Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 28
H jónin Friðgeir Ólason og Sigrún Briem voru svo sannarlega tákn um bjartar vonir íslenskra læknavísinda þegar þau stigu um borð í Goðafoss 1944 eftir við- burðarík fjögur ár í Ameríku. Hann var kominn með doktorspróf frá Harvard og hún búin að ljúka kandítatsárinu sínu. Þegar þau héldu utan 1940 áttu þau einn son en nú voru börnin orðin þrjú og tímabært að setjast að heima á Íslandi. Þangað náði fjölskyldan þó aldrei þar sem þýskur kafbátur sökkti Goðafossi í mesta manntjóni Íslendinga á einum degi. Með Goðafossi fórust 24, þar á meðal Sigrún, Friðgeir og börn þeirra, en 19 var bjargað. Sigrún Pálsdóttir hefur nú skráð örlagasögu hjónanna í bókinni Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga en frásögn sína byggir hún fyrst og fremst á bréfum Sig- rúnar og Friðgeirs til foreldra Sigrúnar og dagbók sem þau skrifuðu saman en hjónin voru ákaflega samlynd og sam- stíga í öllu sem þau gerðu. „Ég þekkti söguna náttúrlega eins og svo margir,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvað varð til þess að hún ákvað að skrifa sögu ungu læknishjónanna. „„En svo erfði ég eiginlega þessi bréf og dagbókina þeirra í Ameríku og það var nú svona helst ástæðan fyrir að ég skrifaði þessa sögu en ekki einhver annar.“ Sigrún leitaði fanga víðar og fékk heimildir úr fleiri áttum. „Svo fékk ég reyndar heimildir annars staðar frá líka, bréf frá Sigrúnu til vinkonu sinnar Ragnheiðar Hansen á Djúpavík sem tók elsta son þeirra hjóna í fóstur þegar þau sigldu út haustið 1940. Friðgeir kemur svo til Íslands ári síðar til að sækja drenginn. Það er önnur söguleg og dramatísk sjóferð.“ Sigrún hefur áður sett sig í spor fólks úr fortíðinni en 2010 sendi hún frá sér bókina Þóra biskupsdóttir og raunir íslenskrar embættismannastéttar og hlaut mikið lof fyrir. „Þetta eru geysilega efnismiklar heimildir en mjög ólíkar þeim sem ég vann með í síðustu bók minni. Sigrún og Friðgeir eru svona „action“ menn, texti þeirra er blátt áfram og skýr, en auð- vitað setja sögulegar heimildir manni alltaf ákveðnar skorður þegar maður stundar svona frásagnarsagnfræði eins og ég geri, og maður er auðvitað svolítið heftur þegar kemur að þeirri persónu- sköpun sem ritun ævisagna óneitanlega er. Ramminn utan um þessa sögu er þó ferðin og þetta er í raun ferðalag í fleiri en einum skilningi. Í bókinni legg ég til dæmis mikið upp úr þeirri breytingu Skipið sekkur á einhverj- um sex mínútum og þetta eru alveg rosalega vel skráðar fimm – sex mínútur í sögunni. Hvernig drukknar maður með börnum sínum? Árið 1944 héldu hjónin Sigrún Briem og Friðgeir Ólason heim til Íslands ásamt börnunum sínum þremur. Að baki var viðburðarík fjögurra ára Ameríkudvöl. Ungu hjónunum var þó ekki ætlað að ná Íslands ströndum á ný. Þau sigldu með Goðafossi sem þýskur kafbátur grandaði skammt undan Garðskaga 10. nóvember og Sigrún og Friðgeir fórust ásamt börnum sínum. Sigrún Pálsdóttir rekur sögu þeirra hjóna og hörmuleg örlög í bók sinni Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga og byggir á bréfum og dagbók hjónanna. Ferðasögunni lýkur með þess- ari hinstu hugsun Friðgeirs: „Hvernig drukknar maður með börnum sínum?“ Sigrún Pálsdóttir erfði sendibréf og dagbók hjónanna Sigrúnar og Friðgeirs og rekur út frá þeim gögnum ferðasögu hjónanna sem lauk með skelfingu þegar þau og börnin þeirra þrjú fórust með Goðafossi. Ljósmynd/Hari. sem verður á lífsafstöðu Sigrúnar og Friðgeirs á þessum árum.“ Hinir fullkomnu jafningjar Dvöl þeirra í Bandaríkjunum hefst í Harlem í New York. Frá New York fara þau til Winnipeg, svo aftur til New York og þaðan til Nashville, en enda í Boston þar sem Friðgeir lýkur doktorsprófi sínu í heilbrigðisfræði. Og þá halda þau heim, komin með þrjú börn. Ferð Sigrúnar og Friðgeirs var ekk- ert einsdæmi á þessum árum, eins og Sigrún bendir á: „Íslendingar hafa alltaf verið alls staðar og það var heilmikið af Íslendingum í námi erlendis á þessum árum, meðal annars í New York, enda verða Bandaríkin ákjósanlegur áfanga- staður á þessum tíma þegar Evrópa lokast. Það sem er einstakt við ferð þeirra er að þau eru bæði í námi með þrjú börn., Það var heilmikið mál að vera í námi og sinna heimili og börnum á þessum tíma í Bandaríkjunum þegar enga hjálp var að fá. Konur sem áður sinntu slíku eru komnar inn í verksmiðju að búa til her- gögn.“ Að einhverju leyti verður þetta til þess að þau ákveða að snúa heim á þeim tímapunkti sem raun varð á, en þarna verða líka ákveðin þáttaskil í sögunni, eða eins og ég nefndi áðan þá breytast áherslur, það slaknar aðeins á þessum mikla metnaði sem við kynnumst í upp- hafi sögunnar. Þegar Sigrún hefur eign- ast þriðja barnið segist hún einfaldlega ekki ætla að vinna úti næstu fimm árin, hún ætlar bara að vera móðir. Og Friðgeir virðist ganga í gegnum eitthvað svipað, fær efasemdir um vísindastörf sín og er stoltari af hlut- verki sínu sem faðir. Hann er reyndar mjög áhugaverð persóna að þessu leyti, hann tekur alltaf mikinn þátt í uppeldi barna sinna og sinnir heimilisstörf- unum af meiri kappi en maður hefði getað ímyndað sér svona fyrirfram. Kannski kom það af sjálfu sér því þau eru auðvitað fullkomnir jafningjar. Það er reyndar margt í þessari sögu sem afsannar kunnuglegar myndir stórsög- unnar, ekki bara hvað varðar samskipti kynjanna heldur ýmislegt sem tengist átökum ófriðarins.“ Feigðarförin Þegar Sigrún og Friðgeir stíga um borð í Goðafoss hefur Sigrún ekki lengur Hjónin eyddu fjórum ævintýralegum árum í Banda- ríkjunum en áttu ekki eftir að komast aftur heim. Svona lét sjórinn þegar hjónin voru að fara um borð í björgunarbátana. heimildir til að styðjast við. „Þegar nálgast heimferðina hægi ég á frásögninni með stuttum köflum en heimferðin sjálf er síðan lengsti kaflinn í bókinni, og ég lýsi henni nokkuð nákvæmlega þótt sögu- persónur mínar séu mér svo að segja horfnar því heimildir ná ekki lengra.“ Hins vegar er enginn skortur á heimildum um árásina á Goðafoss. „Skipið sekkur á einhverjum sex mínútum og þetta eru vægast sagt vel skráðar fimm, sex mínútur í sögunni. Vandinn sem ég stóð frammi fyrir var sá að lýsa atburða- rásinni með fjölskylduna í brenni- depli en einnig að spinna einn þráð úr öllum þeim ólíku frásögnum sem til eru um þessa sjóferð, og þá sérstaklega eftir að tundurskeytið skellur á skipinu. Mesti vandinn var þó auðvitað sá að lýsa þessum hræðilegu endalokum án þess að missa sig út í tilfinningasemi. Þar r er alltaf fín lína bæði í skáldskap og fræðum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 28 viðtal Helgin 15.-17. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.