Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 32
lækna og læknanema. Loks styður blómlegt framhaldsnám við nýliðun sérfræðilækna. Það háir okkur mjög að fram- haldsnámið í lyflækningum hefur molnað í sundur og gerir það meðal annars að verkum að sérfræðilæknar geta ekki hugsað sér að vinna hér. Við verðum að setja Landspítalann í samhengi við önnur háskóla- sjúkrahús svo hægt sé að skilja það sem hér er í gangi. Hér hefur því miður ríkt ráðaleysi um langa hríð og ekki verið brugðist við aðsteðjandi vanda. Innra skipulag og starfsemi stofnunar eins og Land- spítala þarf að endurskoða reglulega til að mæta Þegar vandi lyflækningasviðs var sem mestur, í september síðastliðnum, kynntu heilbrigðis- ráðherra og forstjóri spítalans aðgerðaáætlun til að bæta stöðu lyflækningasviðs. Í kjölfarið var Friðbjörn Sigurðsson skip- aður tímabundið sem yfirlæknir almennra lyflækninga sem fer fyrir starfshópi sem skila mun tillögum um úrbætur á starf- semi lyflækningasviðs þann 30. nóvember næstkomandi. „Margra ára niðurskurður hef- ur þrengt svo að starfsemi spítal- ans að hún er nú komin í þrot og eru lyflækningar sú eining sem hefur tekið stærsta skellinn,“ segir Friðbjörn. „Sérhæft starfs- fólk hefur gefist upp og leitað annað eftir vinnu, unglæknar ráða sig ekki til starfa vegna óhóflegrar vaktabyrði, tæki eru úr sér gengin og húsnæðið er lélegt. Nemar í heilbrigðisvísind- um í Háskóla Íslands geta ekki hugsað sér að Landspítali verði þeirra framtíðarvinnustaður. Almenningi er allt þetta ljóst en þykir væntanlega hryggilegt að þessi staða var fyrirséð,“ segir Friðbjörn. „Nú er ef til vill búið að ræða nóg um vandann og menn ættu nú að snúa sér að því að leysa hann. Það er einmitt hlutverk nefndarinnar sem ég er í for- svari fyrir að koma með tillögur þar að lútandi,“ segir hann. „Við munum skoða hvernig skipulagi almennra lyflækninga á Land- spítalanum verði best háttað og hvað þurfi til þess að snúa málum við, þannig að aftur verði eftir- sóknarvert að vera í framhalds- námi á spítalanum. Einnig þarf að líta til þess hvernig laða megi lækna sem lokið hafa sérnámi sínu erlendis aftur heim,“ segir Friðbjörn. „Sum úrlausnarefni snúast um peninga en önnur ekki,“ segir hann. „Við erum til að mynda að skoða mannafla innan lyflækn- inga og skoða framleiðnina á einstökum einingum þeirra út frá tölum frá hagdeild sjúkra- hússins. Við erum að vonast til að geta lagt fram tillögur um hvernig hófleg vinna lækna verði skipulögð,“ segir Friðbjörn. Mikil vinna fer ofan í skúffu „Á undanförnum árum hafa margir komið að vinnu um hvernig megi bæta Landspítala. Sjúkrahúsið býr nefnilega yfir ótrúlegum mannauði. Því miður fer mikið af þessari góðu vinnu niður í skúffu og gleymist, þar sem allur kraftur sjúkrahúss- ins fer í að leysa hvernig eigi að mæta niðurskurði á fjárveit- ingum eða leysa óvæntar upp- ákomur. Til að mynda var nefnd að störfum um hvernig spítalinn ætti að starfa á nóttunni og var þar litið til reynslu Breta. Nefnd- in lauk störfum fyrir tveimur árum en ekkert var gert með niðurstöðuna. Við erum nú að dusta rykið af þeirri góðu vinnu. Það skiptir t.d. lykilmáli fyrir framhaldsnám lækna á sjúkra- húsinu að þurfa ekki að binda á annan tug unglækna í nætur- vinnu á hverjum tíma, auk þess að missa enn fleiri úr dagvinnu af því að þeir eru að fara eða koma af næturvakt. “ „Annað sem við erum að skoða er Landspítalann sem há- skólasjúkrahús, það eina með það hlutverk á landinu. Það eru vissar skyldur sem snúa að slíku sjúkrahúsi, þ.e. þjónusta við sjúka, menntun heilbrigðisstarfs- manna og stundun rannsókna. Engan þessara þriggja þátta má vanrækja, að öðrum kosti molnar háskólasjúkrahúsið innan frá. Þó við segjum oft að þessi störf séu samtvinnuð þarf að skil- greina betur skiptingu starfa í klínískri þjónustu, kennslu og rannsóknum. Það er mikið verk fyrir höndum nú, en Landspít- alamenn munu verða öflugir í að byggja upp innviði sjúkrahúss- ins á ný, fái þeir umboð til þess“ segir hann. Friðbjörn segir tvennt standa upp úr í vinnu nefndarinnar hingað til. „Það kemur æ betur í ljós hversu stór hluti vandræða Landspítala stafar af óhentugu húsnæði. Forsenda sameiningar spítalanna fyrir rúmum 13 árum var að koma spítalanum undir eitt þak. Ekkert bólar hins vegar á nýjum spítala og er líklegt að það verði nú skoðað af fullri alvöru að raða upp í húsin á nýtt þannig að öll bráðastarfsemi verði á einum stað. Það er þó ljóst að slíkar tilfæringar verða ófull- nægjandi og verulega kostnaðar- samar,“ segir Friðbjörn. „Þá rekumst við endurtekið á það hversu mikilvægt það er að fá fullvissu um það frá stjórnvöld- um að nú sé botninum náð. Enn er mörgum ekki ljóst hvort við eigum von á því að heilbrigðis- kerfið eigi eftir að sökkva dýpra. Þetta skiptir sköpum varðandi það hvort fólk vilji vinna á Land- spítala. Það er skortur á heil- brigðisstarfsfólki víða á Vestur- löndum og hafa Íslendingar í þessum geira verið eftirsóttir vegna menntunar sinnar og færni. Það er því lykilatriði að skýr skilaboð komi frá ráða- mönnum um að viðreisn Land- spítala sé hafin. Við auglýsum því eftir þjóðarsátt um heilbrigð- iskerfið,“ segir Friðbjörn. Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti7. Friðbjörn Sigurðsson, yfirlæknir almennra lyflækninga Auglýsum eftir þjóðar- sátt um heilbrigðiskerfið Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum, óttast að hlut- irnir fari á enn verri veg innan fárra mánaða verði ekkert að gert, manneklan sé slík. Ljósmynd/Hari Friðbjörn Sigurðsson yfirlæknir almennra lyflækninga. Það er því lykilatriði að skýr skila- boð komi frá ráðamönnum um að viðreisn Landspítala sé hafin. Nýrnalækningar á Íslandi Alls eru 70 sjúklingar í skil- unarmeðferð. Fjöldi nýrna- ígræðslna hefur verið 13 á ári að meðaltali, þar af 8 ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum hér á Landspítala og 5 frá látnum gjöfum á Sa- hlgrenska-háskólasjúkra- húsinu í Gautaborg. Þeir sem gangast undir ígræðslu í Gautaborg koma heim um viku síðar og er umsjón með- ferðar þeirra í höndum nýrna- lækna Landspítala eftir það. Heimsóknir á göngudeild nýrnalækninga hafa verið um 2000 á ári. Auk þeirra eru sjúklingar á legudeild og nýrnalæknar veita jafnframt ráðgjöf vegna nýrnasjúkdóma og skyldra vandamála á öðrum legudeildum Land- spítala og til annarra heil- brigðisstofnana á Íslandi, þar á meðal til Heilsugæslunnar. Lítið framboð er á þjónustu nýrnalækna á Íslandi utan Landspítala. 32 fréttaskýring Helgin 15.-17. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.