Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 10
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is – fyrst og fre mst ódýr og snjöl l– fyrst og fremst ódýr og snjöl l 49 kr.stk. Verð áður 99 kr. stk. X-Ray orkudrykkur, 250 ml 50%afsláttur ORkudRykkuR sem ViRkaR! Á ramótin hafa lengi verið Kristínu Einarsdóttur, aðjúnkt í þjóðfræði við Há­ skóla Íslands, hugleikin. Sérstak­ lega finnst henni þörf okkar til að gera upp gamla tíma vera áhuga­ verða og segir hana sammannlega. Nýársnóttin sé auk þess mögnuð nótt þar sem aldagamlar hefðir og hjátrú geri vart við sig. Kýr tala og álfar skipta um búsetu á nýársnótt „Það er hægt að segja að menn hafi, miklu lengur en elstu menn muna, haldið upp á birtuna, það að ljósið sé að koma aftur. Það hafa alltaf verið miklar hátíðir á þessum tíma og það er í mannlegu eðli að halda hátíð þegar það eru tímamót. Hvort sem það er gifting, afmæli, vor, haust eða áramót. Á fræði­ máli kallast þetta jaðartími, það eru tímamótin þegar eitt tímabil er kvatt og öðru fagnað. Svona tíma­ mótum fylgja alltaf miklar hátíðir og einnig mikil hjátrú, því þetta er öðruvísi tími, á einhvern hátt magnaður.“ Kristín nefnir í þessu samhengi hjátrú okkar Íslendinga sem teng­ ist áramótunum. „Það eru þessar þrjár mögnuðu nætur, jólanótt, jónsmessunótt og nýársnótt, sem eiga sér margar sömu hjátrúna. Til dæmis er sagt að kýr tali allar þessar nætur. Ein þekktasta hjátrú­  Áramót tímabil kvatt og öðru fagnað Þörfin fyrir uppgjör er sammannleg Áramótaheit­ in eru auðvit­ að líka partur af þessu. Þá förum við yfir það hvað okkur langar að bæta, hvernig við getum hreinsað út það sem er óæskilegt í lífi okkar og komið inn með eitthvað betra. Kristín Einarsdóttir þjóðfræð- ingur segir heppna geta hitt álfa og talandi kýr á magnaðri nýársnótt. fyrir nýtt ár tengdist því að það ætti að vera hreint þegar álfarnir ættu leið um sveitina, ef þeir skyldu koma við. Áramótunum fylgir þörf fyrir að hafa allt hreint.” Brennan er hluti af hreinsun En það er ekki bara þörfin fyrir að þrífa allt hátt og lágt á heimilinu sem fylgir nýjum tímamótum heldur einnig þörfin fyrir að taka til í sálartetrinu. „Áramótaheitin eru auðvitað líka partur af þessu. Þá förum við yfir það hvað okkur langar að bæta, hvernig við getum hreinsað út það sem er óæskilegt í lífi okkar og komið inn með eitthvað betra. Víða eru áramótabrennur og eldurinn hefur alltaf fært hreinsun á táknrænan hátt. Sú hefð að henda gömlu rusli í eldinn tengist þessari hreinsun. Annars er brennan ekki svo gamall siður á Íslandi. Áramótabrennur byrjuðu hér á landi um miðja 19. öld og til eru heimildir um að við brennurnar hafi á þeim tíma komið til ryskinga og drykkju­ láta.“ Áramótaskaupið tengist karnivalinu Kristín nefnir að hátíðir hafi frá örófi alda verið tvenns konar, þær sem skipulagðar voru af yfirvöldum og svo þær sem almenn­ ingur skipulagði sjálfur. Opinberar hátíðir valdhafannna lögðu sitt á vogarskálarnar til að halda valdhöfum í sessi á meðan hátíðir alþýðunnar, svo sem dansleikir og vikivaka­ hátíðir í íslensku samhengi, hafi oft ekki verið yfirvöldum að skapi. Þessar hátíðir al­ mennings viðhalda oftast engri stéttaskipt­ ingu og einkennast oftar en ekki af mikilli drykkju og óspektum. Almenningur tekur völdin, hlutverkum er snúið við og við það myndast ákveðið karnivalástand. Kristín segir áramótaskaup Íslendinga eiga ýmislegt sameiginlegt með karnivalinu. „Persónulega finnst mér uppgjör um áramót alveg sérlega merkilegt. Sér­ staklega það sem birtist í áramótaskaup­ inu, sem er alveg magnað fyrirbæri. Þar förum við yfir árið og skoðum hverjir það voru sem ekki stóðu sig, stjórnmála­ menn sem brugðust okkur eru teknir harkalega í gegn og líka reyndar þeir sem hafa staðið upp úr og staðið sig vel. Það má enginn verða mjög frægur án þess að gert sé grín að honum, eins og við sjáum svo vel með Björk Guðmunds­ dóttur. Kryddsíldin er líka lifandi dæmi um uppgjör, þar sem stjórnmálaflokk­ arnir fara yfir árið og segja okkur hvað þeir eru búnir að gera og hvað þeir ætla að gera á nýju tímabili. Svo höfum við þörf fyrir að kjósa íþróttamann ársins eða hetju ársins. Það virðist liggja í eðli okkar að þurfa að gera hlutina upp.” Kristín telur þörfina fyrir uppgjör vera sammannlegan eiginleika og áramótin mjög góðan tíma til að sameinast og ganga í nýtt upphaf. „Þetta uppgjör fer alveg fram í mínum huga. Ég fer í svona áramótahreingerningu með sjálfa mig frekar en í húsinu. Mér finnst þetta bara mjög góður tími til að hugsa aðeins og líta til baka. Ég hef, líkt og svo margir aðrir, mjög gaman að öllum þessum upp­ gjörum í fjölmiðlunum og allri opinberri umræðu. Fyrir mér er mikilvægt að horfa á fréttaannálana, horfa til baka og hugsa hvert næsta skref sé.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is in tengd nýársnótt er sú trú að álfar skipti um búsetu þessa nótt og eru til margar sögur af fólki sem sá álfa ferðast milli húsa, og þess vegna sögðu konur „komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja“. Sú hefð að þrífa allt hátt og lágt Kristínu Einarsdóttur þjóð- fræðingi finnst áramótin vera góður tími til að líta til baka og hugleiða hvað taki við. Ljósmynd/Hari Hvassviðri og snjókoma setti víða mark sitt á jólahá­ tíðina. Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti yfir hættustigi vegna snjóflóða á Ísafirði og norðanverð­ um Vestfjörðum. Reitur 9 á Ísafirði var rýmdur. Þar er atvinnuhúsnæði en ekkert íbúðarhúsnæði. Hluta Skutulsfjarðarbrautar, frá áhaldahúsi að Seljalandi, var lokað vegna snjóflóðahættu, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins. Þar segir að stöðug snjósöfnun hafi verið í hvössum norðlægum áttum undanfarna daga og útlit fyrir að svo verði áfram. Hættustigið náði til allra norðanverðra Vestfjarða, allt frá Dýrafirði, til Bolungar­ víkur og Súðavíkur. Gæta þarf sérstakrar varúðar á Flateyrarvegi vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upp­ lýsingum Vegagerðarinnar. Á Austfjörðum var einnig lýst yfir hættustigi vegna snjóflóða. Veginum um Ólafsfjarðarmúla var lokað en hann var opnaður í gær, á öðrum jóladegi. Þá var vegurinn um Víkurskarð opnaður í gær en þar er snjóþekja. Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavíkur í gærmorgun er hann var mokaður síðdegis. Vegurinn um Þverárfjall lokaðist vegna flutningabíls sem snerist á veginum og þveraði hann. Vegagerðin greinir frá því að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum, hálka eða hálkublettir eru annars víðast hvar á Suðurlandi en þó er flughált í upp­ sveitum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi en skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er ófært um flesta fjallvegi, snjóþekja er á Mikladal og þæfingsfærð er á Hálfdán ásamt skafrenn­ ingi. Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Norðurlandi. Hálka og skafrenningur er á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Oddskarði en hálka og skafrenningur Fagradal og snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Hreindýrahópar eru nú við veg í Hamarsfirði, Álfta­ firði og í Reyðarfirði og vara Vegagerðin og Náttúru­ stofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur­ og Suðausturlandi.  veður Snjókoma og hvaSSviðri Settu Samgöngur úr Skorðum Víða snjóflóðahætta um jólin Jóladagana var víða snjóflóða- hætta og erfið færð á vegum. 10 fréttir Helgin 27.-29. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.