Heimilisritið - 01.06.1950, Side 16

Heimilisritið - 01.06.1950, Side 16
„vandlátar“ og bíða þangað til betri tækifæri buðust. Um það bil sem stúlkur af þessari kynslóð fóru að þvo af sér sokkana sjálfar, var þeim sagt, að enda þótt kynlífið gæti verið „syndsamlegt“, væri ekki loku fyrir það skotið, að það gæti líka verið’ skemmtilegt; og eins, ef „blind livöt mannsins“ krefðist kynlífs, gæti „blind hvöt konunnar“ alveg eins krafizt þess. Einhvernveginn er það svo, að frá sjónarmiði nútímafólks var virðingin og áróðurinn l’yrir „syndinni“ af hálfu öfgamanna þeirra tíma all-barnaleg, enda þótt henni væri ætlað að verða til góðs eins. Kreppuárin ollu enn einni breytingu á viðhorfi fólks til sið- ferðis. A árunum eftir 1930 urðu þau mál, er lutu að' kynferðileg- um efnum, tiltölulega lítilvæg í samanburði við hin brýnu efna- legu dægurmál alls þorra fólks. Almenningur hafði um allt ann- að að hugsa en það, hvernig hver og' einn leysti kynferðismál sín. Allt þetta tímabil fór frjáls- lyndi í vöxt í siðferðilegum efn- um. Mittislaus baðföt kvenna og sundskýlur einar fyrir karla komust í tízku án þess nokkurt uppþot yrði. Glannamiklar aug- lýsingar á almannafæri, sem lögðu áherzlu á líkamsvöxt fag- urra stúlkna, ekki hvað sízt sokkaauglýsingar með' myndum af rennilegum fótleggjum, blasti hvarvetna við augum karl- mannsins. — Hlutir varðandi kvenlegt hreinlæti voru nefndir opinberlega á svo hispurslausan hátt, að önnnur þessa fólks hefðu snúið sér við í gröfinni, ef þær hefðu mátt. Jöfnum liöndum gerðu kvik- myndirnar og útvarpið allt sem það gat til þess að viðurkenna og benda á aukinn þátt kynlífs- ins í daglegu lífi fólks. Og úr því að allt þetta átti sér stað', hvers vegna skyldi ógifta konan elcki hafa fengið sinn skerf al' þeim á- hrifum, sem þe'tta olli? Jafnframt átti almennur á- hugi á sálarfræði sinn þátt í því, að kynferðismál hlutu aðra með- ferð en áður. Setningar úr fræð- um Freuds ruddu sér braut inn í daglegar umræður fólksins, og örfáar ógiftar konur mótmæltu því hiklaust, að bæling kynhvat- anna hefði nokkur líkamlega eða andlega slæm áhrif. En á öllu þessu var nokkur hængur — eins og svo oft vill vera, þegar eitthvað virðist sem auðveldast við fyrstu sýn. Vandamál kynlífsins voru ekki úr sögunni, hvað sem öðru leið. Lítt rannsakaðir eiginleikar skutu enn upp kollinum og gerðu niðurstöður sérfræðing- anna hæpnar. Þeir sem predik- 14 ■HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.