Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Side 54

Fréttatíminn - 15.11.2013, Side 54
H jónin María Krista Hreiðarsdóttir, iðn- og grafískur hönnuður, og Börkur Jónsson vélfræðingur búa með börnum sínum þremur að Brúsastöðum II, í sveitinni rétt fyrir utan Hafnarfjörð og reka þar hönnunargalleríið Krista Design. Í framleiðslu sinni leggja þau mikla áherslu á hönnun nytjahluta og skrautmuna úr efnum sem eru óvenjuleg og oft endurnýtt. „Við reynum að búa til fallega hluti úr óaðlaðandi efnum eins og gúmmíi og gólfdúkum og stundum úr parketti,“ segir María Krista en þau hjónin framleiða allar vörurnar sjálf og selja í verslunum en eru alltaf með opið hús hjá sér að Brúsastöðum á miðvikudögum. Þegar kemur að heimilinu er endurnýting einnig í fyrirrúmi og er uppáhalds húsgagn Maríu antíkskápur sem þau hjónin fundu á eyðibýli fyrir mörgum árum og gerðu upp. „Skápurinn var í slæmu ástandi þá en við fengum leyfi til að hirða hann. Það var búið að vaxbera hann einu sinni og þetta var greinilega gamall fataskápur. Hann var mál- aður fjólublár og við þurftum að afsýra hann til að finna upprunalega litinn,“ segir hún. Þau hjónin hafa flutt skápinn með sér á milli þriggja heimila og alltaf gert útlitsbreytingu á honum í hvert sinn. „Núna erum við búin að kalkbera skápinn svo hann er hvítur. Þó hann sé eldgamall er hann alltaf í takt við tískuna.“ Núna gegnir skápurinn því hlutverki að geyma diska og bolla en eftir að María Krista fékk brennandi áhuga á lágkolvetna mataræði stofnaði hún bloggsíðu þar sem hún deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum og á því gott úrval af diskum til að mynda kræsingarnar á. „Ég er alltaf að sanka að mér mismunandi kökudiskum svo það sé ekki alltaf sami diskurinn á mynd- unum á blogginu. Þegar ég fer til útlanda kaupi ég ekki lengur skó, heldur konfektmót og möffinskökuform. Það er alltaf þannig hjá mér – allt eða ekkert.“ María Krista ætlaði sér aldrei að gefa uppskriftirnar út á bók, heldur að láta bloggsíðuna nægja en eftir að hafa fengið hvatningu víðs vegar að ákvað hún að láta slag standa og í næstu viku kemur út fyrsta bókin hennar, Brauð & eftirréttir Kristu. Bókin er heilar 140 síður og eins og nafnið gefur til kynna, inniheldur hún aðallega uppskriftir að brauði og eftir- réttum. „Það kunna flestir að elda steik með bernaise-sósu svo mér finnst um að gera að kenna eitthvað annað.“ Uppskriftirnar henta jafnt sem millimál, nesti, í barnaafmæli eða saumaklúbbinn. Áhugi Maríu Kristu á léttkolvetna mat- aræði kviknaði fyrst þegar dóttir hennar ákvað að prufa að skipta um mataræði og hætta að borða hveiti vegna glútenóþols. Þá er sonur Maríu Kristu með ofnæmi fyrir hveiti. „Ég hafði heyrt af léttkolvetna mataræðinu og fór á kynningu hjá Gunn- ari Má Sigfússyni rétt áður en fyrsta LKL bókin hans kom út og fannst þetta svolítið sniðugt og velti því fyrir mér hvort ég væri jafnvel með einhvers konar óþol líka úr því tvö barnanna mín væru það. Svo prófaði ég þetta mataræði og það svínvirkaði.“ María Krista fann mikinn mun á sér er nú laus við ýmsa kvilla sem henni hafði ekki tekist að losna við með öðru mataræði. „Það er alveg málið fyrir mig að sleppa hveitinu. Ég tel að sykur- og hveitilaust mataræði sé gott fyrir alla, hvort sem fólk er á einhverjum kúr eða ekki. Við höfum öll gott að því að sleppa sykrinum.“ Nánari upplýsingar um hönnun Maríu Kristu og Barkar má nálgast á vefnum internet.is/brusastadir/kristadesign/ og á Facebook-síðunni Krista Design Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is heimili Helgin 15.-17. nóvember 201354 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing María Krista Hreiðarsdóttir, hönn- uður og matarbloggari með meiru, sendir í næstu viku frá sér sína fyrstu bók, Brauð & eftirréttir Kristu. Bókin inniheldur fjölda ljúffengra uppskrifta án hveitis og sykurs. Eftir að mat- reiðsluáhuginn kviknaði hefur María Krista sankað að sér miklu magni af kökudiskum og bollum sem hún geymir í eldgömlum skáp sem hún og eiginmaður hennar fundu á eyðibýli. Fann uppáhalds húsgagnið á eyðibýli „Ég er alltaf að sanka að mér mis- munandi kökudiskum svo það sé ekki alltaf sami diskurinn á myndunum á blogginu. Þegar ég fer til útlanda kaupi ég ekki lengur skó, heldur konfektmót og möffinskökuform. Það er alltaf þannig hjá mér – allt eða ekkert.“ Skápurinn var áður fataskápur en nú gegnir hann því hlutverki að geyma diska, bolla, glös og fleira. Eftir að María Krista fékk brennandi áhuga á lágkolvetna mataræði stofnaði hún bloggsíðu þar sem hún deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum og á því gott úrval diska til að mynda góðgætið á. Ljósmynd/Hari. Í hönnun sinni endurnýtir María ýmis efni. Ljósakrónurnar fallegu á myndinni gerði hún úr sultukrukkum. Á borðstofu- borðinu er svo parkett. Ljósmynd/Hari. Gamall fataskápur sem María Krista og eiginmaður hennar fundu á eyðibýli er í miklu uppáhaldi. Þau hafa flutt skápinn á milli þriggja heimila og gert á honum útlitsbreytingu í hvert sinn. Skápurinn er hvítur núna og þó hann sé eldgamall er hann alltaf í takt við tískuna. Ljósmynd/Hari.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.