Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 48

Fréttatíminn - 27.12.2013, Page 48
... en síðar kom á daginn að það voru maðkar í fjár- málamysu hans og að veldi hans byggðist ekki síst á svikum, prettum með hjálp mafíunnar og annars álíka hyskis. Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fös 17/1 kl. 19:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 29/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 lokas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap L eikstjórinn Martin Scorsese og leikar-inn Leonardo DiCaprio hafa átt farsælt samstarf síðan 2002 þegar Scorsese leikstýrði DiCaprio í Gangs of New York. Síðan þá hafa þeir gert saman myndirnar The Avia- tor, The Departed, Shutter Island og nú síðast The Wolf of Wall Street. Áður en Scorsese fann erfðaprinsinn sinn í DiCaprio var Robert De Niro burðarbitinn í mörgum af eftirminnilegustu myndum leik- stjórans. Fyrsta ber þar vitaskuld að nefna Taxi Driver frá 1976. De Niro fór einnig ham- förum í Raging Bull 1980, var ógleymanlegur sem geðsjúklingurinn Max Cady í Cape Fear og sýndi góða takta í The King of Comedy og New York, New York. Árið 1990 skiluðu Scorsese og De Niro af sér einhverri allra bestu mafíumynd sem gerð hefur verið, Goodfellas, og voru síðan á svip- uðum nótum fimm árum síðar í Casino. Eftir það skildu leiðir, Scorsese yngdi upp og hefur sett allt sitt traust á Leo síðan þá. Í The Wolf of Wall Street leikur DiCaprio verðbréfamiðlarann Jordan Belfort sem flaug hátt á Wall Street á tíunda áratugnum þar sem hann varð á skömmum tíma einn umsvifa- mesti miðlarinn. Hann auðgaðist fljótt, varð milljarðarmæringur skömmu eftir tvítugt en síðar kom á daginn að það voru maðkar í fjár- málamysu hans og að veldi hans byggðist ekki síst á svikum, prettum með hjálp mafíunnar og annars álíka hyskis. Myndin byggir á tveimur bókum Belforts sjálfs sem hann skrifaði eftir að veldi hans hrundi. Belfort varð á sínum tíma frægasti verð- bréfasali Bandaríkjanna og þótti með ólík- indum hversu hratt hann byggði upp fjár- málastórveldi sitt sem gerði hann og helstu samstarfsmenn hans að margföldum milljóna- mæringum. Hann tók lífsstíl nýríkra útrásar- víkinga alla leið, keypti meðal annars apa til þess að hafa á skrifstofunni, djammaði þar til dagur reis og eltist við fönguleg fljóð út um allar trissur. Gleðin og gjálífið fengu þó skjótan endi þegar yfirvöld komust að því að veldi Belforts byggði á ólöglegum viðskiptum. Svikamyllan hrundi þá með brauki og bramli og viðskipta- vinir Belforts sátu uppi með sárt ennið, mörg hundruð milljónum dollara fátækari. Jonah Hill, Matthew McConaughey, Jean Dujardin og Kyle Chandler einnig með stór hlutverk í myndinni. Terence Winter skrifar handritið upp úr bókum Belforts en hann er einna þekktastur fyrir skrif sín fyrir The Sopr- anos-þættina og Boardwalk Empire. Aðrir miðlar: Imdb: 8,9, Rotten Tomatoes: 76%, Metacritic: 76%  Frumsýnd The WoLF oF WaLL sTreeT Vargur á verðbréfamarkaði Martin Scorsese er einn allra snjallasti kvikmyndaleikstjóri samtímans. Hann hefur verið að lengi og vakti athygli 1973 með Mean Streets sem skartaði ungum og upprennandi leikurum, Robert De Niro og Harvey Keitel. Scorsese gerði í kjölfarið margar af sínum bestu myndum með De Niro en í seinni tíð hefur Leonardo DiCaprio tekið við sem óskabarn leikstjórans og The Wolf of Wall Street er fimmta samstarfsverkefni þeirra en í henni segja þeir sanna sögu verðbréfamiðlarans Jordan Belfort sem flaug hátt á tíunda áratugnum þangað til hann hrapaði með látum og kostaði skjólstæðinga sína stórfé. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hinum frábæra leikara Leonardo DiCaprio lætur einkar vel að vinna undir stjórn Martins Scorsese og fer mikinn sem verð- bréfamiðlarinn Jordan Belfort í The Wolf of Wall Street. Höfundar borðspilsins Heilaspuna hafa samið og hannað samkvæmis- leikinn Morðgáta sem er hugsaður sem grunnur að skemmtilegri kvöldstund þar sem þátttakendur glíma við lausn morðgátu. Boðið er upp á nokkrar morðgátur sem eru aðgengilegar á vefsíðunni mordgata.is. Leikurinn hentar vinahópum, vinnustöðum eða fjölskyldum og er ætlaður þeim sem eru fjórtán ára eða eldri. Allt efnið er rafrænt, í gegnum vefsíðuna er spilið prentað út og raðað í hlutverk. Morð er framið í upphafi leiks og gengur leikurinn út á að komast að því hver sé morðinginn. Hver þátt- takandi fær hlutverk og handrit. Allir hafa eitthvað að fela og ásak- anir ganga á víxl. Eftir því sem líður á leikinn finnast sönnunar- gögn sem leiða ýmislegt í ljós. Í lok leiksins stendur einn eftir sem morðinginn. Morðgátan Morð í góðæri gerist árið 2008 í miðju fjármálahruninu. Björn Bjarnar, forstjóri XL Group, finnst myrtur og hlutverk gesta er að komast að því hver sé morðing- inn. Var það Karl Snædal auðjöfur, braskarinn Óttar Króna, módelið Natalía París eða líkamsræktar- frömuðurinn Solla Benz? Hlutverk þitt er að ásaka aðra gesti og kom- ast að því hver myrti Björn. Einnig er fáanleg morðgátan Nýársmorð þar sem Eurovision- farinn Thelma Jóhannesar finnst myrt á nýársdag á óðalsetri föður síns við Þingvallavatn. Fjöldi gesta hafði fagnað nýju ári í áramóta- partíi á setrinu. Talið er að Didda hafi verið myrt um miðnætti, á sama tíma og gestir veislunnar voru að skjóta burt árinu. Allir gestirnir liggja undir grun.  heiLaspuni ÚTrásarvíkingur drepinn Morð er leikur einn Sherlock Holmes er einn sá allra snjallasti þegar kemur að því að leysa flóknar morðgátur en nú gefst fólki kostur á að feta í fótspor hans í Morðgátuleiknum. 48 menning Helgin 27.-29. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.