Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Side 58

Fréttatíminn - 15.11.2013, Side 58
heimili Helgin 15.-17. nóvember 201358 Margt fallegt á Handverki og hönnun Sýningin Handverk og hönnun stendur nú sem hæst í ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur á sunnudag. Má þar finna ýmislegt fallegt og gagnlegt til heimilisins, svo sem sápur frá Sælusápum, skálar og bolla, ullarteppi, púða, blómapotta, jólaskraut og húsgögn svo fátt eitt sé nefnt. Er þetta í tíunda sinn sem sýningin er haldin en sú fyrsta var árið 2006. Sýningunni í ár er skipt í tvo hluta sökum þess hve margar vandaðar umsóknir bárust. Fyrri hluti sýningarinnar stóð yfir frá 7. til 11. nóvember og stendur seinni hlutinn nú yfir. Sýnendur núna í nóvember eru níutíu talsins og koma hvaðanæva að. Á Handverki og hönnun er að finna ýmislegt fallegt til heimilisins. Þar á meðal þetta fallega ullar- teppi frá Steinunni Björgu Helgadóttur á Djúpavogi. Auður Inga Ingvarsdóttir á heiðurinn að þessum doppótta bolla. Hún er með vinnustofu á Korp- úlfsstöðum. Skálar úr smiðju Jónu Thors í Kjósarhreppi. Líflegar styttur eftir Helga Björnsson á Hvammstanga. Litríkt og fallegt teppi eftir Guðrúnu Bjarnadóttur, frá Árnesi við Andakílsár- virkjun. Bragi Baldursson á heiðurinn af þessu fallega jólaskrauti. Blómapottur frá Ólöfu Björk Oddsdóttur á Suðureyri.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.