Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 62
Jakob Magnússon og Valgerður Jó-hannsdóttir opnuðu Hornið árið 1979 og voru þá fáir veitingastaðir í milli verðflokki í miðbæ Reykjavíkur. Þar
voru nokkrir hamborgarastaðir og svo
mjög fínir eins og Grillið og Hótel Holt.
Þau hjónin hafa helgað starfsævi sína
rekstri Hornsins sem þeim finnst alltaf jafn
skemmtilegur. Börnin þeirra þrjú starfa þar
líka. Elsti sonurinn sér um reksturinn með
föður sínum, dóttirin er matreiðslumeistari
og yngsti sonurinn þjónar til borðs, ásamt
því að stunda tónlistarnám. Fyrir rúmlega
þrjátíu árum fór Valgerður í meðferð hjá
SÁÁ á Silungapoll. Á sama tíma hætti Jakob
allri neyslu áfengis og kveðst Valgerður ein-
staklega heppinn með manninn sinn en hún
þurfti aldrei að biðja hann um að hætta.
Silungapollur barn
síns tíma
Valgerður segir
aðstöðuna á
Silungapolli
hafa verið allt
aðra en fólk
kynnist á Vogi í
dag. „Þarna voru
engin rúm eins
og stólarnir komu
héðan og
þaðan.
Það var einn læknir og ein hjúkrunarkona
og ráðgjafarnir voru ekki menntaðir, heldur
fólk sem hafði sjálft farið í meðferð og kom
og hjálpaði okkur hinum,“ segir hún. Þrátt
fyrir það hafi henni liðið vel þar og meðferð-
in gert mikið gagn. „Maður var svo glaður
að komast undir þessar hendur og fá að læra
hvað maður þarf að gera til að líða vel. Ég
hellti mér út í þetta og eignaðist algjörlega
nýtt líf,“ segir hún.
Á þessum tíma var Valgerður með yngstu
konum sem farið höfðu í meðferð á Íslandi en
hún var 28 ára. Flestar konurnar sem voru
í meðferð á sama tíma voru mun eldri. Hún
segir viðhorfið í samfélaginu hafa verið annað
gagnvart alkóhólisma þá en í dag og að honum
hafi oft fylgt mikil skömm. Sjálf lét Valgerður
það þó ekki hafa áhrif á sig. Þegar fólk frétti
að hún hefði farið í meðferð voru nokkrir sem
höfðu orð á því við hana að hún hefði nú ekk-
ert drukkið svo mikið. „Tengda-
mamma sagði mér
að gera það
sem ég teldi
að væri mér
fyrir bestu
og mér
þótti mjög
vænt um
það,“ segir
hún.
Vinirnir fóru
Þegar Valgerður kom úr meðferðinni hurfu
vinirnir sem hún hafði neytt áfengis með
og segir hún það hafa verið erfitt í fyrstu.
„Ég var svolítið mikið ein en svo vandist það
og ég eignaðist nýja vini innan SÁÁ. Það er
yndislegt að lifa lífinu án vímugjafa og ég er
SÁÁ ævinlega þakklát. Ég veit ekki hvar ég
væri án alls þess sem ég hef notið hjá þeim.“
Síðan Valgerður fór fyrst í meðferð hefur
hún farið á þrjú fjölskyldunámskeið hjá SÁÁ
og kíkja þau hjónin reglulega á viðburði í
Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti.
Í fyrstu þegar Valgerður var að glíma við
edrúmennskuna leið henni ekki alltaf vel þó
hún væri að gera það allt sem henni var ráð-
lagt. „Þá kynntist ég meðvirknisprógrammi
og er búin að vera glöð síðan. Ég er mjög
heppin að maðurinn minn hafi fylgt mér
þessa leið og við ræðum alltaf málin þangað
til við komumst til botns í þeim. Reyndar
erum við nú yfirleitt sammála,“ segir hún og
brosir til Jakobs.
Þegar Valgerður fór í meðferð voru þau
hjónin búin að eignast elsta soninn. Árin
eftir meðferðina fæddust svo hin börnin
tvö. „Þá varð svolítið mikill hraði á lífinu hjá
okkur og það kom upp hræðslutilfinning
hjá mér og mér fór að líða illa og ég ákvað
því að fara í meðferð þó ég væri ekki byrjuð
aftur að drekka. Ég vildi ekki hleypa hætt-
unni heim.“ Í það sinn fór hún á Vog og svo á
Staðarfell. „Þar náði ég úr mér skjálftanum.
Ég var hrædd um að eitthvað kæmi fyrir
en auðvitað kom ekkert fyrir og það
hefur gengið vel hjá okkur.“ Jakob
bætir við að algengt sé að fólk
fari tvisvar til þrisvar sinnum í
meðferð. Valgerður tekur undir
það og segir að þegar líða fer
frá fyrstu meðferðinni sé gott
að leita sér fræðslu. „Það eru alltaf að koma
nýjar kenningar og margir fróðlegir fyrir-
lestrar í boði sem gagnlegt er að hlusta á.“
Camembert og sniglar alltaf vinsælir
Veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur koma
og fara en Hornið hefur fyrir löngu unnið
sér fastan sess enda hefur það lítið breyst á
þeim 34 árum sem liðin eru frá því það opn-
aði. Valgerður og Jakob bjuggu í Danmörku
þar sem hún lærði hárgreiðslu en hann vann
á ítölskum veitingastað. Þau dreymdi um
að opna slíkan í Reykjavík þegar þau flyttu
heim og létu slag standa og eru enn að og
segja reksturinn ekki aðeins vinnu heldur
líka áhugamál sitt. Í gegnum árin hafa þau
kynnst mikið af fólki sem snæðir reglulega á
Horninu og núna er þriðja kynslóð viðskipta-
vina farin að mæta. „Það eru þá barnabörn
þeirra sem sótt hafa staðinn frá byrjun,“
segir Valgerður.
Jakob segir fólk kunna vel að meta að það
séu ekki gerðar miklar breytingar á Horn-
inu og að það sé að mörgu leyti eins og í upp-
hafi. „Fólki þykir gott að vita að hverju það
gengur. Það eru svo hraðar breytingar alls
staðar.“ Nokkrir réttir, eins og djúpsteiktur
Camembert-ostur og sniglar hafa verið á
matseðlinum frá upphafi og njóta alltaf mik-
illa vinsælda.
Reglusemi og gott starfsfólk lykillinn
Þegar Hornið var opnað var ekki til peppe-
róní á Íslandi og fékk Jakob kjötiðnaðar-
mann í lið með sér til hanna það og fram-
leiða. „Á þessum tíma var spaghettí eina
pastað sem þekktist hér á landi. Við vorum
með lasagne á matseðlinum og þurftum að
útskýra fyrir fólki hvað það væri. Þetta var
svo nýtt fyrir fólki,“ segir Jakob.
Þegar sótt var um leyfi fyrir opnun Horns-
ins á sínum tíma var gerð athugasemd við að
ekki væru neinar gardínur fyrir gluggum og
að fólk sæti ekki í sérstökum básum heldur
væru borð á víð og dreif um allt gólf. Það
þótti líka furðulegt að vera ekki með gólf-
teppi. Allt slapp þetta þó og leyfið fékkst.
Þau hjónin eru sammála um að einn lykill-
inn að því að reka veitingastað svo farsæl-
lega árum saman sé að hafa gott starfsfólk.
„Við höfum haft margt einstaklega skemmti-
legt og duglegt fólk hjá okkur. Sumir fara
í burtu í langan tíma en koma svo aftur að
vinna á Horninu og það þykir okkur alltaf
vænt um,“ segir Jakob. Þau eru líka sam-
mála um að edrú lífernið hafi hjálpað til við
velgengni Hornsins. „Við værum ekki búin
að eiga þennan stað í öll þessi ár ef það hefði
ekki orðið breyting á okkar lífi á sínum
tíma. Það er ég viss um,“ segir Valgerður.
Appelsín og kók um jólin
Á árum áður var alkóhól í malti og því var
alkóhólistum ráðlagt að drekka það ekki.
Því tóku Valgerður og Jakob upp þann sið
að blanda saman kóki og appelsíni um jólin
og hafa það sem jólaöl. Þó ekkert alkóhól sé
í malti í dag hafa þau haldið sig við gamla
siðinn. „Okkar börn eru alin upp við kók og
appelsín og þekkja ekkert annað. Þetta er
mjög frískandi og góður drykkur. Svona eru
siðirnir misjafnir hjá fólki,“ segja þau hjónin.
Kók og appelsín er jóladrykkurinn
Hjónin Valgerður og Jakob eru eigendur Hornsins sem er
einn elsti veitingastaðurinn í miðbæ Reykjavíkur. Valgerður
fór í meðferð árið 1980 og segja þau edrú lífernið eiga
stóran þátt í velgengni Hornsins. Valgerður og Jakob drekka
alltaf kók og appelsín á jólunum því áður fyrr var alkóhól í
malti og fólki ráðlagt að drekka það ekki eftir meðferð.
Jakob og Valgerður
eru afar samhent.
Ljósmynd/Hari
Valgerður Jóhanns-
dóttir hefur rekið
veitingastaðinn Hornið
í 34 ár ásamt manni
sínum, Jakobi
Magnússyni. Börnin
þeirra þrjú starfa líka á
staðnum. Með Valgerði
á myndinni eru tvö
þeirra, Hlynur Sölvi og
Ólöf. Ljósmynd/Hari
6 DESEMBER 2013