Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 32

Fréttatíminn - 27.12.2013, Síða 32
Stjörnurnar á himni ársins 2013 Fólk skein misskært á árinu sem er að líða og eins og vera ber skyggja alltaf einhverjir á aðra á stjörnuhimninum. Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, hljómsveitin Of Monsters and Men, Baltasar Kormákur, Jón Gnarr og forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson slepptu ekki taki sínu á himnafestingunni og eru orðin sannkallaðar fastastjörnur í íslenska stjörnukerfinu þar sem er þó alltaf pláss fyrir nýstirni eins og til dæmis Þorstein B. Friðriksson hjá Plain Vanilla og hina spretthörðu Anítu Hinriks- dóttur sem hljóp sig inn í hug og hjörtu landsmanna á árinu. Bragi Valdimar og Brynja Þorgeirsdóttir Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason og sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir slógu í gegn undir lok ársins með sjónvarpsþættinum Orðbragð. Fólk heldur vart vatni af hrifningu yfir skemmtilegri og líflegri nálgun þeirra á okkar ástkæra ylhýra og íslenskan er skyndilega orðin mál málanna á ný. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Forsætisráðherrann ungi kom, sá og sigraði á árinu með stórkarlalegum loforðum í kosningabaráttunni um að hamfletta hrægamma íslenskri millistétt til heilla. Þetta skilaði sér í stórum kosningasigri Fram- sóknarflokksins og fleytti formanninum í for- sætisráðuneytið. Fylgið dalaði á seinni hluta ársins þegar lítið fór fyrir efndum stóra loforðsins en Sigmundur Davíð bjargaði í horn með veglegri glærusýningu í Hörpu þar sem hann kynnti áform um skuldaniðurfell- ingar. Engum gömmum var þó lógað við það tækifæri. Lars Lagerbäck Löngu niðurlægingartímabili í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu lauk eftir að sá sænski Lars Lagerbäck tók við þjálfun liðsins. Liðið náði þeim sögulega áfanga að komast í umspil um keppnisrétt á HM í Brasilíu 2014. Þjóðin stóð á öndinni yfir beinum útsendingum frá umspilsleikjunum við Króatana. Eftir 0 – 0 jafntefli hér heima varð spennan nánast óbærileg en Króat- arnir lögðu strákana okkar á heimavelli sínum. Draumurinn var því úti og þrátt fyrir ramakvein gat fólk ekki annað en glaðst yfir þessum ótrúlega árangri. Lars er orðinn einn af helstu ættleiddu sonum landsins og hefur verið ráðinn til þess að stýra liðinu tvö ár til viðbótar. Þorstein B. Friðriksson Eftir alls kyns mót- læti, skakkaföll og vantrú íslenskra fjárfesta lagði Þor- steinn og Plain Vanilla heiminn að fótum sér með spurningaleikn- um QuizUp sem hefur ratað í ótal snjallsíma um allan heim. Steinar Baldursson Tónlistarmaðurinn Steinar Baldursson, eða Steinar eins og hann kallar sig. Átján ára drengur úr Grafarvoginum sem kom sá og sigraði með laginu Up. Benedikt Erlingsson Benedikt þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleik- stjóri með Hross í oss. Myndin hefur gert mikla lukku á kvik- myndahátíðum erlendis og á kvikmyndahá- tíðinni í San Sebastian á Spáni var Benedikt verðlaunaður sem besti nýi leikstjórinn. Ragnar Kjartansson Listamaðurinn fjölhæfi sýndi úrtöluliðinu, sem talar um listafólk sem latté- lepjandi landeyður, heldur betur fingurinn þegar hann seldi öll sex eintökin af verki sínu The Vistiors fyrir hátt í 90 milljónir króna. Aníta Hinriksdóttir Aníta Hinriksdóttir varð í heimsmeistari í 800 metra hlaupi á heims- meistaramóti 17 ára og yngri á árinu og er fyrsti Íslendingur- inn sem verður heimsmeistari í frjálsum íþróttum. Aníta hefur að vonum vakið athygli og aðdáun víða fyrir afrek sín á hlaupa- brautinni og er rétt að byrja. Kaleo Strákarnir og Mosfellingarnir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjáns- son, Davíð Antonsson og Rubin Pollock, í hljómsveitinni Kaleo tóku tónlistarsumarið með trompi með sinni útgáfu af hinu fornfræga dægurlagi Vor í Vaglaskógi. Vinsæld- unum fylgdu þeir svo eftir með sinni fyrstu breiðskífu. Ólafur Þór Hauksson Saksóknarinn sérstaki, Ólafur Þór, hefur átt undir högg að sækja. Fjárframlög til embættis hans hafa verið skert og reiður almenningur hefur amast við því að lítill árangur hafi sést af störfum hans. Almenningsálitið snar- snerist honum í vil undir lok ársins þegar hann fékk Kaupþingsmennina fyrrverandi, Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson, Magnús Guðmunds- son og Ólaf Ólafsson, dæmda fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu. Gísli Marteinn Baldursson Gísli Marteinn hefur vaxið mjög af störfum sínum í borgar- stjórn. Svo mjög að þegar hann ákvað að hætta, þrátt fyrir almennar vin- sældir, lýstu meira að segja pólitískir andstæðingar hans því yfir að þeir sæu eftir honum. Gísli er nú kominn aftur á sinn gamla stað hjá RÚV og stýrir morgunþætti á sunnudögum. Ódeigur og kátur að vanda. Birgitta Jónsdóttir Píratinn Birgitta skipaði veiga- mikinn sess í Hollywood- myndinni The Fifth Estate sem fjallar um stofnun WikiLeaks. Hún gaf ráð við handritsgerðina og persóna hennar fékk veigamikinn sess í sögunni sem Julian Assagne segir að sé þvæla. Myndin floppaði en Birgitta okkar hefur óneitanlega náð lengst íslenskra þingmanna í kvikmyndabransanum. Guðni Ágústsson Gæslumaður íslenska rjómans situr á friðarstóli eftir að hann hætti í stjórnmál- um. Hann gaf út bókina Guðni – Léttur í lund fyrir jólin og skaust á topp einhverra sölulista með gamansögum sínum. Ráðherrarnir fyrr- verandi, Steingrímur J. Sigfús- son og Össur Skarphéðins- son, komust ekki með tærnar þar sem Guðni var með hælanna með pólitískum uppgjörsbókum sínum. Og eins og Guðni sjálfur segir, þá skildi hann þá eftir í rykmekki þegar hann spólaði upp sölulistana. Darri Ingólfsson Vegur Darra Ingólfs- sonar leikara fer heldur betur vaxandi en á árinu lék hann í síðustu þáttaröðinni um raðmorðingjann Dexter. Skilaði þar snældubil- uðum morðingja og erkifjanda Dexters í þessari umferð með miklum stæl. Jón Gnarr Borgarstjórinn hélt áfram að heilla alþjóð og ná athygli út fyrir landsteinana með ákafri og einlægri mannréttinda- baráttu sinni. Hann ákvað svo að hætta á toppnum og uppskar mikið lof fyrir að halda sínu striki og láta ekki valdið spilla sér. Sjálfsagt er það einsdæmi að borgarstjóri ákveði að gefa ekki kost á sér áfram þegar fylgi flokks hans mælist í sögulegu há- marki. Framhald á næstu opnu 32 stjörnukort Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.