Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 69
Á meðferðarheimilinu Vík á Kjalarnesi fer fram endurhæfing sjúklinga sem koma af Vogi. Þar er boðið upp á sér-
sniðna meðferð fyrir konur á öllum aldri.
Einnig dvelja þar karlar, 55 ára og eldri, en
þeirra meðferðarstarf er aðskilið frá kvenna-
dagskránni. Að sögn Halldóru Jónasdóttur,
áfengis- og vímuefnaráðgjafa og dagskrár-
stjóra á Vík, koma oft upp sértæk mál sem
konur þurfa að takast á við í meðferð. „Þær
eru ennþá meira ábyrgar fyrir börnum sín-
um og það er litið öðruvísi á drykkju þeirra
en karlanna. Þær eru dæmdar harðar en
þeir. Svo koma oft upp viðkvæmari mál, til
dæmis í sambandi við börn og fjölskyldu og
þeim fylgja sektarkennd og skömm sem þær
þurfa að takast á við. Hér fá þær rými fyrir
sín mál,“ segir Halldóra.
Hugsa málin í næði
Fólk dvelur á Vík samfleytt í 28 daga og
aðeins einu sinni á því tímabili fá aðstand-
endur að kíkja í heimsókn. Að sögn Hall-
dóru er fólk tekið út úr sínu daglega amstri
á Vík þar sem hvorki er notað sjónvarp,
internet né farsímar. „Hérna dvelja 32 í einu
og það er einn kortasími. Það skapar mjög
góðar aðstæður svo fólk geti gefið sér tíma
til að hugsa um hvað er mikilvægast fyrir
það að gera í stöðunni. Úti í samfélaginu er
svo margt sem fólk getur gleymt sér í. Við
leggjum áherslu á að fólk fái þessa yfirsýn
í næði.“ Eftir dvölina á Vík tekur svo við
endurhæfing á göngudeild í Von í heilt ár.
Konum sem hafa verið í með-
ferð á Vík og náð þeim áfanga
að vera edrú í eitt ár eða lengur
gefst kostur á vikudvöl á Vík og er
hún hugsuð sem nokkurs konar
verðlaunavika sem þær geta veitt
sér til að fagna góðum árangri og í
leiðinni rifjað upp fræðin og aðferð-
irnar til að hafa í fersku minni. Hall-
dóra segir vikudvölina hafa verið vinsæla
og fimm konur hafa nýtt sér hana á undan-
förnum þremur mánuðum. „Í vikudvölinni
eru þær fullir þátttakendur í dagskránni hjá
okkur og fara á fyrirlestrana og fá rými fyrir
sig til að sjá hversu vel gengur.“
Notalegur andi
Að sögn Halldóru er notalegur andi ríkjandi
á Vík og róleg stemning. Dagamunur sé á
líðan fólks í meðferð og reynt að taka fullt
tillit til þess. „Heilmikil dagskrá og fræðsla
er á Vík yfir daginn, fyrirlestrar og hóp-
fundir. En á kvöldin er setið hér og
prjónað og spjallað og kenna kon-
urnar hver annarri og margar fara
heim með peysur, húfur og annað
sem þær hafa gert hér. Við leggjum
líka mikið upp úr því að fólk fari út
að ganga. Hreyfingin hjálpar við að
losa um streitu og spennu.“
Þykir öðruvísi að drekka ekki
Sjálf ákvað Halldóra að hætta að drekka
fyrir 27 árum eftir að hafa sótt fjölskyld-
unámskeið hjá SÁÁ en eiginmaður hennar
er alkóhólisti. Þátttakendum á námskeiðinu
var ráðlagt að drekka ekki á meðan á því
stæði. Eftir það tók Halldóra þá ákvörðun
að hætta alfarið að drekka áfengi og fann
til mikils léttis við þá ákvörðun. Ári síðar
fór eiginmaðurinn svo í meðferð. Eftir að
hún hætti að drekka var hún oft spurð hvort
hún hefði hætt vegna eiginmannsins og
hvort hún mætti nú ekki fá sér smá áfengi.
„Ég fann að það var komið öðruvísi fram
við mig vegna þess að ég drakk ekki. Það
þótti skrítið að taka þessa ákvörðun en vera
ekki alkóhólisti. Í gegnum árin hefur þetta
komið upp aftur og aftur og ég stundum
spurð hvort ég megi ekki drekka áfengi
því ég vinni hjá SÁÁ. Ég man eftir því að
frænka mín spurði mig einhvern tíma eftir
skemmtun sem maðurinn minn hafði ekki
komist með á, hvort að ég hefði ekki notað
tækifærið og fengið mér í glas. Svolítið eins
og það sé óhugsandi að einhver taki þessa
ákvörðun ótilneyddur.“
Kvennameðferð
á Kjalarnesi
Hér fá
þær rými
fyrir sín
mál.
Á Vík dvelur fólk í 28 daga
eftir meðferð á Vogi. Þar er
hvorki internet, sjónvarp né
farsímar og segir Halldóra
Jónasdóttir, dagskrárstjóri
Víkur, það skapa góðar að-
stæður fyrir fólk til að gefa
sér tíma til að hugsa um
hvað sé mikilvægast að gera
í stöðunni. Ljósmynd/Hari
Á meðferðarheimilinu Vík Á kjalarnesi er í boði sérstök meðferð fyrir konur:
Halldóra Jónasdóttir, dagskrárstjóri
Víkur, segir ýmis sértæk mál sem þær
þurfi að kljást við og að enn sé það
þannig að þær beri mesta ábyrgð á
börnum sínum og að þeirra áfengis-
eða vímuefnavandamál séu litin öðrum
augum en karla. Sjálf ákvað Halldóra að
hætta að drekka eftir að hafa sótt nám-
skeið fyrir aðstandendur alkóhólista.
Meðferðardagskrá í Von
Mánudagur
09:00 Kvennahópur 1
09:15 M-hópur
11:00 Stuðningshópur
16:00 Kvennahópur 1
17:00 Stuðningshópur
aðstandenda
17:00 U-hópur
18:00 Spilahópur
18:00 Fjölskyldumeðferð
18:30 Stuðningshópur
Þriðjudagur
09:15 M-hópur
11:00 Stuðningshópur
11:00 Heldrimenn
16:00 Staðarfellshópur
17:00 Víkingahópur 1
18:30 Stuðningshópur
Miðvikudagur
09:15 M-hópur
10:00 Kvennahópur 2
11:00 Stuðningshópur
16:30 Kvennahópur 2
17:00 Víkingahópur 2
17:00 U-hópur
18:00 Kynningarfundur
18:30 Stuðningshópur
Fimmtudagur
09:00 Kvennahópur 1
09:15 M-hópur
11:00 Stuðningshópur
16:00 Kvennahópur 1
18:00 Fjölskyldumeðferð
18:30 Stuðningshópur
Föstudagur
09:15 M-hópur
11:00 Stuðningshópur
14:00 M-hópur eftirfylgni
18:30 Stuðningshópur
13 2013 DESEMBER