Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 68
Helgin 15.-17. nóvember 201368 tíska
Magnea
Einarsdóttir
á vinnustofu
sinni. Hægt
verður
að kaupa
hönnun
hennar fyrir
þessi jól.
Ljósmynd/Hari
Vill að fólk hugsi
öðruvísi um prjón
Magnea Einarsdóttir lauk sínu fatahönnunarnámi í London í fyrra og mun selja haustlínuna sína
hjá Guðmundi Jörundssyni nú í lok mánaðarins. Magnea sérhæfði sig í prjóni og á haustlínu
hennar má finna peysur og kjóla úr gúmmíi og íslenskri ull. Hönnun hennar hefur vakið mikla
athygli erlendis en hún hefur haldið sýningar í Bretlandi og Spáni.
É g fór í fatahönnunarnám í London til þess að fá tækifæri til að vinna í tískubransanum. Ég sá fyrir mér að vinna erlendis og hanna svo mitt
eigið merki í framhaldinu en síðan hefur eitt leitt af
öðru og ég er komin heim til Íslands,“ segir Magnea
Einarsdóttir sem útskrifaðist með B.A. í fatahönnun frá
Central Saint Martins skólanum í Bretlandi vorið 2012.
Hún hefur haldið sýningar bæði í Bretlandi og Spáni á
þessu ári og mun hefja sölu á haustlínunni sinni undir
merkinu magnea í versluninni JÖR sem hönnuðurinn
Guðmundur Jörundsson rekur að Laugavegi 89, í lok
nóvember. Magnea hefur einnig fengið umfjöllun um
hönnun sína í Japan, Þýskalandi, á Norðurlöndunum og
Ítalíu.
„Svo hefur mikið gerst á stuttum tíma sem er
auðvitað bara æðislegt og maður fær tækifæri til
þess að vera hérna á Íslandi og það hentar mér
vel,“ segir Magnea.
„Þetta er búið að vera mjög gaman og
gerðist einhvern veginn alveg óvart. Maður
vinnur bara sína vinnu og hefur metnað í því
sem maður er að gera,“ segir Magnea
og viðurkennir að hún hafi ekki mætt
miklu mótlæti frá því að hún útskrifað-
ist en er ákveðin í því að byggja upp
fatamerkið sitt með skynsamlegum
hætti.
„Ég er mjög spennt fyrir að sjá
línuna mína í búðinni. Á síðustu
sýningu Guðmundar var mjög
mikið um svart, hvítt og röndótt
sem ég held að tali vel saman við
mína hönnun,“ segir Magnea
Blandar saman
ólíkum efnum
Magnea sérhæfði sig í prjóni og
hefur hún fengið verðskuldaða
athygli erlendis fyrir að blanda
saman íslenskri ull og gúmmíi.
Magnea segir að stuttu eftir sýn-
ingarnar í sumar hafi henni boðist
að vera með línuna sína í búðinni hjá
JÖR. Magnea tók einnig þátt í erlendri
hönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue
í lok síðasta árs þar sem hún lenti í öðru
sæti. Í kjölfarið hefur hún verið í sam-
starfi við danskt fyrirtæki sem vinnur með
nýjum og ungum hönnuðum. Samstarfið
hefur veitt henni góð tækifæri til að kynna
sína hönnun. „Muuse framleiðir tvær línur
á hverju ári og þar sem um 10 hönnuðir
taka þátt. Það verða nokkrir hlutir sem
koma frá mér. Ég verð með mína hönnun í
sumarlínunni 2014 og 2015. Ég hanna fyrir
þá og fæ þannig að kynna mig og mína
hönnun. Þetta er búið að leiða hvert af öðru,
ég er ekki farin í fjárfestingar ennþá en það
er vonin að þetta fari að vinda upp á sig. Nú
er ég að fara að prófa hvernig gengur að selja
línuna mína hérna á Íslandi og ákveða síðan
næstu skref,“ segir Magnea.
Magnea segist hafa nú þegar hafa fengið fyrir-
spurnir frá íslenskum konum og frekar jákvæða athygli.
Hún segist þó ákveðin í að taka lítil skref í einu og
taka skynsamlegar ákvarðanir. „Mér var boðið að taka
þátt í „showroom“ erlendis nú í haust en ég vildi frekar
bíða en taka þátt í einhverju sem maður er ekki tilbúin
í,“ segir Magnea.
„Íslenski markaðurinn er, eins og allir vita, rosalega
lítill en ef maður stefnir að því að fara út fyrir landstein-
ana verður maður að vera tilbúinn. Þessi heimur er það
stór að auðvelt er að hverfa í fjöldann, maður þarf að
vera með góða aðferðarfræði og allt sitt á hreinu. Það er
mjög gott að vera á Íslandi og prufukeyra ferlið því það
er minni áhætta í því,“ segir Magnea.
Miklir möguleikar á nýsköpun í prjóni
„Ég lærði „knitwear“ hönnun og í náminu heill-
aðist ég af hugmyndinni um það að prjón getur
verið svo miklu meira en prjón í hefðbundnum
skilningi. Í náminu var lögð áhersla á að gera
endalausar tilraunir með efni, bæði í prjóna-
vélum og öðrum aðferðum,“ segir Magnea.
„Maður vinnur út frá hugmynd eða hug-
taki og ég reyni að sækja innblástur frá
ólíkum áttum og passa að vera ekki
of bókstafleg. Maður þarf að hugsa
fram á við en stundum líka aftur á bak
og taka eitthvað með sér úr sögunni.
Þegar ég var að hanna þessa línu fékk
ég innblástur upp úr gömlum kassa
sem ég fann frá því að ég var lítil. Þar
voru myndir af epypskum múmíum frá
British Museum og gömlu körfubolta-
myndirnar mínar,“ segir Magnea.,,Mér
fannst þetta skemmtilega ólík við-
fangsefni og lék mér að því að blanda
saman smáatriðum úr báðum áttum,
íþróttabúningunum og ofurskreyttum
mímíukössunum og notaðist svo við
þessi ólíku efni og andstæða liti. Ég vil
ekki endilega að það sem veitir mér
innblástur skíni í gegn en það er alltaf
ástæða fyrir öllu sem maður er að gera.
Ég er alltaf með augun opin hvar sem ég
er í leit að nýjum innblæstri,“ segir Magnea.
„Það getur vel verið að ég fari út í að hanna
annars konar flíkur en ég vil hanna prjón
sem er ekki hefðbundið, mig langar til þess
að fólk hugsi aðeins öðruvísi um prjón þegar
það sér vöruna mína,“ segir Magnea.
Hún segist geta hugsað sér að hanna á karla
með einfaldari samsetningum og að franskur
fatahönnunarnemi sem starfaði hjá henni í
sumar hafi bent henni á að efnið hennar myndi
koma vel út í karlmannspeysu.
Magnea segir að samsetning ullar og gúmmís
sé í sjálfu sér ekki kvenleg og að möguleikarnir
geti verið margir en hún sé einnig spennt fyrir
því að fara að prófa sig áfram með önnur efni við
gerð næstu fatalínu sem hún hefur nú þegar hafið
undirbúning á.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Laugavegi 178
Sími 551-3366
www.misty.is
OPIÐ:
Mán. - fös. 10 - 18,
Laugardaga 10 - 14
NÝTT Á STÓRU
STELPUNA
Teg Madison
fæst í D,D-
D,E,F,FF,G skálum
á kr. 11.885,-
buxur við
á kr. 5.990,-
Nú fer að kólna og
allra veðra von.
Uppháu herrakuldaskórnir
komnir aftur.
Þeir eru úr mjúku leðri og
fóðraðir með lambsgæru.
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14
Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
Litir: brúnt og svart.
Stærðir: 40 - 48
Verð: 29.950.-
Þú nnur okkur á Facebook
undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050
Austurrísku ullarsængurnar komnar aftur
Einnig dúnsængur frá Hefel
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
Finndu þinn
eigin fatastíl