Fréttatíminn - 15.11.2013, Page 30
V ið þurfum yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda um að viðreisnin sé hafin, yfirlýsingu um
að nú sé hafið stórátak til að snúa
þessari neikvæðu þróun við, það
er nauðsynlegt svo að þeir sem
eiga í hlut skilji að það sé eitthvað
á sjóndeildarhringnum,“ segir
Runólfur Pálsson, yfirlæknir
nýrnalækninga á Landspítala, um
ástandið á spítalanum.
Mikil fækkun hefur orðið í
röðum nýrnalækna spítalans á
undanförnum árum. Stöðugildin
eru nú liðlega 3 en voru sex
árið 2004. „Á sama tíma hafa
verkefnin aukist jafnt og þétt.
Sjúklingum sem njóta meðferðar
vegna nýrnabilunar á lokastigi
hefur fjölgað mikið, en hún felst í
blóðhreinsunarmeðferð (skilun)
annars vegar og ígræðslu nýra
hins vegar. Sem dæmi má nefna
að í ársbyrjun 2004 voru 70 ís-
lenskir sjúklingar með starf-
andi ígrætt nýra en nú eru þeir
152. Það hefur ekkert breyst í
starfsemi deildarinnar þrátt fyrir
mannekluna. Við höfum ráðið
til okkar duglegan deildarlækni
og það hefur hjálpað mikið. Svo
reynum við að leggja enn harðar
að okkur til þess að láta þetta
ganga upp. Það gengur hins vegar
ekki til lengdar þannig að það er
ljóst að aðgerða er þörf strax,“
segir Runólfur. „Annars óttast ég
að fleiri hætti,“ segir hann.
„Langtímamarkmiðið er nýr
spítali en það dugir ekki til, við
þurfum að lifa af þangað til enda
ekki ljóst hvenær nýtt sjúkrahús
verður komið í gagnið. Við þurf-
um aðgerðir strax sem hafa þau
áhrif að allir starfsmenn spítal-
ans séu tilbúnir til að leggja sitt
af mörkum til að snúa þróuninni
við, þurfum viðreisn sem þýðir þá
líka að botninum sé náð,“ segir
Runólfur
Áhyggjur af næstu mánuðum
Sérfræðingar hafa ýmist farið í
launalaust leyfi til árs eða minnk-
að við sig starfshlutfall. Að sögn
Runólfs eru skýringarnar þær að
læknarnir telja vinnuaðstöðuna
á Landspítalanum ekki boðlega
og vinnuálag óhóflegt. Þá hafi
starfsþróunarmöguleikar margra
sérfræðilækna verið afar takmark-
aðir og ekki verið hlúð nægilega
að læknum eða öðru starfsfólki.
„Við höfum auglýst eftir sérfræð-
ingum í nýrnalækningum en eng-
inn hefur sótt um,“ segir Runólfur.
Hann segist hafa áhyggjur af
næstu mánuðum. „Bregðast þarf
við á kröftugan hátt, að minnsta
kosti með yfirlýsingu um að sam-
staða sé um að ráðast í stórátak.
Annars óttast ég að hlutirnir fari
á verri veg innan fárra mánaða,
manneklan er slík. Við stöndum
mjög tæpt, það er reyndar misjafnt
eftir sviðum en innan lyflækninga-
sviðs er ástandið þannig að ekkert
má út af bregða,“ segir Runólfur.
„Kannski er stærsta málið að
viðurkenna opinberlega að gríðar-
legt vandamál sé fyrir hendi. Það
er engin lausn að fara í mála-
lengingar um að fólk sé eftir sem
áður að fá góða þjónustu og að við
séum með þjónustu á heimsmæli-
kvarða í ýmsum málaflokkum,
það er fljótt að dala,“ segir hann.
„Árangurinn sem ráðamenn státa
sig af má rekja til fyrri tíma. Þeir
verða að gera sér grein fyrir að
afleiðingarnar af því ástandi sem
er uppi núna koma ekki fram fyrr
en síðar, t.d. hvað snertir meðferð
krabbameinssjúklinga. Það sem
gæti hent strax er einkum aukin
tíðni mistaka í tengslum við með-
ferð bráðveikra. Hitt tekur lengri
tíma að koma í ljós. Yfirvöld verða
að trúa okkur þegar við segjum
að starfseminni hér sé verulega
ábótavant. Við erum ekki að tjá
okkur um þessi mál vegna pers-
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is
Jólavörurnar eru komnar
Jólarúmföt
Dúkar - Íslensku jólasveinarnir
Íslenskhönnun
Jólaskraut á jólatréð
Á tæpum áratug hefur sérfræðingum í nýrnalækningum á Land-
spítalanum fækkað um helming og ekki tekst að ráða í lausar
stöður. Enginn sótti um þegar auglýst var fyrir skömmu. Yfirlæknir
hefur verulegar áhyggjur af næstu mánuðum og vill aðgerðir
strax. Hann segir að yfirvöld verði að trúa heilbrigðisstarfsfólki
þegar það lýsi áhyggjum sínum af ástandinu á spítalanum.
Heilbrigðiskerfi
á Heljarþröm
hluti7.
Yfirvöld verða
að trúa okkur
„Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra. Hitt tekur lengri tíma að koma í ljós.
Yfirvöld verða að trúa okkur þegar við segjum að starfseminni hér sé verulega ábótavant,“ segir Runólfur Pálsson yfirlæknir.
30 fréttaskýring Helgin 15.-17. nóvember 2013