Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 33
Hvað felst í Skráargatinu? Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Veldu Skráargatið Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -1 5 3 9 Lestu meira um Skráargatið á skraargat.is Framhald á næstu opnu breytingum á þörfum sjúklinga og samfélags,“ segir Runólfur. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar Hann segir að endurskoða þurfi alla starfsemi spítalans í takt við breytta þörf sem sprottið hefur upp úr breyttri samfélagsgerð. Öll heil- brigðiskerfi vestrænna ríkja séu að fást við það sama: eldri þjóð með aukna byrði vegna langvinnra sjúk- dóma. Því hefur víða verið brugðist við með aukinni áherslu á þjónustu almennra lyflækninga fremur en að byggja alfarið á sérhæfðri læknis- þjónustu. „Þessi hugmyndafræði er á byrjunarreit hér og hefur jafnvel mætt andstöðu. Að mínu mati hefur það aukið á vanda lyflækninga- sviðs og átt þátt í hruni framhalds- námsins. Við horfðumst líka í augu við nýlega vinnutímatilskipun frá Evrópusambandinu sem öll önnur lönd mættu með fjölgun lækna. Við gerðum ekkert og héldum að vandamálið myndi leysast af sjálfu sér – sem það gerir að sjálfsögðu ekki,“ segir hann. „Því miður virðist hafa verið vanrækt að bregðast við yfirvofandi vanda Landspítala um árabil þrátt fyrir aðvörun margra aðila. Það er ekki hægt að horfa fram hjá ábyrgð stjórnvalda og stjórnenda spítalans á undanförnum árum en margir aðrir eiga hlut að máli og þar erum við læknar ekki undanskildir. Oft á tíðum hefur virst sem hagsmunir einstakra starfseininga hafi ráðið för fremur en hagsmunir sjúkra- hússins í heild,“ segir hann. „Þetta vandamál er margþætt en eitt er víst að ef ekkert verður að gert, mun mannekla í röðum lækna fara vaxandi og við þurfum ef til vill að senda fólk til útlanda í aðgerðir og önnur meðferðarúrræði, sem er bæði dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni. Ég hef heyrt rætt um að til greina komi að ráða hingað erlenda lækna. Ég hef ekkert á móti því en hef jafnframt litla trú á því að það takist. Hvers vegna ættu hæfir læknar að koma hingað þegar læknaskortur er í löndum þar sem starfsaðstæður eru miklu betri og launin hærri, svo sem á hinum Norðurlöndunum eða í Bretlandi?“ spyr Runólfur. „Við verðum að bæta starfskjörin hér ef við ætlum að fá hæfa lækna til starfa.“ Hann segir að vissulega séu ákveðin tækifæri falin í því að starfa hér á landi. „Einmitt vegna þess að hér eru margvísleg tæki- færi til að láta gott af sér leiða og stuðla að framþróun. Vísindastarf er að mörgu leyti gott og mikil efni- viður til rannsókna fyrir hendi en það skortir verulega á fullnægjandi stuðning við þá sem stunda vísinda- rannsóknir.“ Lykilatriði að byggja upp fram- haldsnámið að nýju Runólfur segir lykilatriði fyrir endurreisn lyflækningasviðs Landspítalans að framhaldsnám í lyflækningum verði byggt upp að Yfirlæknir á lyflækningasviði segir yfirvöld hafa vanrækt að bregðast við vanda sptítalans. við erum 33 Helgin 15.-17. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.