Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 65

Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 65
Föstudaginn 27. desember kl 15:00 Aðgangseyrir fyrir fullorðna kr 1.000,- Frítt fyrir börn. Solla kynntist Ella fyrst á þessum árum þó þau hafi ekki orðið par strax og segist hún hafa séð gríðarlegan mun á honum eftir að hann fór að vinna í andlegu hliðinni. „Það urðu miklar breytingar og ég sá hann bók- staflega byrja að blómstra,“ segir Solla og viðurkennir að þá hafi hún fyrst orðið skotin í honum. Sjálfur segist Elli varla þekkja þann mann sem hann var áður og ekki ná neinni teng- ingu við það líf sem hann lifði þá. „Í dag lifi ég allt öðru lífi og er tilbúinn að taka ábyrgð á öllu sem gerist í mínu lífi, líka því sem mér finnst ég ekki eiga skilið en gerist samt sem áður. Við getum tekið afleiðingar hrunsins sem dæmi en það var mikið undir hjá okkur og við töpuðum miklu. Við tókum bara höggið og fórum svo af stað aftur en biðum aldrei eftir að ríkið kæmi með einhverjar lausnir. Við bara tókum stöðuna þá og unnum út frá henni. Ég tengi það sterklega við edrú- mennskuna – að vera tilbúinn að taka ábyrgð á lífinu eins og það er en ekki eins og ég vil að það sé.“ Litla-Hrauns hringekjan Þegar Elli var í neyslu taldi hann sjálfum sér trú um að hún væri tiltölulega lítil. Eftir því sem árin líða segist hann sjá betur og betur hvað hann var í mikilli neyslu. „Það fléttast ofan af afneituninni með hverju árinu. Ég var heppinn að lenda ekki á Litla-Hrauns hringekjunni,“ segir Elli og bætir við til útskýringar að algengt sé að menn í sömu stöðu og hann var í þá fremji glæpi, fari í fangelsi og kynnist þar fleiri glæpamönnum og þeir ali hver annan upp og haldi áfram saman á glæpabrautinni. „Það er um 70 prósent endurkomutíðni á Litla-Hraun. Í dag er ég óendanlega þakklátur fyrir að hafa ekki náð þangað inn. Ég var mjög nálægt því og þetta var bara tímaspursmál. Sem betur fer hætti ég áður. Það var gríðarlega mikið gæfuspor að hafa stigið út úr neyslunni áður.“ Hráfæðis heimshornaflakk Í ár og í fyrra var Solla valin besti hráfæðiskokkur í heimi og ferðast því töluvert til Bandaríkjanna þar sem hún er með sýnikennslu og fræðslu. Í þeim ferð- um hafa þau hjónin kynnst mikið af fólki sem neytir eingöngu hollustumataræðis og drekkur þess vegna ekki áfengi. „Þetta fólk hugsar gríðarlega mikið um næringuna og drekkur ekki áfengi því það er svo óhollt. Það bústar sig frekar upp af rosa næringar- ríkum og stundum skrítnum hráefnum. Þetta eru stórskemmtilegir nördar sem finna til dæmis eitthvað rosa heilsusamlegt duft í Amazon-frumskóginum sem gerir mann skýrari og skemmtilegri. Þetta er svona harðkjarnalið og ákveður að sleppa áfengi vegna lífs- stílsins en ekki alkóhólisma,“ segir Solla. Þau kunna vel við að í partíum í Bandaríkjunum með þessum hópi fólks sé enginn að spá í því hvort þau drekki áfengi eða ekki. „Fólki finnst bara eðlilegt að við látum áfengi vera af því við ástundum þennan lífsstíl og þetta þykir bara sjálfsagt. Fólk í þessum hópi er búið að átta sig á því að áfengi skaðar heilsuna og ýtir undir ýmsa sjúkdóma. Við föllum eins og flís við rass þarna. Það er virkilega gaman að hafa dregist inn í svona skemmtilegan félagsskap vegna þess heil- brigða lífsstíls sem við ástundum í okkar vinnu,“ segir Solla. Tæland næsta haust Elli og Solla eru alltaf með mörg járn í eldinum og ætla næsta haust að bjóða upp á ferð til Tælands á vegum Bændaferða. Í ferðunum geta ferðalangar valið um að vera í detox-heilsumeðferð og borða einungis næringarríka þeytinga eða að einbeita sér að heilsufæði og nuddi. Þeir sem það vilja geta svo leyft sér steik og slökun á hverjum degi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Það góða við Tæland er að allur matur er svo ferskur þar og því auðvelt að halda sér í hollustunni. Hitinn dregur úr manni sykurlöngunina og tælenskur matur kallar að sama skapi ekki eins mikið á sykur,“ segir Elli. Þau eru nýkomin frá Tælandi þar sem Elli var í þríþraut- aræfingabúðum og dvaldi á hóteli sem sérhæfir sig í þríþrautarþjálfun og Solla kíkti í heimsókn í lok dval- arinnar. Solla er þó ekki á því að skella sér í þríþraut, heldur ætlar hún að halda sig við það að standa á haus. „Ég finn að maður stirðnar með aldrinum en ég var mikið íþróttum þegar ég var ung. Það hjálpar mér mikið að fara í jóga til að halda liðleikanum og orkunni. Ég hef aðeins verið að daðra við ræktina en finn að mér líður best í jóga.“ Rólegheit í Kjós Solla og Elli vinna mikið og þykir gott að fara úr borginni um helgar og dvelja þá í húsinu sínu í Kjós. Þar hefur myndast skemmtilegt samfélag og ríkir þar góður andi meðal nágrannanna. Elli segir þau fá mikið út úr því að slaka á í sveitinni. Þau vinni stundum lítillega í tölvunni en taki það annars rólega. „Það er voða stutt að fara þangað og svolítið eins og að vera í úthverfi. Við bjuggum einu sinni í Grafarholti og þetta er ekkert mikið lengra í burtu frá miðborginni.“ Það urðu miklar breytingar og ég sá hann bók- staflega byrja að blómstra. Það er um 70 prósent endurkomutíðni á Litla-Hraun. Í dag er ég óendanlega þakklátur fyrir að hafa ekki náð þangað inn. Gló veitingastaðirnir eru nú orðnir þrír talsins og telja Solla og Elli mikla vakningu varðandi hollustu á Íslandi þessa dagana og segja hörðustu bjúgnavígin vera að falla. Þau ferðast mikið til Bandaríkjanna þar sem þau hafa kynnst skemmti- legum hópi fólks sem neytir eingöngu hollustu og sleppir því alfarið áfengi. „Við föllum eins og flís við rass þarna.“ Ljósmynd/Hari 9 2013 DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.