Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 6

Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 6
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Vertu velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Lyon Lyon Havana Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM Miðstjórn ASÍ gagnrýnir til- lögur hagræðingarhóps ríkis- stjórnarinnar og segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, það skjóta skökku við að á meðan ríkisstjórnin ræðir við forystu verkalýðshreyfingarinnar um sátt og samstarf á vinnumarkaði sé nefnd á vegum þeirrar sömu ríkis- stjórnar að vinna að breytingum á kjarnaþáttum á vinnumark- aði. „Í tillögunum má einnig sjá talað um að skerða réttindi, hvort sem er til atvinnuleysisbóta eða vegna örorku. Það er ekki hag- ræðing, það er niðurskurður og réttindamissir,“ segir Gylfi. „Við teljum nauðsynlegt, svo traust skapist í samfélaginu, að ekki verði gripið til neinna breytinga á þessum þáttum án samráðs við aðila vinnumarkaðarins,“ segir Gylfi. ASÍ fundaði með forsætis- ráðherra um málið í gær og sagði Gylfi hann hafa fullvissað sig um að ekki væri ætlun ríkisstjórnar- innar að grípa til aðgerða án samráðs. Gylfi fagnar útspili Reykjavík- urborgar, sem tilkynnti í gær að hætt yrði við fyrirhugaðar gjald- skrárhækkanir í því skyni að sporna gegn verðbólgu og auka kaupmátt. „Ég hrósa borginni fyrir að hætta við þessar hækk- anir og hvet önnur sveitarfélög til þess að gera hið sama,“ segir Gylfi. Hann tekur jafnframt undir með borginni að fjármálaráðherra hljóti að endurskoða fjárlagafrum- varpið með það fyrir augum að falla frá öllum hækkunum. Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að hætta við áformaðar hækkanir á gjald- skrám í öllum helstu þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Með þessu tekur Reykjavíkurborg frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt, að því er fram kemur í tilkynningu. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístunda- heimila, bókasafnsskírteina, sundlauga- korta og vegna þjónustu sem velferðar- svið Reykjavíkurborgar veitir. -sda  Vinnumarkaðsmál miðstjórn asÍ hVetur fjármálaráðherra til að falla frá gjaldskrárhækkunum Ósátt við ríki en sátt við borg Borgin hættir við gjaldskrárhækkanir Þ arna eru aðstæður mjög þröngar og þetta er greini-lega erfitt verkefni. Megin- úrlausnarefnið að mínu mati var að taka ríkulegt tillit til Sundhallar Guðjóns Samúelssonar. Tillagan er að flestu leyti mjög vel unnin og gef- ur fyrirheit um glæsilegt mannvirki. Sú mynd eða ásýnd frá Barónsstíg sem hefur verið birt í fjölmiðlum sýnir ekki þá tillitsemi við gömlu bygginguna sem ég hefði vænst. Sýn að Barónsstíg í gegnum anddyr- ið á laugarsvæðið er tvímælalaust mjög áhrifamikil. Mér finnst þessi verðlaunatillaga afskaplega vel unnin og mjög margt gott í henni,“ segir Gylfi Guðjónsson arkítekt um verðlaunatillögu um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Gylfi telur að viðbygging við Al- þingishúsið hafi tekist vel en hins vegar telur hann að viðbygging við gamla Landsbankann hafi tekist miður vel. „Þegar litið er til „ofaná- byggingar“ við Héraðsdóm Reykja- víkur, þá erum við á stað í bæjar- myndinni sem er mjög mikilvægur en niðurstaðan hefur ekki truflað mig,“ segir Gylfi. Segist hann ekki hafa velt mikið fyrir sér gömlu við- byggingunni við gamla Landspítal- ann en telur að menn hafi gert það eins vel og efni stóðu til. „Mér finnst verðlaunatillagan vera einföld, stílhrein og glæsileg. Hún fékk mjög góðar umsagnir frá öllum ráðgjöfum sem komu að sam- keppninni, bæði varðandi húsafrið- unarsjónarmið, kostnað og hvað varðar starfsemi að reka sundlaug,“ segir Páll Hjaltason, arkítekt og for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar. Páli finnst viðbyggingin við Alþingi bæði látlaust og snyrtilegt hús sem endurspegli efnisval og yfirgnæfi ekki gamla húsið. „Ég tel að viðbygging ofan á Héraðsdómi Reykjavíkur sé ekki góða lausn en það er erfitt að dæma fortíðina. Maður tekur fortíðina í sátt og vinn- ur með hana. Það hefur lítið upp á sig að vera að dæma ákvarðanir for- tíðarinnar. Þetta var gert í þeirri tíð þegar mjög lítil virðing var borin fyrir eldri húsum,“ segir Páll. Telur hann viðbyggingu við gamla Land- spítalann hafa verið ágæta bygg- ingu aftan við húsið sem skemmi ekki framhliðina né ásýnd gömlu byggingarinnar. „Það sjónarmið hefur oft verið uppi um að við eigum alltaf að setja niður nýjar byggingar í anda nútímans og þannig búið til fortíðina með því að vera bara skýr um hvað er hvað. Annað sjónarmið- ið er klárlega líka gilt að við eigum að virða gömlu húsin, enda mikið tilefni til,“ segir Páll. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  skipulagsmál Viðbygging Við sundhöllina Erfitt verkefni sem tókst vel að leysa Verðlaunatillaga um viðbyggingu við Sundhöll Guðjóns Samúelssonar var kynnt fyrir borgarbúum í vikunni. Í gegnum árin hefur þótt þörf á því að byggja við friðuð hús, til dæmis viðbyggingu við Héraðsdóm Reykjavíkur og Alþingi. Skiptar skoðanir eru á því hvernig til hefur tekist. Byggt verður við Sundhöllina í Reykjavík. Skiptar skoðanir eru um viðbygginguna. Ljósmyndir/Hari Alþingishúsið Héraðsdómur Landsbankinn Landsspítalinn 6 fréttir Helgin 15.-17. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.