Fréttatíminn - 15.11.2013, Side 10
„Tilhugsunin um fljótandi
lúxushótel sem líður á milli
áfangastaða er freistandi“
SKEMMTISIGLINGAR
Fljótandi lúxus hótel!
* Innifalið: flug, skattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Prentað með fyrirvara um villur.
HAFÐU SAMBAND OG VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR!
ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | MEIRA Á URVALUTSYN.IS
AUSTUR-KARÍBAHAF
Ft. Lauderdale – St. Maarten – St. Kitts
Puerto Rico – Labadee, Haiti - Ft. Lauderdale
25. FEBRÚAR. - 11. MARS. 2014
á mann m.v. 2 fullorðna í innri-klefa.
VERÐDÆMI:363.900,-
FLEIRI SIGLINGAR Í BOÐI Á UU.IS
VESTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA | 14. - 26. MARS. 2014 | FREEDOM OF THE SEAS
Innifalið:
» Flug til og frá Orlando
» Gisting á Florida Mall Hotel tvær nætur og
tvær nætur eftir siglingu með morgunverði
» Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu
í 7 nætur
» Þjórfé um borð í skipinu
» Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips
RO
YAL
CARIBBEAN
F rambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæð-isflokksins í Reykjavík, sem fram fer á laugardag, finna fyrir áhuga-leysi á prófkjörinu og búast ekki
við mikilli mætingu á kjörstað. Þegar mest
er kjósa um níu þúsund í prófkjöri en þeir
svartsýnustu búast við að þátttakan í ár fari
jafnvel niður í fimm þúsund. Stefanía Þóra
Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að
áhugi á prófkjörum hafi almennt minnkað
eftir hrun. Ástæðan sé tvíþætt, annars vegar
verji frambjóðendur minna fé til að auglýsa
sig og þar með prófkjörið, og hins vegar hafi
áhugi almennings á stjórnmálum minnkað.
Aðspurð segir hún að flugvallarmálið
sé ekki kosningamál í prófkjöri flokksins
þrátt fyrir að hluti sjálfstæðismanna hafi
reynt að gera það að því. „Flugvallarmál-
ið var slegið út af borðinu sem kosninga-
mál um leið og ríki og borg gerðu með
sér samkomulag um að setja málið í sam-
ráðsferli,“ segir Stefanía. Hún bendir á
að skoðanakannanir sýni jafnframt yfir-
gnæfandi stuðning við að flugvöllurinn
verði áfram í Vatnsmýri, sérstaklega
meðal íbúa utan miðborgar, en kjósendur
Sjálfstæðisflokksins komi ekki síst úr út-
hverfunum.
Niðurstöður úr einni skoðanakönnun
hafa verið birtar og sýndu þær yfirburða-
stuðning við Júlíus Vífil Ingvarsson. Hall-
dór Halldórsson og Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir nutu næst mest stuðnings en Hildur
Sverrisdóttir rak lestina. „Mér finnst ekki
ólíklegt að Júlíus Vífill fari með sigur úr
býtum. Það verður að horfa til þess að fyrir
fjórum árum sigraði hann Þorbjörgu Helgu
í baráttunni um annað sæti og það er lítið
sem bendir til þess að staða þeirra hafi
breyst mikið síðan þá meðal þeirra sem
taka þátt í prófkjöri,“ segir Stefanía. „Þá
ber að hafa í huga að konur koma ekki vel
út úr prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum.
Ef horft er til síðustu tveggja prófkjöra
fyrir alþingiskosningar má sjá að einungis
tvær konur náðu sæti á lista sem tryggði
þeim sæti á Alþingi, Hanna Birna síðast og
Ólöf Nordal fjórum árum fyrr. Kjósendur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er fólk yfir
fimmtugt, og frekar karlar en konur sem
bendir til þess að niðurstaðan verði íhalds-
samari,“ segir Stefanía. Karlar eru því að
kjósa karla.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Karlar kjósa karla
Stjórnmál PróFkjör SjálFStæðiSFlokkSinS í reykjavík á laugardag
Karlar yfir fimmtugt eru stærsti hluti kjósenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins og konur
koma yfirleitt illa út úr prófkjörum flokksins, segir stjórnmálafræðingur. Dræmur áhugi
er á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer á laugardag, en flugvalla-
málið er ekki lengur kosningamál.
10 fréttaskýring Helgin 15.-17. nóvember 2013