Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 48

Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 48
Hollari jólabakstur! heilsunnar vegna Sukrin vörurnar fást í eftirfarandi verslunum: Krónan · Nóatún · Kjarval · Fjarðarkaup · Hagkaup · Nettó · Melabúðin og betri matvöruverslunum landsins. ∙ Burt með hveiti og sykur ∙ Sukrin bökunarvörur heilsunnar vegna ∙ LKL vænt ∙ Uppskriftir á sukrin.is Eftir hrunið fékk orðið „útrás“ á sig afar neikvæðan blæ. Menn töldu ólíklegt að íslensk fyrir- tæki færu í útrás á næstunni. En nú er þó hafin ný útrás, og ekki aðeins á sviði tölvuleikja! Bókaútgáfan Sögur hefur frá því í fyrra gefið út fjölda líflegra og myndríkra fótboltabóka hér á Ís- landi, og er nú að hasla sér völl erlendis með þessar bækur – og fleiri. Bækurnar sem komu út í fyrra voru um snillingana Messi, Cris- tiano Ronaldo og Zlatan, og svo þrjú af stærstu félögum heims, Real Madrid, Barcelona og Manchester United. Bæk- urnar skrifaði Illugi Jökuls- son sem jafn- framt hefur mótað hug- myndafræði bókanna. Hug- myndin með bókunum er í stuttu máli sú að fræða áhugafólk, jafnt ungt fólk sem fullorðna um fótbolta og fótboltahetjur á skemmti- legan hátt og mæltust þær afar vel fyrir. Þær eru skrifaðar á að- gengilegan hátt, á vönduðu máli en þó við hæfi efnisins. Eftir fyr- irspurn frá Svíþjóð komu bæk- urnar út í nóvember á sænsku, hjá sænskri systurútgáfu Sagna, sem ber nafnið Katla, og þá má segja að boltinn hafi farið að rúlla. Nú nýlega komu bæk- urnar út í Noregi og eru þær til skoðunar í nokkrum löndum víðsvegar um heiminn. Sætir þá mestum tíðindum að útlit er fyrir að þær komi út í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Fleiri bækur eru nú komnar út eða rétt ókomnar. Í Svíþjóð er komin út bók um sænska lands- liðið en það spilar í dag til úrslita við Portúgal um laust sæti á HM á næsta ári. Bók um Liverpool kemur út bæði í Svíþjóð og á Íslandi í byrjun desember og í Svíþjóð kemur einnig út bók um Malmö FF sem Max Wiman, blaðamaður á Sydsvenskan, skrifaði. Max hefur fylgst með og skrifað um Malmö FF í 40 ár. Á Íslandi kom bókin um íslenska landsliðið út á dögunum. Auk þessara titla eru um 10 -15 nýir titlar í smíð- um fyrir mismunandi markaði. Þessa stundina situr Illugi sveittur við og leggur síðustu hönd á bók um bandaríska landsliðið en hún kemur út hjá rótgróinni útgáfu í Bandaríkj- unum á næsta ári. Illugi mun hér eftir sem hingað til skrifa flestar en auk hans sjá þeir Björn Þór Sigbjörnsson, Helgi Hrafn Guð- mundsson og áðurnefndur Max Wiman um að skrifa. Á næsta eru einnig væntan- legar bækur um stjörnur liðinna tíma auk íslenskra stjarna í bland. Bækur um bestu lands- lið í heimi munu einnig vera áberandi. KYNNING Fótbolti á mannamáli K róatíska lands-liðið situr í 18. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, en íslenska liðið er í 46. sæti. Króatar duttu niður um átta sæti á listanum þegar hann var síðast birtur en Íslendingar fóru upp um átta sæti. Besti árangur króatíska lands- liðsins var þegar það hafnaði í þriðja sæti á HM í Frakk- landi 1998. Þjálfari króatíska lands- liðsins er Niko Kovac sem gerði garðinn frægan sem leikmaður á árum áður. Hann er nýtekinn við liðinu af Igor Stimac, annarri gamalli hetju, sem þótti ekki skila nægilega góðum árangri. Fyrirliði Króata er Darijo Srna, leikmaður Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Hann er 31 árs en á þó að baki 108 landsleiki. Srna er seigur á hægri vængnum og leiðir sína menn. Með Srna í vörninni er Dejan Lovren sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína með Southampton í vetur. Lovren er ekki nema 24 ára en spilar eins og þraut- reyndur mið- vörður. Leik- stjórnandi Króata er Luka Mo- dric sem spilar með Real Ma- drid á Spáni. Mo- dric er ótrúlega klókur leik- maður og kann að búa til færi fyrir félaga sína. Hann er leikmaður sem getur gert gæfumuninn í leikjum eins og nú fara í hönd svo Íslend- ingar þurfa að hafa góðar gætur á honum. Annar kunnur leikmaður á miðj- unni er Niko Kranjcar sem um tíma lék með Modric hjá Tottenham. Kranjcar leikur nú með QPR. Aðalframherji liðsins er Mario Madzukic, leik- maður Bayern München í Þýskalandi. Hann er frábær skallamaður og mikill markaskorari. Íslensku varnarmennirnir þurfa að vera vel vakandi til að halda Mandzukic í skefjum. Auk hans geta Króatar hóað í Eduardo sem eitt sinn lék með Arsenal. Þar er hans reyndar helst minnst fyrir slæmt fótbrot. Eduardo spilar nú í Úkraínu. Hann hefur skor- að í um það bil helmingi lands- leikja sinna og gæti reynst Íslendingum skeinuhættur. -hdm Stórar stjörnur koma í heimsókn Króatíska landsliðið sem mætir á Laugardalsvöll í kvöld er vel mannað. Þrír leikmenn í hópnum hafa leikið yfir hundrað landsleiki og tvær stærstu stjörnurnar eru metnar hærra en allt íslenska liðið samanlagt. Darijo Srna 31 árs / Shakhtar Donetsk 108 landsleikir/20 mörk Dejan Lovren 24 ára / Southampton 21 landsleikur/2 mörk Niko Kranjcar 29 ára / QPR 81 landsleikur/16 mörk Eduardo 30 ára / Shakhtar Donetsk 60 landsleikir/29 mörk Luka Modric 28 ára Real Madrid 70 landsleikir 8 mörk Mario Mandzukic 27 ára Bayern München 44 landsleikir 12 mörk 48 landsleikurinn Helgin 15.-17. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.