Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 48
Hollari jólabakstur!
heilsunnar vegna
Sukrin vörurnar fást í eftirfarandi verslunum:
Krónan · Nóatún · Kjarval · Fjarðarkaup · Hagkaup · Nettó · Melabúðin og betri matvöruverslunum landsins.
∙ Burt með
hveiti og sykur
∙ Sukrin
bökunarvörur
heilsunnar vegna
∙ LKL vænt
∙ Uppskriftir á
sukrin.is
Eftir hrunið fékk orðið „útrás“
á sig afar neikvæðan blæ. Menn
töldu ólíklegt að íslensk fyrir-
tæki færu í útrás á næstunni.
En nú er þó hafin ný útrás, og
ekki aðeins á sviði tölvuleikja!
Bókaútgáfan Sögur hefur frá því
í fyrra gefið út fjölda líflegra og
myndríkra fótboltabóka hér á Ís-
landi, og er nú að hasla sér völl
erlendis með þessar bækur – og
fleiri.
Bækurnar sem komu út í fyrra
voru um snillingana Messi, Cris-
tiano Ronaldo og Zlatan, og svo
þrjú af stærstu félögum heims,
Real Madrid,
Barcelona og
Manchester
United. Bæk-
urnar skrifaði
Illugi Jökuls-
son sem jafn-
framt hefur
mótað hug-
myndafræði
bókanna.
Hug-
myndin með
bókunum er
í stuttu máli
sú að fræða
áhugafólk,
jafnt ungt fólk
sem fullorðna
um fótbolta
og fótboltahetjur á skemmti-
legan hátt og mæltust þær afar
vel fyrir. Þær eru skrifaðar á að-
gengilegan hátt, á vönduðu máli
en þó við hæfi efnisins. Eftir fyr-
irspurn frá Svíþjóð komu bæk-
urnar út í nóvember á sænsku,
hjá sænskri systurútgáfu Sagna,
sem ber nafnið Katla, og þá má
segja að boltinn hafi farið að
rúlla. Nú nýlega komu bæk-
urnar út í Noregi og eru þær til
skoðunar í nokkrum löndum
víðsvegar um heiminn. Sætir þá
mestum tíðindum að útlit er fyrir
að þær komi út í Bandaríkjunum
snemma á næsta ári.
Fleiri bækur eru nú komnar
út eða rétt ókomnar. Í Svíþjóð er
komin út bók um sænska lands-
liðið en það spilar í dag til úrslita
við Portúgal um laust sæti á HM
á næsta ári. Bók um Liverpool
kemur út bæði í Svíþjóð og á
Íslandi í byrjun desember og í
Svíþjóð kemur einnig út bók um
Malmö FF sem Max Wiman,
blaðamaður á Sydsvenskan,
skrifaði. Max hefur fylgst með
og skrifað um Malmö FF í 40 ár.
Á Íslandi
kom bókin
um íslenska
landsliðið út
á dögunum.
Auk þessara
titla eru um
10 -15 nýir
titlar í smíð-
um fyrir
mismunandi
markaði.
Þessa
stundina
situr Illugi
sveittur við
og leggur
síðustu hönd
á bók um
bandaríska
landsliðið en hún kemur út hjá
rótgróinni útgáfu í Bandaríkj-
unum á næsta ári. Illugi mun hér
eftir sem hingað til skrifa flestar
en auk hans sjá þeir Björn Þór
Sigbjörnsson, Helgi Hrafn Guð-
mundsson og áðurnefndur Max
Wiman um að skrifa.
Á næsta eru einnig væntan-
legar bækur um stjörnur liðinna
tíma auk íslenskra stjarna í
bland. Bækur um bestu lands-
lið í heimi munu einnig vera
áberandi.
KYNNING
Fótbolti á
mannamáli
K róatíska lands-liðið situr í 18. sæti á styrkleikalista
Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins, FIFA, en íslenska
liðið er í 46. sæti. Króatar
duttu niður um átta sæti á
listanum þegar hann var
síðast birtur en Íslendingar
fóru upp um átta sæti. Besti
árangur króatíska lands-
liðsins var þegar það hafnaði
í þriðja sæti á HM í Frakk-
landi 1998.
Þjálfari króatíska lands-
liðsins er Niko Kovac sem
gerði garðinn frægan sem
leikmaður á árum áður.
Hann er nýtekinn við liðinu
af Igor Stimac, annarri
gamalli hetju, sem þótti
ekki skila nægilega góðum
árangri.
Fyrirliði Króata er Darijo
Srna, leikmaður Shakhtar
Donetsk í Úkraínu. Hann er
31 árs en á þó að baki 108
landsleiki. Srna er seigur á
hægri vængnum og leiðir
sína menn.
Með Srna í vörninni
er Dejan Lovren sem
vakið hefur mikla
athygli fyrir framgöngu
sína með Southampton
í vetur. Lovren er ekki
nema 24 ára en spilar
eins og þraut-
reyndur mið-
vörður.
Leik-
stjórnandi
Króata er
Luka Mo-
dric sem
spilar
með Real
Ma-
drid á
Spáni.
Mo-
dric er ótrúlega klókur leik-
maður og kann að búa til
færi fyrir félaga sína. Hann
er leikmaður sem getur gert
gæfumuninn í leikjum eins
og nú fara í hönd svo Íslend-
ingar þurfa að hafa góðar
gætur á honum. Annar
kunnur leikmaður á miðj-
unni er Niko Kranjcar sem
um tíma lék með Modric hjá
Tottenham. Kranjcar leikur
nú með QPR.
Aðalframherji liðsins
er Mario Madzukic, leik-
maður Bayern München í
Þýskalandi. Hann er frábær
skallamaður og mikill
markaskorari. Íslensku
varnarmennirnir þurfa að
vera vel vakandi til að halda
Mandzukic í skefjum. Auk
hans geta Króatar hóað
í Eduardo sem eitt sinn
lék með Arsenal. Þar er
hans reyndar helst minnst
fyrir slæmt fótbrot. Eduardo
spilar nú í Úkraínu.
Hann hefur skor-
að í um það bil
helmingi lands-
leikja sinna
og gæti reynst
Íslendingum
skeinuhættur.
-hdm
Stórar stjörnur
koma í heimsókn
Króatíska landsliðið sem mætir á Laugardalsvöll í kvöld
er vel mannað. Þrír leikmenn í hópnum hafa leikið yfir
hundrað landsleiki og tvær stærstu stjörnurnar eru
metnar hærra en allt íslenska liðið samanlagt.
Darijo Srna
31 árs / Shakhtar Donetsk
108 landsleikir/20 mörk
Dejan Lovren
24 ára / Southampton
21 landsleikur/2 mörk
Niko Kranjcar
29 ára / QPR
81 landsleikur/16 mörk
Eduardo
30 ára / Shakhtar Donetsk
60 landsleikir/29 mörk
Luka Modric
28 ára
Real Madrid
70 landsleikir
8 mörk
Mario Mandzukic
27 ára
Bayern München
44 landsleikir
12 mörk
48 landsleikurinn Helgin 15.-17. nóvember 2013