað hann hafði f huga, vafði hann hana örmum. Hún barðist á móti og mótmælti kröftuglega, cn hún var hjálparvana í faðmi hans. Hilary þrýsti handleggj- um hennar til hliðar og kyssti hana hvað eftir annað og hló að mótspymu hennar. „Slepptu mér — óþokkinn þinn!" stundi Joan, þegar hann þrýsti höfði hennar afturábak á koddann og beygði sig niður að henni með leiftrandi aug- um. „Ég hata þig — ég hata þig!“ „Þú lékst að þú elskaðir mig, nú ætla ég að gera alvöru úr leiknum", sagði Hilary. „Kysstu mig, Joan, og játaðu, að þú elskir mig. Kysstu mig“. Varir hans voru ekki nema einn þumlung frá vörum hennar meðan hann talaði, cn Joan lokaði augunum og sncri höfðinu undan. Með sjálfri sér var hún þess fullviss, að hann léki með hana. Ef hún kyssti hann og játaði að hún clskaði hann, myndi hann aðeins auðmýkja hana þcim mun meira og hlæja að henni. Stórlæti hennar mót- mælti tilhugsuninni um að verða fyrir auðmýkingu. „Aldrei-aldrci-aldrei!" hrópaði hún ástríðufullt. „Hvernig getur þú hagað þér svona dýrslega! Slepptu mér — láttu mig vera!“ Henni til undrunar slcppti Hilary henni og rétti úr sér. Hann stóð kyrr og horfði á hana. „Ef til vill er eina leiðin til að vinna þig einmitt sú að vera dýrslegur", sagði hann áberandi rólegri röddu, sem ef 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.