Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 20
hliðina á símanum í setustof-
unni."
Þegar læknirinn kom aftur, var
hann næstum hlakkandi á svip-
inn.
,,Hún hefur líka inflúensu!“
sagði hann. ,,Það hafa flestir
nú.“
Bill stundi.
,,Hvað eigum við að gera ? £g
gæti hringt til Ethel — en hún á
von á barni eftir nokkrar vikur."
,,Frú Brown lofaði að senda
einhverja hingað," sagði læknir-
inn. ,,Ég veit ekki hverja — ég
skildi ekki eitt orð af því, sem
hún tautaði — sennilega gamla
maddömu, eins og hún er sjálf.
Ég kem eftir hálftíma og segi,
hvað hún eigi að gera. Ég skil
dyrnar eftir ólæstar, svo hún
komist inn.“
BILL var of veikur til að and-
mæla, en tíu mínútum seinna ósk-
aði hann innilega, að hann hefði
gert það. Endertonmæðgurnar
komu sem sé siglandi inn gegn-
um ólæstar dyrnar og létu samúð
sína í ljós með skrækum röddum
og ópum. Þær höfðu séð lækn-
inn koma og fara og höfðu strax
getið sér til, að eitthvað væri að,
en þær skyldu vissulega hjúkra
þeim. Vildu þeir ekki láta búa
betur um rúmin ? Og hvernig
þætti þeim að fá gott og sterkt
te ?
Næsta tímann fannst Bill sem
væri hann í vitlausraspítala.
Kaldir bakstrar voru lagðir við
ennið á honum — sjóðheitur hita-
poki settur við fæturna á honum,
hendurnar núnar með spritti og
hellt ofan í hann heitu te. Að lok-
um rétti frú Enderton honum glas
af ísköldum appelsínusafa.
Lára Enderton hló hátt og
skrækt. ,,Ég hef ekki enn heyrt
getið um neinn, sem ekki þótti
góður appelsínusafi. Drekktu það
nú. Guð minn góður, hvað karl-
menn eru erfiðir !“
,,Það þýðir ekki að ætla að
neyða því ofan í mig,“ orgaði Mc
Dangal.
Hún reyndi það þó auðsjáan-
lega — það heyrðist skvamp og
brothljóð, og Lára kom æpandi
inn í svefnherbergi Bills og hélt
frá sér pilsinu. Það var rennblautt
af appelsínusafa.
,,Mamma, sjáðu hvað strák-
skömmin hefur gert! Sjáðu bara !
Og þetta er í fyrsta sinn, sem ég
fer í þennan kjól!“
Þrátt fyrir hitasótt og höfuð-
verk, var Bill hreykinn af syni
sínum. Hann óskaði, að hann
hefði gert hið sama við sinn app-
elsínusafa.
,,Kærðu þig ekkert um það,“
sagði frúin sefandi. ,,Aumingja
18
HEIMILISRITIÐ