Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Page 26

Fréttatíminn - 15.11.2013, Page 26
+ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við ö tækifæri. Flour úr Dölunum F oreldrar og forsjáraðilar koma með börnin á föstudögum og sækja þau seint á sunnudögum. Þau sem koma reglulega er oft byrjað að hlakka til snemma í vikunni að fara í Vinasetrið. Það skiptir máli að allir nái hvíld, bæði barnið og fjölskyldan, og að það sé ný byrjun þegar þeir hittast á sunnudag,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir, forstöðukona Vinaseturs. Þangað koma börn ýmist í gegn um félagsþjónustu, barnavernd- arnefnd eða velferðarþjónustu. Til að komast í Vinasetrið þarf að vera búið að samþykkja að fjölskyldan hafi þörf fyrir stuðning og er það valkostur við stuðningsfjölskyldu. „Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því að börn koma hingað. Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu margar fjölskyldur búa við lítið stuðningsnet,“ segir Silja Huld Árnadóttir, þroskaþjálfi og starfs- maður Vinaseturs. Þær Hildur, Silja og Díana Sigurðardóttir sálfræðinemi eru eigendur Vinasetursins og reka í sameiningu en allar hafa þær mikla reynslu af starfi með börnum. Vinasetrið er samfélagslegt nýsköpunar- verkefni þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá stuðning. Setrið er rekið með rekstrarleyfi frá Barnaverndarstofu, það er til húsa á Ásbrú í Reykjanesbæ en nákvæm staðsetning er ekki gefin upp. „Við viljum ekki að börnin séu á nokkurn hátt til sýnis. Hingað kemur bara fólk sem á erindi og truflun er ekki í boði. Það er hins vegar auðvelt að nálgast okkur í gegn um síma eða tölvupóst,“ segir Hildur. Þegar þær fóru að huga að staðsetningu fyrir Vinasetrið ákváðu þær fljótt að það hentaði ekki að vera í miðri Reykjavík. Þær ræddu við forsvarsmenn nokkurra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarinnar en enginn sýndi verkefninu áhuga þar til þær ræddu við Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem tók strax vel í hugmyndina og lagði inn gott orð fyrir þær hjá Þróunarfélagi Keflavíkur- flugvallar, Kadeco, sem útvegaði þeim hús- næði. Börn með mikla reynslu að baki Börnin sem koma í Vinasetrið eru á aldr- inum 4-12 ára og koma þau ýmist aðra hverja helgi eða eina helgi í mánuði. Þar er svefnað- staða fyrir 15 börn í þremur fimm manna herbergjum. „Mörg barnanna sem hingað koma búa við erfiðar aðstæður. Þau hafa ekkert stuðningsnet og erfiðleikarnir geta verið til að mynda félagslegir eða fjárhags- Vinasetrið styður við fjölskyldur Einkunnarorð Vinaseturs eru gleði, traust og nánd. Setrið er samfélags- legt nýsköpunarverkefni þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá stuðning og börnin dvelja reglulega yfir heila helgi. Vinasetrið er valkostur við stuðnings- fjölskyldu þar sem börnin upplifa flest sem einkennir hefðbundið heimilislíf; elda kvöldmatinn saman, fara á söfn og eiga uppbyggjandi samskipti. Þar eru þó engar klukkur og stofan er undirlögð dýnum á gólfinu. legir. Það er mikið um einstæða foreldra sem eiga mörg börn og standa einir,“ segir Hildur. Sum börnin eiga foreldra sem eiga við vímuefnavanda að etja eða geðraskanir. „Mörg þessara barna hafa gríðarlega reynslu að baki. Sum þeirra sem hafa upplifað andlegt og líkamlegt of- beldi, kynferðisofbeldi og horft upp á heimilisofbeldi. Stundum fara þau að tala um reynslu sína á kvöldin og við köllum það sög- urnar í myrkrinu. Þeim finnst þá oft svo merkilegt að komast að því að það eru önnur börn sem hafa reynt það sama og þau. Skólafélagarnir þekkja ekki aðstæður þeirra og hafa ekki skilning á þeim. Það skiptir þau miklu að geta talað við einhvern sem er í sömu sporum,“ segir Hildur. Sum börnin búa við aðstæður þar sem þau eru van- nærð og sífellt svöng en á Vina- setrinu er alltaf nægur matur. „Það eru bara ekki öll börn vön góðu atlæti og finna að einhvern langar að hlusta á þau og eyða tíma með þeim. Auðvitað eru samt allir foreldrar að reyna sitt besta,“ segir hún. Vinasetrið opnaði apríl eftir að Hildur, Silja og Díana höfðu undirbúið það allan veturinn. Þær höfðu séð að ekki væru til staðar nægar stuðningsfjöl- skyldur fyrir þá sem á þurfa að halda, auk þess sem íslensk rannsókn sýndi að stuðnings- fjölskyldur endast að meðaltali í 4-6 mánuði, hvort sem það er af persónulegum ástæðum fjöl- skyldunnar eða vegna þess að fjölskyldan og barnið ná ekki saman. Þeim fannst því greini- leg þörf fyrir val um faglegt langtímaúrræði þó misjafnt sé hversu lengi hvert barn þarf á stuðningsheimilinu að halda. Frí frá klukkunni Auk þriggja herbergja, eld- húss og salerna er einskonar stofa nema hvað að þar eru bara dýnur á gólfinu, svokallað dýnugólf. „Hugmyndin á bak við þetta er að við vinnum með börnunum í þeirra hæð. Á dýnugólfinu má hoppa og dansa eða fara í slökun. Hér komast allir fyrir með sængurnar sínar. Við förum á dýnugólfið með sængurnar á kvöldin þegar við horfum á sjónvarpið og drögum þær með okkur á morgnana þegar við erum enn á náttföt- unum. Þetta gefur okkur líka færi á að mynda betri tengsl við barnið. Við höldum í hendurn- ar á krökkunum á meðan við horfum á mynd og strjúkum yfir hárið á þeim. Sum börn fara í fyrstu undan í flæmingi því þau eru ekki vön nánd. Við tölum líka hlýlega til þeirra og ég man eftir því þegar eitt barnið spurði undrandi „Af hverju ertu alltaf að segja „ástin mín“ og „elskan mín“? Þetta er þá eitthvað sem sum barnanna eru ekki alin upp við. Stundum finnst þeim þetta skrýtið í byrjun en síðan fara þau sjálf að leita eftir hlýju og biðja um faðmlag. Þá er það líka hluti af vinnunni að kenna þeim að biðja um faðmlag á viðeigandi hátt,“ segir Hildur. Eitt af því sem einkennir Vinasetrið er tímaleysið. Þar eru engar klukkur, engar tölvur, engir símar og engar sjónvarps- rásir. „Þetta er frí frá klukkunni. Við borðum bara þegar við erum svöng og förum að sofa þegar við erum þreytt,“ segir Hildur. Með þessu minnkar sú streita að binda sig við tímasetningar. Þær viðurkenna að þær kíki nú stundum á klukkuna í leyni til að þau endi ekki með því að elda kvöldmat klukkan tíu um kvöld og fari að sofa um miðja nótt. „Þeim finnst tímaleysið vera mikið ævintýri. Þau halda stund- um að þau séu að fara að sofa klukkan eitt á nóttunni. Ég man líka eftir því einu sinni þegar allir elstu krakkarnir voru sofn- aðir korter yfir níu,“ segir hún. Díana Sigurðardóttir, Silja Huld Árnadóttir og Hildur Björk Hörpudóttir, rekstrarað- ilar Vinaseturs, á dýnugólfinu. Ljósmyndir/Hari Á Vinasetrinu bíður uppáhalds bangsinn og uppáhalds bækurnar við rúm hvers barns þegar það kemur í helgardvöl til að aðkoman sé sem heimilislegust. 26 úttekt Helgin 15.-17. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.