Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 60
Á fangastöðum Icelandair í Kanada fjölgar úr tveimur í fjóra á næsta ári og þar af verður flogið allt árið um kring til Toronto og Edmonton. Yfir aðal- ferðamannatímann munu vélar Icelandair fljúga til Kanada sextán sinnum í viku en síðastliðið sumar voru ferðirnar að jafnaði ein á dag. Nýr loftferðasamningur milli ís- lenskra og kanadískra stjórnvalda er ein helsta ástæðan fyrir þessu stóraukna framboði á flugi til Kanada. Helmingur íbúanna fæddur í öðru landi Síðustu ár hefur Icelandair gert hlé á flugi sínu til Toronto yfir háveturinn. Í ár verður breyting á og þeir sem vilja heimsækja fjölmennustu borg landsins að vetrarlagi geta nú flogið þangað beint. Í Toronto er byggt hátt til að koma fleiri fyrir innan borgar- markanna og á strætum er margt um manninn. Kanada er hins vegar eitt strjálbýlasta land í heimi en þar búa um 34 milljónir manna. Á Toronto svæðinu eiga hins vegar um sex milljónir heima og nærri helmingur borgarbúa er ekki fæddur í Kanada. Borgin stendur því svo sannarlega undir heims- borgarnafnbótinni. Héraðshöfuðborg Nova Scotia, Halifax, hefur líka lengi verið hluti af leiðakerfi Icelandair. Hún er mun minni í sniðum en hinar þrjár en kemst reglulega á listi yfir byggilegustu borgir landsins. Há- skólasamfélagið setur sterkan svip á borgina og við höfnina er starf- ræktur elsti bændamarkaðurinn í N-Ameríku. Nýliðarnir En þó Halifax þykir ein besta kanadíska borgin til að búa í þá kemst Vancouver oft í eitt af efstu sætunum þegar búnir eru til listar yfir lífvænlegustu þéttbýli í heiminum. Borgin var líka ný- verið valin besta ferðamannaborg Kanada af lesendum tímaritsins Conde Nast Traveller. Það er því líklegt að margir íslenskir túristar nýti tækifærið næsta sumar og fljúgi beint til vesturstrandar Kan- ada þegar áætlunarflugið hefst þangað. Icelandair mun þó aðeins fljúga til Vancouver yfir sumar- mánuðina en öðru máli gegnir um Edmonton, höfuðborg Alberta fylkis. Þangað verður flogið allt árið en atvinnulíf borgarinnar blómstrar enda miklar náttúru- auðlindir í Alberta fylki. Borgar- búar eru því á faraldsfæti en þeir eru greinilega líka kaupglaðir heima fyrir því í Edmonton er að finna stærstu verslunarmiðstöð í N-Ameríku. Sú staðreynd hljómar sennilega vel í eyrum margra ís- lenskra ferðalanga. Reyndar hefur koma Icelandair til Alberta fylkis valdið nokkrum deilum milli forsvarsmanna flug- vallarins í Edmonton og stjór- nenda Air Canada flugfélagsins. Telja þeir síðarnefndu að mót- tökurnar sem íslenska félagið hefur fengið hjá flugmálayfir- völdum vera einum of góðar og hafa því í mótmælaskyni tekið af dagskrá beint flug til London yfir vetrarmánuðina. Sú ákvörðun olli töluverðu ergelsi í Edmonton, samkvæmt frétt Journal bæjar- blaðsins. Hvað sem því líður er ljóst að þeir sem vilja heimsækja Kanada á næsta ári geta valið úr mun fleiri ferðum og áfangastöðum en áður. 60 ferðalög Helgin 15.-17. nóvember 2013  Ferðalög kanada Meira en tvöfalt fleiri ferðir til Kanada Nýr loftferðasamningur gefur íslenskum ferðamönnum færi á að fljúga beint allt árið um kring til Kanada og mun oftar en áður. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bíla- leigubílum út um allan heim. Vancouver var nýverið valin besta ferðamannaborg Kanada. Í Edmonton er að finna stærstu versl- unarmiðstöð í N-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.