Fréttatíminn - 15.11.2013, Page 38
þegar ég tók í spil á árum áður að
stutt var í fíknina. Það varð þó aldrei
vandamál.
Ég er líka spennufíkill. Þarf til
dæmis alltaf að fara upp í hæstu
byggingar, þar sem ég kem. Eins
logandi lofthræddur og ég er. Það er
alveg furðulegt að hegða sér svona.
Eftir að ég kom heim eftir áfallið
í Austurríki þróaði ég með mér enn
eina fíknina, kynlífsfíkn. Ég hafði
ekkert að gefa konum, nákvæmlega
ekki neitt, en svaf eigi að síður hjá
þeim. Það varð ákveðin fíkn. Þetta
lagaðist með tímanum og kynlífs-
fíknin hefur svo sem ekki plagað
mig gegnum tíðina. Samt finn ég að
hún liggur undir niðri.
Datt í það með Spandau Ballet
Ég var edrú í tvö og hálft ár eftir
meðferðina á Staðarfelli. Það var
dásamlegur tími og mér leið rosa-
lega vel. Síðan féll ég.
Aðdragandinn að því var sá að ég
var sendur til Amsterdam í Hollandi
haustið 1985 að lýsa Evrópuleik hjá
FH í handbolta og þaðan átti ég að
fara áfram til Frakklands að lýsa æf-
ingaleikjum hjá landsliðinu.
Þórarinn Ragnarsson, blaðamað-
ur á Mogganum, var með mér í þess-
ari ferð og eftir að við höfðum farið
saman út að borða fyrsta kvöldið fór
ég á undan heim á hótel. Var eitt-
hvað illa upplagður. Ég hafði engin
áform um að fá mér í glas en af ein-
hverjum ástæðum, sem ég átta mig
ekki á, kom ég við á litlum dansstað
á leiðinni. Fékk mér kók. Það var
ekkert um að vera á staðnum, bara
ein stelpa á barnum og starfsfólkið.
Þar sem ég sat þarna í rólegheit-
unum með kókið stormaði inn hóp-
ur manna og kvenna og á þeim var
mikill sláttur. Var þar komin breska
poppsveitin Spandau Ballet, sem
naut mikillar lýðhylli á níunda ára-
tugnum, ásamt einhverjum þrjátíu
aðdáendum.
Þeim fannst þessi einmanalegi ná-
ungi með kókið við barinn greinilega
eitthvað spennandi þannig að kallað
var á mig. Hvort það voru poppar-
arnir sjálfir eða aðdáendurnir veit ég
ekki. Nema hvað, þeir fóru að spyrja
mig spjörunum úr og fannst alveg
meinfyndið að ég væri frá Íslandi.
Þessir menn voru greinilega á ein-
hverju öðru og sterkara en áfengi
og mér boðið ýmislegt án þess að
tilgreint væri sérstaklega hvað það
átti að vera. Ég afþakkaði það enda
ekkert verið í fíkniefnum.
Það var svo sem allt í lagi að hlusta
á og spjalla við þetta fólk. Ég ílentist
fyrir vikið á staðnum og að því kom
að stíflan brast, ég pantaði tvöfaldan
viskí í kók. Eftir þrjú glös dreif ég
mig heim á hótel, þar sem ég hitti
einhverja stelpu og bauð henni í glas
á barnum. Það æxlaðist þannig að
hún fór með mér upp á herbergi.
Um morguninn gekk ekkert að
vekja mig, þannig að Tóti gafst bara
upp og fór á undan mér til Frakk-
lands. Þegar ég loksins rankaði við
mér áttaði ég mig á því að stelpan
hafði stolið af mér öllum pening-
unum. Þá hafði hún verið þarna í
þeim erindagjörðum, ég alltaf jafn
grunlaus.
Nú voru góð ráð dýr en það varð
mér til happs að Heimir Karlsson,
sem síðar varð stórvinur minn, var í
Rotterdam að spila fótbolta með Ex-
celsior og tókst mér að ná sambandi
við hann gegnum Begga Guðna.
Brást Heimir hratt og örugglega við,
eins og hans er von og vísa, keyrði
til Amsterdam og mætti upp á hót-
el ásamt Pétri Péturssyni, sem líka
var atvinnumaður í Rotterdam, hjá
Feyenoord. Þeir voru svo almenni-
legir að lána mér peninga svo ég
gæti borgað hótelreikninginn og
komist áfram til Lyon í Frakklandi
daginn eftir.
Leystur undan verkefnum
hjá RÚV
Við komuna til Lyon kom í ljós að
tvö hótel með sama nafni eru í borg-
inni og mér tókst auðvitað að veðja á
rangan hest. Þar sem ég stóð þarna
í lobbíinu, búinn að átta mig á mis-
tökunum en heldur að ná heilsu,
stormaði þá ekki Spandau Ballet-
flokkurinn inn ásamt fríðu föruneyti.
Grínlaust.
„Hemmi our friend, nice to see
you. How are you doing?“
Á því augnabliki var ég sannfærð-
ur um að ég væri kominn með deliri-
um tremens. Lái mér hver sem vill!
Hverjar eru líkurnar á því að rekast
á sömu hljómsveitina með tveggja
daga millibili – í sitthvoru landinu?
Spandau Ballet reyndist vera á mik-
illi þeysireið um Evrópu og svo ótrú-
lega hittist á að þeir voru akkúrat á
sömu leið og ég.
Hremmingar mínar í Hollandi
urðu til þess að ég hafði misst af
fyrsta leik íslenska landsliðsins í
Frakklandi og þegar ég hringdi
heim á fréttastofu var mér tjáð að
búið væri að leysa mig undan verk-
efninu og senda annan mann út,
Ragnar Örn Pétursson. Það þótti
mér ömurlegt. Vissulega hafði ég
runnið til á svellinu en um æfinga-
leiki var að ræða og enginn stórskaði
þótt ég hefði misst af fyrsta leiknum
af fjórum. Nú var ég klár í slaginn.
Ég fékk samband við Margréti
Indriðadóttur fréttastjóra og kvaðst
hún ekki hafa vitað af þessu, Kári
Jónasson hefði tekið ákvörðunina.
Ég féll alveg saman og Margréti
þótti þetta ákaflega leitt. Það sem
mér sárnaði mest var að enginn
skyldi tala við mig áður en ákvörð-
unin var tekin, það var ekki eins
og þetta væri úrslitaleikur í heims-
meistarakeppni.
Fannst ég hafa brugðist öllum
Ég gat ekki hugsað mér að fara á
leikina, rölti þess í stað bara milli öld-
urhúsa. Eftir síðasta leikinn höfðu
kollegarnir uppi á mér, fulltrúar ann-
arra fjölmiðla, Þórarinn Ragnarsson
Mogganum, Sigmundur Ó. Steinars-
son Tímanum, Gylfi Kristjánsson DV
og eflaust einhverjir fleiri. Þá var ég
búinn að taka ákvörðun – ég ætlaði
aldrei aftur heim til Íslands. Mér
fannst ég hafa brugðist öllum og þá
aðallega sjálfum mér. Mig langaði
ekki að detta í það og gat ekki fyrir-
gefið mér það.
Strákunum tókst með lagni að telja
mig á að koma með sér til Amster-
dam en millilenda átti þar á leiðinni
heim. Þar væri miklu betra að vera.
Þegar til Hollands var komið fóru
þeir betur yfir málið, hvort ég vildi
nú ekki bara koma með þeim alla leið
heim. Það væri ekkert spennandi að
vera einn og blankur í Hollandi. Ég
gat fallist á það og flaug með þeim til
Íslands. Þeir höfðu gert ráðstafanir
til að koma mér beint inn á Vog, sáu
að ég var mjög ósáttur við að hafa
skrikað fótur.
Sálarlífið í tætlum á Vogi
Mér leið ömurlega á Vogi. Heimur-
inn hafði hrunið yfir mig eftir þetta
skipbrot og ég átti ekkert að gefa eða
þiggja. Sálarlífið var í tætlum. Ég var
bara Júdas, hafði svikið allt og alla og
aðallega sjálfan mig.
Minn gamli félagi Óttar Guð-
mundsson var að vinna sem læknir
á Vogi á þessum tíma. Hann þekkti
vel til mín og freistaði þess að byggja
mig upp. Ég man að Óttar skrifaði
upp á töflu hvert afrekið af öðru sem
honum þótti ég hafa unnið í lífinu,
alls einhver 20 atriði muni ég rétt. Ég
hefði orðið margfaldur Íslandsmeist-
ari í fótbolta, markakóngur, lands-
liðsmaður í handbolta og fótbolta,
vinsæll í útvarpi og meira að segja
fegurðarkóngur á Jaðri, reyndar und-
ir kolvitlausum formerkjum.
Ég renndi yfir listann en sá ekkert
merkilegt. Fannst þetta bara hjóm.
Þá sagði Óttar. „Sjáðu til Hemmi,
hefði einhver hérna á Vogi náð þess-
um árangri í lífinu, þó ekki væri
nema broti af þessu, þá yrði hann
edrú eftir dvölina hérna!“
Ég opnaði augun aðeins – en lok-
aði þeim svo bara aftur. Sjálfsfyrir-
litningin var svo mikil. Ég skildi ekki
þessa nálgun Óttars á þessum tíma
en eftir því sem ég hef með árunum
orðið sáttari við sjálfan mig gengur
mér betur að skilja hvað hann var
að fara.
Smám saman náði ég vopnum
mínum í meðferðinni og eftir dvölina
á Vogi var ég ágætlega stemmdur.
Hélt að hann væri hættur að
vinna í fjölmiðlum
Þegar ég kom úr málamyndameð-
ferðinni 1979 var ég látinn skrifa
undir plagg á útvarpinu þess efnis
að drykki ég aftur í vinnunni yrði
mér sagt upp. Mér fannst það svo
sem aldrei sanngjarnt, ég var ekki
eini maðurinn sem átti í erfiðleikum
með áfengi á þeim vinnustað, en lét
mig hafa það að skrifa undir. Átti svo
sem engra kosta völ.
Þetta þýddi að þegar ég kom út af
Vogi vorið 1985 þurfti Markús Örn
Antonsson, þáverandi útvarpsstjóri,
að segja mér upp. Honum var þvert
um geð að framfylgja því ákvæði,
það hefur hann margsagt mér, en
varð eigi að síður að gera það. Ég
kunni alltaf ágætlega við Markús
Örn án þess þó að ná neinu sérstöku
sambandi við hann. Ætli hann hafi
ekki verið beittur þrýstingi í þessu
máli. Þetta átti að verða öðrum víti
til varnaðar.
Það hefði verið fáliðað á fréttastof-
unni þegar hún var í Landssímahús-
inu, að sögn Sigga Sig og Jóns Múla
Árnasonar, ef aðrir hefðu skrifað
undir samskonar yfirlýsingu og ég.
Ég fékk að klára tvo íþróttaþætti á
laugardegi um vorið og kveðja hlust-
endur. Það var mjög eftirminnilegt,
ekki síst fyrir þær sakir að Kristinn
R. Ólafsson, sem ég hafði beitt mér
fyrir að yrði ráðinn fréttaritari Ríkis-
útvarpsins í Madríd, kom með mikla
drápu um samskipti okkar. Ótrúleg-
ur maður, Kristinn.
Ég fór alls ekkert ósáttur út í vorið
enda var ég með mitt sæti í Sumar-
gleðinni tryggt og hafði nóg að gera
um sumarið. Um veturinn var ég í
lausamennsku og nýtti tímann til
að vinna í mínum málum og styrkja
sjálfan mig. Svo tók Sumargleðin aft-
ur við sumarið 1986. Ég var ekkert
að hugsa um fjölmiðla. Fannst lík-
legra en hitt að þeim kafla í lífi mínu
væri lokið.
Það var öðru nær.
Eftir að ég
kom heim
eftir áfallið
í Austurríki
þróaði ég
með mér
enn eina
fíknina,
kynlífsfíkn.
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ
Útgáfuhóf / Book launch
Laugardaginn 16 nóvember · Kl. 14 -16
Gérard Lemarquis:
Reykjavik
Cultural Guide
The country‘s entire population is contained within a single telephone
directory, and every Icelander contains within his or her head a mental list
of about 2,000 names that are refreshed each day by opening the
newspaper, listening to the radio or meeting acquaintances at the bakery.
[...] Those who wish to live without being constantly recognized have
to move abroad.
hverjir væru vinir mínir og hverjir ekki. Það var
töluvert áfall. Margir þeirra vina, sem ég taldi að
væru mér nánastir, voru þegar á reyndi alls engir
vinir mínir. Voru í besta falli skemmtanafélagar.
Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég átti alls
ekki marga trúnaðarvini. Þegar allt kemur til alls
er þó líklega betra að eiga fáa vini og trausta en
marga og ótrygga. Sennilega er heldur ekkert gott
að vera of vinmargur, því fleiri sem vinirnir verða
þeim mun flóknara verður fyrir þig að koma til
móts við þá og öfugt.
Þessi uppgötvun hafði þau jákvæðu áhrif að allar
götur síðan hef ég valið mína vini sjálfur, fram að
þessu völdu þeir mig.
Mér hefur orðið tíðrætt í þessari bók um aldavini
mína, Berg Guðnason og Halldór Einarsson, sem
aldrei hafa brugðist mér, en ég nefni líka í þessu
sambandi trúnaðarvini mína Ómar Ragnarsson
og Rúnar Júlíusson sem sannarlega hafa reynst
mér betri en enginn. Ég kem betur að þeim síðar.
Ég gerði upp við fleira en áfengið á Staðarfelli.
Ég er fjölfíkill í eðli mínu og fann það til dæmis
Hemmi datt í það og
var leystur undan
verkefnum hjá RÚV.
Hermann Gunnarsson ungur að árum við ritvélina.
38 bækur Helgin 15.-17. nóvember 2013