Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 23

Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 23
fannst hvað erfiðast að horfa upp á manninn sinn. „Hann hafði fengið mikla áverka á brisið og var mjög óglatt þegar hann var með vírana í munninum. Mér leið illa að horfa upp á það og það voru þeir dagar sem ég var hvað næst því að beygja af. Síðan voru aðrir dagar þar sem ég keyrði alsæl frá Landspítal- anum, eftir að hann var kominn með teygjur í munninn og talventil og ég náði að tala við hann. Þá sá ég glitta í persónuleikann aftur og stríðnina sem einkennir hann. Ég hugsaði þá á leiðinni heim hvað ég væri glöð því ég gat talað við manninn minn,“ segir Katrín og hlær. Sér glasið hálf fullt Þrátt fyrir erfiðleikana, eða kannski vegna þeirra, eru hjónin mun glaðværari en ég hefði ætlað og líta björtum augum til fram- tíðar. „Það þýðir ekkert annað. Ég held að það hjálpi manni helling,“ segir Eyþór. Katrín greindist með brjóstakrabbamein í mars og hún segir jákvæðnina sannarlega hafa hjálpað sér í gegn um tíðina. „Þegar ég veiktist þá ákvað ég að horfa á glasið hálf fullt. Þannig er maður að velja auðveldu leiðina í gegn um erfiðleikana. Staðan er sú sama en þegar maður einblínir á það góða er miklu auðveldara að vera í stöðunni.“ Katrín segir óvissu vera það allra erfiðasta. „Þegar maður veit hvað er í gangi og hver niður- staðan er getur maður bægt frá sér kvíðanum og tekist á við stöðuna. Ég fór á leitarstöð Krabbameins- félagsins eftir að ég fann ber í brjóstinu. Ég var það heppin að þetta sást vel og hefði því ekki get- að farið fram hjá mér lengi. Ég fór auðvitað á leitarstöðina til að fá að vita að þetta væri ekkert alvarlegt. Þegar ég settist aftur út í bíl var búið að finna annan hnút, taka sýni úr honum og stækkuðum eitli, og ég taldi nokkuð augljóst að þetta væri ekki bara eitthvað saklaust. Viku seinna fékk ég staðfest að ég væri með krabbamein. Þá þurfti að athuga hvort það væri búið að breiðast út. Strax þegar ég var komin með greiningu var ég laus við óvissuna og gat gert áætlanir og unnið úr þeim upplýsingum sem voru komnar.“ Á sama tíma á spítala Hún segir að Eyþór hafi verið kletturinn hennar eftir að hún greindist. „Ég fór í lyfjameðferð og fékk síðasta skammtinn í júlí. Í byrjun ágúst fór ég í fleygskurð og fimm dögum eftir það lendir hann í slysinu. Innan við viku eftir slysið kom síðan í ljós að ég þyrfti að fara í brjóstnám. Við lágum því um tíma bæði inni á spítala.“ Eyþór tekur fram til aðgreiningar: „Ekki samt á sama spítalanum.“ Þau líta brosandi hvort á annað. Katrín fór síðan í brjóstnám og brjóstaupp- byggingu í september. Ég spyr Eyþór hvernig honum hefði liðið þegar konan hans var greind með brjóstakrabbamein. „Þetta tók auð- vitað á. Ég missti mömmu mína úr krabbameini. En Katrín varð strax Kosningaskrifstofa Ármúla 7 » thorbjorghelga.is » thorbjorghelga Þorbjörg Helga 1. sæti Reykjavík Horfðu fram á veginn með Þorbjörgu Helgu í fyrsta sæti Í góðum rekstri eru greiddar niður skuldir en í slæmum rekstri eykst skuldasöfnun. Yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reyk- víkingum dýrt. Fjölskylda í Reykjavík greiðir í dag 440 þúsund kr. hærri gjöld árlega en fyrir fjórum árum. Samt sem áður hafa nettó vaxta- berandi skuldir aukist um 17 milljarða kr. Leiðir til lausna: » Við þurfum að hætta að eyða um efni fram og stöðva skuldasöfnun. » Við þurfum að forgangsraða og stöðva flatan niðurskurð. » Við þurfum að auka atvinnutækifæri með því að minnka umfang í rekstri borgarinnar. » Við þurfum að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði og aukinni ferðaþjónustu. Ég vil koma á breytingum í borginni og óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardaginn. Þegar ég veiktist þá ákvað ég að horfa á glasið hálf fullt. Þannig er maður að velja auðveldu leiðina í gegn um erfiðleikana. Framhald á næstu opnu viðtal 23 Helgin 15.-17. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.