Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 16
Ný vara frá Nutramino Pre-workout 600gr. Fæst í Krónunni B ára Halldórsdóttir hafði farið milli lækna í meira en áratug þegar hún var loksins greind með afar sjaldgæfan gigtarsjúk- dóm, Behcet sjúkdóminn, sem leggst á æðakerfi líkamans. „Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur sem tekur langan tíma að greina því engum dettur í hug að um þennan sjúkdóm sé að ræða. Ég hélt fyrst að ég væri bara ein en ég veit nú um tvær aðrar konur á Íslandi með Beh- cet´s og síðan hef ég verið í sambandi við fólk í útlöndum í gegnum netið. Sumir þeirra hafa einnig beðið í áratug eftir að fá rétta greiningu eða aðrir verið heppn- ari,“ segir hún. Bára tekur á móti mér að snemma dags á heimili sínu. Hún er enn frekar þreytt en öll farin að koma til eftir nætursvefninn. Tólf ára dóttir hennar er farin í skólann og eiginmaðurinn á leið í vinnuna. Við tvær sitjum eftir í eld- húsinu ásamt tveimur af þremur köttum heimilisins. Bára segist upphaflega bara ætlað að fá einn kött, fjölskyldan hafi síðan tekið að sér kött sem vantaði heim- ili og lokst bættist við einn heimilislaus köttur til viðbótar. „En nú er ég hætt,“ segir hún. Týndur sjúkdómur „Í raun er ég búin að vera veik frá því ég var tvítug. Ég hef alltaf verið afskaplega þreytt og með verki. Ég man eftir að hafa tekið þátt í munnsærarannsókn Beið í áratug eftir réttri sjúkdómsgreiningu Bára Halldórsdóttir var greind með afar sjaldgæfan gigtarsjúkdóm eftir að hafa gengið á milli lækna í meira en áratug og fannst enginn taka mark á sér. Á erfiðustu dögunum er hún ýmist rúmliggjandi eða þarf að fara um í hjólastól. Bára á tólf ára dóttur og það sem hefur drifið hana mest áfram í veikindunum er að sýna dóttur sinni að maður heldur alltaf áfram þó hindranir séu á veginum. rúmlega tvítug. Þá var auglýst eftir fólki til að kanna áhrif munnsæralyfs og ég ákvað að taka þátt því ég var mjög oft með særi í munni. Nú veit ég að þetta er eitt af aðaleinkennum Behcet´s. Ég hélt síðan í mörg ár að ég væri með króníska hálsbólgu og ég var einnig greind með þunglyndi. Sjúkdómnum fylgja miklar bólgur í líkamanum, ég hef verið með bólgur í meltingarkerfinu sem hafa orðið til þess að ég hef jafnvel þurft að leggja mig í klukkustund eftir máltíð. Nú tel ég hins vegar að þreytan hafi leitt af sér þunglyndiseinkenni og ég sé að mikið af mínum veikindum má rekja til þessa sjúk- dóms. Hann hefur áhrif á svo afskaplega margt.“ Ástæðan fyrir því að Bára vill segja frá veikindum sínum er til að fræða fólk. „Ég vil að fólk viti af þessum sjúk- dómi og hvað hann er falinn. Ef ég hefði vitað af honum hefði ég kannski gripið einkennin fyrr. Það eru margir sjúkdómar sem eru svona týndir,“ segir hún. Allsherjar sýking í líkamanum Í daglega lífinu var Bára alltaf slöpp en fyrir um átta árum varð hún alvarlega veik. „Ég var þá búin að vera með það sem ég hélt að væri hálsbólga í um þrjú ár og ítrekað búið að athuga hvort ég væri með streptókokka. Í enn eitt skiptið sem það var athugað sagði læknirinn að ég væri örugglega með streptókokka og sendi mig svo heim. Ég kom næsta dag til hans aftur, enn veikari, og var þá send í skoðun Behcet sjúkdómurinn Behcet sjúkdómurinn er flokk- aður undir gigtarsjúkdóma og leggst á æðakerfi líkamans, bæði stórar sem smáar slag- æðar og bláæðar. Behcet sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur og eru innan við 10 sjúklingar á Íslandi. Horfur hjá flestum eru góðar en einstaka tilfelli geta verið alvarleg. Einkenni sjúkdómsins: Einkenni þessa sjúkdóms geta komið fram á mörgum stöðum í líkamanum. Algengustu einkennin eru munnsár, sár á kynfærum, bólga í augum og einkenni frá húð. Óalgengari einkenni eru frá liðum, mið- taugakerfi, meltingarvegi. Til að fá Behcet̀ s greiningu þurfa eftirfarandi einkenni að vera til staðar. Endurtekin munnsár (minnst þrisvar á ári) Tvö af eftirtöldum atriðum:  Endurtekin sár á kynfærum  Augnbólga eða æðabólga í augu  Húðútbrot/bólur  Jákvætt húðpróf Af vef Gigtarfélags Íslands Bára Halldórsdóttir segir það hafa breytt miklu fyrir sig að hafa loks fengið rétta greiningu og hún þá getað tekist á við stöðuna. Ljósmynd/Hari Ég er ekki lengur manneskjan sem er bara heima að gera ekki neitt. 16 viðtal Helgin 27.-29. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.