Fréttatíminn - 27.12.2013, Side 22
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
MOOD INDIGO (12)
SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS
GREMLINS (10)
SUN: 20.00
Janúar
Við unnum Icesave
Ísland vann fullan sigur þegar
EFTA-dómstóllinn felldi dóm
í Icesave-deilunni við Breta og
Hollendinga eftir deilur sem
staðið höfðu frá hruni. Loksins
þegar dómur féll var hafnað öllum
kröfum um að gera íslenska
ríkið ábyrgt fyrir því að Trygg-
ingasjóður innistæðna gæti greitt
öllum eigendum Icesave-reikninga
ákveðna upphæð hafnað. Niður-
staðan breytir þó ekki því að eign-
ir þrotabús Landsbankans munu
gera meira en að greiða upp allan
höfuðstól skuldarinnar.
Febrúar
Árni Páll burstaði Guðbjart
Árni Páll Árnason tók við for-
mennsku í Samfylkingunni á
landsfundi í febrúar af Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra
sem ákvað að hætta í stjórnmálum
eftir kjörtímabilið. Árni Páll fékk
62,2% atkvæða en Guðbjartur
Hannesson 37,8% í kosningu meðal
allra skráðra flokksmanna. Katrín
Júlíusdóttir bar svo sigurorð af
Oddnýju G. Harðardóttur í kosn-
ingu um embætti varaformanns en
Dagur B. Eggertsson sóttist ekki
eftir endurkjöri.
Katrín tekur
við af Steingrími
Segja má að kynslóðaskiptin í ís-
lenskum stjórnmálum hafi verið
fullkomnuð þegar Katrín Jakobs-
dóttir tók við formennsku í Vinstri
grænum af Steingrími J. Sigfús-
syni á landsfundi í febrúar. Stein-
grímur tilkynnti skömmu fyrir
fundinn að hann ætlaði að stíga
til hliðar sem formaður en halda
áfram þingmennsku.
Mars
Marklausar játningar í
Guðmundar- og Geir-
finnsmálum
Það er ekkert að marka þær
játningar sem sakborningar
í Guðmundar- og Geirfinns-
málunum gáfu á sínum tíma hjá
lögreglu eftir langa gæsluvarð-
haldsvist. Líklega vissu sakborn-
ingarnir sex ekkert um hvarf
mannanna tveggja en með dómi
Hæstaréttar frá árinu 1980 voru
þau dæmd í langa fangelsisvist
fyrir að hafa orðið að þeim bana.
Þetta var niðurstaða starfshóps
sem innanríkisráðherra fól að
rannsaka málið. Mörgu var ábóta-
vant í rannsókninni svo virðist
sem lögreglan hafi einblínt um
of á sekt sakborninganna og litið
svo á að hlutverk hennar væri að
samræma framburð þeirra. Starfs-
hópurinn lagði fram tillögur að því
hvernig greiða ætti fyrir endur-
upptöku málsins. Ragnar Aðal-
steinsson hæstaréttarlögmaður
undirbýr nú fyrir hönd eins sak-
borningsins, Ellu Bolladóttur, að
fá málið tekið upp að nýju.
apríl
Afhroð stjórnarflokka og
stórsigur Framsóknar
Ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna galt sögulegt
afhroð í alþingiskosningunum.
Stjórnarflokkarnir misstu meira
en helming þess stuðnings sem
þeir fengu í kosningunum 2009
og fengu samtals einungis 16
þingmenn kjörna en höfðu 34
þingmenn. Framsókn vann sinn
stærsta sigur í lýðveldissögunni
og fékk 24,4% atkvæða og 19 þing-
menn. Sá sigur var
almennt skýrður
með loforðum
flokksins um
stórfellda al-
menna lækkun
verðtryggðra
hús-
Árið sem Ómar var handtekinn og
Sigmundur hitti Obama á Nike-skóm
næðislána landsmanna. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk einnig
19 þingmenn og 26,7% fylgi,
mest allra flokka. Samfylkingin
fékk einungis 12,8% fylgi og níu
þingmenn en var með um þrjátíu
prósent atkvæða og 20 þingmenn
eftir kosningarnar 2009. Vinstri
grænir misstu um helming af sínu
fylgi, fengu nú 10,6% atkvæða og
sjö þingmenn í stað fjórtán. Tveir
nýir flokkar unnu góða sigra; Björt
framtíð fékk 8,2% atkvæða og sex
þingmenn. Píratar fengu 5,1%
og þrjá þingmenn. Alls tóku 27
nýir þingmenn sæti á Alþingi að
loknum kosningum
Maí
Nýtt fólk í nýrri ríkisstjórn
Ný ríkisstjórn tók við völdum 23.
maí og um leið varð Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson yngsti for-
sætisráðherra í sögu lýðveldis-
ins, 38 ára gamall. Enginn
nýju ráðherranna hafði áður
átt sæti í ríkisstjórn. Í ríkis-
stjórn Sigmundar Davíðs
sitja níu ráðherrar, fimm frá
Sjálfstæðisflokki og fjórir frá
flokki forsætisráðherrans, Fram-
sóknarflokki. Forsætisráðherrann
boðaði í september að nýr ráð-
herra mundi fljótlega bætast við
ríkisstjórnina en það hefur ekki
enn orðið að veruleika.
Júní
Skýr danska
Fyrsta opinbera heimsókn nýja
forsætisráðherrans var til gömlu
herraþjóðarinnar í Danmörku.
Þar hitti Sigmundur Davíð Helle
Thorning Schmidt forsætisráð-
herra. Á blaðamannafundi lýsti
Sigmundur Davíð ánægju með að
Helle hefði talað skýra og góða
dönsku sem auðvelt væri að skilja
en hún lagði áherslu á að Danir
vildu að Íslendingar gengju í Evr-
ópusambandið.
Júlí
Skattkóngar
og -drottningar
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður frá Vestmannaeyjum, var
krýndur skattakóngur ársins.
Hann fékk 189 milljónir í álagða
skatta vegna ársins 2012. Útgerð-
armenn röðuðu sér efst á listann
yfir skattgreiðendur. Kristján V.
Vilhelmsson, einn Samherjafrænd-
anna á Akureyri, varð annar á
listanum með 152 milljónir í skatt
en Guðbjörg M. Matthíasdóttir,
útgerðarkona í Vestmannaeyjum
og aðaleigandi Morgunblaðsins,
var í þriðja sæti með 135,6 milljóna
króna skatt.
Bænaskjali hafnað
35.000 manns höfðu ekki erindi
sem erfiði með því að skrifa undir
áskorun til forseta Íslands um að
vísa lögum um veiðigjald í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Nýkjörið Alþingi
hafði skömmu áður samþykkt að
hætta við áform fyrri ríkisstjórnar
um aukna innheimtu veiðigjalds.
Forsetinn undirritaði lögin. Fleiri
mál ríkisstjórnarinnar á sumar-
þingi voru til marks um það að ný
ríkisstjórn var tekin við völdum
með stefnu sem var gjörólík þeirri
fyrri. Þar má nefna afnám auð-
legðarskatta og yfirlýsingar um að
til stæði að afnema nýleg náttúru-
verndarlög eldri ríkisstjórnar.
Ágúst
Tveir létust í
flugslysi á Akureyri
Tveir menn létust en einn komst
lífs af þegar flugvél í eigu Mýflugs
hlekktist á og steyptist til jarðar í
aðflugi að Akureyarflugvelli um
verslunarmannahelgina. Slysið
varð fyrir augunum á mannfjölda
sem var að fylgjast með spyrnu-
keppni á kvartmílubraut bæjarins
og var það talin mildi að vélin lenti
ekki á áhorfendum eða nærliggj-
andi húsi.
Rigningarsumarið mikla
„Tíð var lengst af óhagstæð um
landið sunnan- og vestanvert með
þrálátri úrkomu og þungbúnu
veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar
um veðrið í ágústmánuði og lýsing-
arnar í júní, júlí og september eru í
áþekkum anda. Allur þorri höfuð-
borgarbúa og Sunnlendinga var
enda ósáttur og talar fólk sína á
milli um „Rigningasumarið mikla
2013“.
Könnun sem MMR gerði leiddi
líka í ljós að aðeins um 30% íbúa á
Suðvesturlandi voru ánægð með
veðrið í sumar. Annað var uppi á
teningnum á Norðausturlandi en
þar voru meira en 85% sátt með
sólskinið.
septeMber
Skóbúnaðurinn
stal senunni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
tók þátt í sameiginlegum fundi
forsætisráðherra Norðurlandanna
með Barack Obama, Bandaríkja-
forseta, í Stokkhólmi í byrjun
september. Rætt var um málefni
Norðurslóða, borgarastyrjöld í Sýr-
landi og fleira en það var þó skó-
búnaður íslenska forsætisráðherr-
ans sem stal senunni. Sigmundur
Davíð var í spariskó á öðrum fæti
en íþróttaskó á hinum.
„Það spunnust nokkrar umræð-
ur um þetta og fólki var nokkuð
skemmt. Obama grínaðist með
þetta og hinir líka,“ sagði Sig-
mundur Davíð. Skýringin var sú að
ráðherrann hafði fengið sýkingu
í fótinn, kom sýkta fætinum ekki í
spariskóinn og brá því á þetta ráð.
Björn fékk nóg og hætti
Björn Zoëga, forstjóri Landspítal-
ans, ákvað að segja upp störfum
þegar heilbrigðisráðherra hafði
kynnt honum fjárlagafrumvarp
ársins 2014 þar sem ekki var tekið
tillit óska stjórnenda spítalans
um auknar fjárveitingar og fram-
22 úttekt Helgin 27.-29. desember 2013