Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 8
 SamfélagSmál alvarlegur húSnæðiSSkortur é g hef heyrt að sumum sveitarfélögum þykir jafn-vel bara betra að greiða flutningsstyrkinn því að það er í rauninni ódýrari lausn fyrir þann hóp fólks sem þarf mestu þjón- ustuna,“ segir Ellen Calmon, for- maður Öryrkjasambands Íslands. Segir hún að um sé að ræða alls kyns velferðarþjónustu og heldur hún að algengast sé að fólk flytji til Reykjavíkur til að sækja fullnægj- andi þjónustu. „Sum sveitarfélög álita að með því að greiða flutn- ingsstyrk til að styðja viðkomandi einstakling í að flytja í annað sveitarfélag þurfi þau ekki að standa undir kostnaði við að veita þessa þjónustu sjálf,“ segir Ellen. Segir hún að slíkt geti ekki talist eðlilegt enda telji hún að það sé lögbundið hlutverk sveitarfélaga að bregðast við húsnæðisskorti. Það er óeðlilegt í nútímasamfélagi að sá hópur sem minnst má sín fái ekki húsnæði,“ segir Ellen. Í 45. grein laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga segir: „Sveitar- stjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaup- leiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjöl- skyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.“ Samkvæmt skýrslu velferðar- ráðuneytisins frá árinu 2011 eru leigueignir á landinu öllu 4.704 en 2.208 þeirra eru í Reykjavík, eða 46.9% af leigueignum sem sveitarfélög hafa upp á að bjóða fyrir þá hópa sem geta ekki verið á almennum leigumarkaði né hafa eignast eigið húsnæði. Kópavogur er með 386 leigueignir eða 8,2% og Hafnarfjörður er með 229 leigu- eignir eða 4.9% allra leigueigna. Á höfuðborgarsvæðinu eru 61,5% allra leigueigna sveitarfélaga. „Það er mjög erfitt að fá húsnæði í dag og sérstaklega 1-2 herbergja íbúðir, því að það þykir lang dýrast hlutfallslega að byggja þær með til- liti til fermetraverðs og þar af leið- andi hefur lítið af þeim verið byggt þar sem verktakar eru að hugsa um hagkvæmnissjónarmið,‘‘ segir Ellen. Öryrkjasamband Íslands rekur Brynjuhússjóð sem á íbúðir um allt land og segir Ellen að biðlisti eftir þeim íbúðum hafi aukist um 40% frá árinu 2010. „Árið 2010 vorum við með 200 manns á biðlista en 1. nóvember síðastliðinn voru 287 manns á biðlista,“ segir Ellen. Ellen segir að húsaleigubætur séu að meðaltali um 22 þúsund en að bæturnar hafi ekki hækkað í rúm fjögur ár. „Við teljum að húsaleigubætur eigi að hækka í samræmi við hækkun húsaleigu. Það er mikil kjaraskerðing fyrir leigjendur ef svo er ekki og það er mikilvægt að það haldist í hendur,“ segir Ellen. Hefur hún fundið fyrir því að fjöldi fólks er að missa heimili sín vegna þess að leigu- salar eru að missa húsnæðið sem þeir hafa verið að leigja út en það er afleiðing fjármálakreppunnar,“ segir Ellen. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu er grafalvarlegt mál og nokkuð er um að öryrkjar séu að missa heimili sín þegar leigusalar lenda í vandræðum sjálfir. Mjög lítið er um úrræði fyrir öryrkja sem hafa misst húsnæði og biðlisti hjá Brynjuhússjóði, leiguhúsnæði sem er rekið af Öryrkjasam- bandi Íslands, hefur lengst um 40% frá árinu 2010. Greiða flutningsstyrk til þess að firra sig ábyrgð Alvarlegur skortur er á leiguhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu. Ljósmynd: Hari Lítið og ótraust framboð á fiski inn á íslenska fiskmarkaði leiðir til þess að verð á mörkuðum er of hátt, sam- kvæmt áliti Neytendasamtakanna. Stærsti hluti þess fisks sem seldur er til neytenda í fiskbúðum og öðrum matvöruverslunum er keyptur í gegnum fiskmarkaði á markaðsverði. Þannig leiðir lítið framboð á mörk- uðum og hátt markaðsverð til hærra vöruverðs til íslenskra neytenda. „Það er því brýnt hagsmunamál neyt- enda að samkeppni í sjávarútvegi sé virk og leiði til eðlilegrar verðmynd- unar á markaði,“ segir í tilkynningu. Óeðlilega hátt verð á fiskmörk- uðum hefur sömu áhrif og verndar- tollar á innfluttar matvörur og veldur hækkun á öðrum tegundum matvæla og því er tjón neytenda enn meira en sem nemur þeim 1 til 2 milljörðum sem of hátt fiskmarkaðsverð kostar þá. Þá er ótalið að of hátt fiskverð hefur bein áhrif á vísitölu neyslu- verðs, sem er grunnur verðtrygging- ar á verðtryggðum lánum íslenskra neytenda. Þannig veldur óeðlileg verðmyndun í sjávarútvegi því að verðtryggð lán hækka meira en ella. Íslenskt sjávarfang er einhver hollasta fæða sem völ er á og stjórn Neytendasamtakanna telur það vera skyldu íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að markaður með sjávarfang tryggi íslenskum neytendum svo lágt verð á sjávarafurðum, sem kostur er á, og þess sé í öllu falli gætt að fiskur til íslenskra neytenda sé ekki verð- lagður hærra en fiskur til útflutnings vegna skakkrar samkeppnisstöðu hér á landi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Fiskur of dýr hér á landi Skeifunni 11 | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 3 27 www.rekstrarland.is Kaffi- stofan Fjölbreytt úrval af vörum fyrir kaffistofuna, allt á einum stað. Hámark 4 pizzur á mann með an birgðir end ast! – fyrst og fre mst ódýr og snjöl l! 299kr.stk. Verð áður 598 kr . stk. Ristorante pizzur , 3 teg. 50%afslátturDúnDuR-VeRð! – fyrst og fre mst ódýr og snjöl l Betra líf! ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA... 100% LÍFRÆNT FÓÐUR FYRIR KISUNA ÞÍNA! FÆST HJÁ: VÍÐIR, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM 8 fréttir Helgin 15.-17. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.