Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 34
Baltasar Kormákur
Baltasar hélt áfram að gera það gott
í Hollywood. Nú með
spennumyndinni 2 Guns,
með þeim Mark Wahlberg og
Denzel Washington í aðal-
hlutverkum. Vinsældir
myndarinnar hafa gull-
tryggt að Baltasar eru flestir vegir
færir í Hollywood og spennandi
verkefni hrúgast upp hjá honum.
Ólafur Darri
Ólafur Darri Ólafsson heldur áfram
að rokka. Hann setur sterkan svip á
myndina The Secret Life
of Walter Mitty og leik-
stjóri myndarinnar, Ben
Stiller, hefur ausið
leikarann lofi. Þá
lék Ólafur Darri í
HBO-þáttaröðinni True
Detective á árinu. Matt-
hew McConaughey og
Woody Harrelson fara
með aðalhlutverkin í þáttum sem
verða sýndir á næsta ári og munu
án efa bera hróður Ólafs Darra enn víðar.
Of Monsters and
Men
Þessi dáða hljóm-
sveit hélt
áfram að heilla
heimsbyggðina
og á meðal
annars lag
í The Secret Life of
Walter Mitty. Þau luku
tónleikaferðalagi sínu
um heiminn á árinu og eru
komin heim til þess að búa til nýja plötu
þannig að frekari sigrar eru vart langt
undan.
Vilborg Arna
Gissurardóttir
Útivistar-
konan Vilborg
Arna komst á
Suðurpóinn í byrjun
ársins og er
þegar komin
á fleygiferð aftur og
leggur hvern stórtindinn
að baki sér.
Ólafur Ragnar
Grímsson
Forsetinn varð að sannkallaðri þjóð-
hetju þegar EFTA-dómstóllinn sýknaði
Íslendinga í Icesave-deilunni. Ólafur
Ragnar hélt svo áfram út árið við að leika
við hvern sinn fingur í sviðsljósi innlendra
og erlendra fjölmiðla og gæti sjálfsagt
setið eins lengi á
Bessastöðum og
hann kærir sig um.
Ólafur er
ósigrandi
og „you
aiń t seen
nothing
yet!“
Stjörnuhröp 2013
Vodafone
Fjarskiptafyrirtækið fékk heldur betur á baukinn
í lok nóvember þegar tyrk-
neskur hakkari braust inn í
gagnasöfn fyrirtækisins og náði
þaðan ótal lykilorðum, SMS-sending-
um fólks og viðkvæmum upplýsingum.
Allt heila klabbið var gert opinbert og al-
menningur trylltist út í símafyrirtækið
sem þótti ekki bregðast mjög vel við
í vörninni.
Gylfi Ægisson
Hinn elskaði, dáði og krúttlegi tón-
listarmaður Gylfi Ægisson er
heillum horfinn eftir að hann
fór hamförum í baráttu sinni
gegn meintri klámvæðingu í Gleði-
göngunni. Æsingurinn í Gylfa fékk ekki
mikinn hljómgrunn í byrjun en hann
fílefldist við allt mótlæti og stóð uppi
eins og þráhyggjusjúkur maður í
stríði við litríkar og lífsglaðar
vindmyllur.
Stjörnur ársins 2012
Baltasar Kormákur
Steindi Jr.
Stefán Karl Stefánsson
Þrándur Þórarinsson
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit
Moussaieff
Hildur Lilliendahl
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Árni Páll Árnason
Ásgeir Trausti
Ólafur Darri
Annie Mist
Jón Gnarr
Of Monsters and Men
Óskar Þór Axelsson
Valur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir
Damon Younger
Katrín Jónsdóttir
Sóley Stefánsdóttir
Ingibjörg Reynisdóttir
Gréta Salóme
Elva Dögg
Jón Margeir Sverrisson
Stjörnurnar
á himni
ársins 2013
34 stjörnukort Helgin 27.-29. desember 2013