Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 7
„Láttu mig heyra skilmálana, elskan,“ sagði hann loðmæltur. Rósa brosti framan í hann, og lofaði honum að þreifa á háls- inum á sér. „Fyrsta skilyrðið er, að þér látið tafarlaust veita pabba gjaldeyri fyrir þessum vörum, sem hann hefur fengið. Annað er það, að þér komið með heim til mín. Og það þriðja, að þér farið fyrir kl. 12 á hádegi. Nú er klukkan hálfellefu, svo það er bezt fyrir yður að nota tím- ann.“ Bankastjórinn þaut að síman- um og gaf fyrirskipun um að veita föður Rósu umbeðna gjald- eyrisyfirfærslu. Síðan var ekið í loftinu heim til Rósu. Hún bauð bankastjóranum inn og upp á loft, en þar voru svefnherbergin. Um leið og hún fór upp stigann, hvíslaði hún einhverju að Bjössa bróður sín- um, sem góndi steinhissa á þau. Það hafði aldrei skeð áður, að Rósa færi með karlmann upp í svefnherbergið sitt. Rósa bauð bankastjóranum sæti í þægilegum stól. Hún smeygði sér úr kápunni og kjólnum. Síðan hljóp hún inn í baðherbergið. í dyrunum sneri hún sér við. Undirkjóllinn hafði runnið ofan fyrir brjóstið. „Hypjið yður nú úr. Við skul- um fara í bað.“ Bankastjórinn sat agndofa með opinn munn. En hann hafði þó rænu á að tína af sér spjar- irnar. Síðan tók hann baðhand- klæði, sem lá þar á stól og vafði því um mitti sér. Hann kunni nefnilega illa við að láta horfa á sig strípaðan þarna um hábjart- an dag, og það allsgáður. „Komið hingað, þegar þér er- uð tilbúinn í baðið,“ kallaði Rósa innan úr baðherberginu. Hamar hlýddi orðalaust. Þegar hann kom inn, lá Rósa * á kafi í volgu vatninu og sápu- löðrið flóði næstum út úr bað- kerinu. „Þér verðið að láta yður nægja steypibaðið,“ sagði Rósa og benti á lítinn klefa, inn- byggðan í steinvegginn. Faðir hennar, sem var lítið gefinn fyrir böð, hafði látið út- búa þetta fyrir sig. Vegna rúm- leysis var klefinn mjög þröng- ur. Stór vatnsdreifari var í loft- inu, en vegna þrengslanna hafði enginn vatnshani verið settur á vegginn, heldur varð að skrúfa frá vatninu og stilla það mátu- lega heitt eða kalt í baðherberg- inu sjálfu. Hurð var á klefa þessum svo vatnið úr steypibað- inu skvettist ekki fram á bað- herbergisgólfið, en gler var í henni fyrir ofan miðju. o „Farið bara inn, svo skal ég skrúfa frá,“ kaUaði Rósa. HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.