Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 27.12.2013, Qupperneq 70
Vogur hefur Verið þungamiðjan í starfi sÁÁ í 30 Ár og byrja flestir sína meðferð þar: Fyrsta sérhannaða húsið fyrir vímuefnameðferð í heiminum Opnun Vogs árið 1983 var markaði tímamót í sögu SÁÁ. Bygging hans var sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í heiminum var spítali fyrir áfengis- og vímuefnameðferð byggður frá grunni og því ekki eftir neinni fyrirmynd. SÁÁ var stofnað árið 1977 og á fyrsta starfsárinu var opnuð afvötnunarstöð í Reykjadal í Mos- fellssveit. Þá voru sumarbúðir á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þar aðeins á sumrin svo húsið stóð autt yfir vetrar- tímann. Um sumarið þegar börnin voru væntanleg í Reykjadal voru sjúklingarnir fluttir í Langholts- skóla þar sem afvötnunarstöðin var rekin yfir sumarið. Árið 1979 var húsnæði að Silungapolli leigt af borginni og afvötnunarstöð SÁÁ flutt þangað og var þá hægt að reka starfsemina á sama stað allt árið og þótti það stór áfangi og festi SÁÁ enn betur í sessi. Afvötn- unarstöðin var svo á Silungapolli þar til Vogur opnaði árið 1983. Fjármögnun Vogs var gríðar- mikið verkefni og dugði ekkert minna en þjóðarátak og voru al- menningur, fyrirtæki og verka- lýðsforystan dyggir stuðningsað- ilar. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti tók svo fyrstu skóflustung- una að Vogi þann 14. ágúst 1982 við hátíðlega athöfn. Húsnæðið var alls 2000 fermetrar að stærð og rúmaði 60 sjúklinga og var form- lega tekið í notkun 28. desember 1983 og þann sama dag fluttu þangað 30 sjúklingar frá Silunga- polli. Efnt var til verðlaunasamkeppi um nafn á nýja spítalann og bárust á áttunda þúsund tillögur. Þar af voru 48 sem sendu inn nafnið Vog- ur og varð það fyrir valinu, meðal annars vegna staðsetningar spítal- ans og hversu erfitt er að snúa út úr því nafni. Annars bárust ýmsar tillögur sem að öllum líkindum voru settar fram meira í gríni en alvöru. Sem dæmi má nefna Alkó- hólar, Afturhvarf, Botnsskáli, Bláa blómið, Fríhöfn og Þurrkhöllin. Með árunum urðu breytingar á neyslu sjúklinga Vogs og aldurs- samsetningu hópsins sem ollu því að nauðsynlegt þótti að endur- hanna hluta hússins og byggja álmu fyrir yngsta fólkið og var sérstök unglingadeild opnuð árið 2000. Næsta vor mun Vogur svo stækka enn frekar þegar tekin verður í notkun viðbygging sem hýsa mun veikustu sjúklingana auk þess sem þar verður stórbætt aðstaða fyrir starfsfólk. Vogur var fyrsti spítalinn í heiminum sem byggður var frá grunni sem staður fyrir vímuefnameðferð. Fjár- mögnun byggingarinnar var gríðarmikið verkefni og lögðust allir á eitt – almenn- ingur, fyrirtæki og verka- lýðsforystan svo byggingin yrði að veruleika. Álfurinn var í fyrsta sinn boðinn til kaups vorið 1990. Síðan hefur álfasalan verið mikilvægasta fjáröflunarleið SÁÁ. Þessir fjár- munir hafa staðið til dæmis undir uppbyggingu unglingadeildar að Vogi, starfsemi fjölskyldumeðferðar og gert SÁÁ fært að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, ungmenni og fjölskyldur. Áður en Von var tekin í notkun var göngu- deildarþjónusta SÁÁ í Síðumúla 3 til 5. Félagsfundur í göngudeildinni í Síðumúla árið 1982. Vogur í byggingu 1983. Fjármögnun hans var gríðarmikið verkefni og dugði ekkert minna en þjóðarátak. Almenningur, fyrir- tæki og verkalýðsforystan voru dyggir stuðningsaðilar. Vogur opnaði fyrir þrjátíu árum við Grafarvog. Núna er byggð þar allt í kring. Fyrsta daginn fluttu þangað 30 sjúklingar frá Silungapolli. Efnt var til samkeppni um nafn á spítalann og bárust á áttunda þúsund tillögur. Frá útihátið SÁÁ að Sogni árið 1983.Upphaf álfasölu SÁÁ 1990. Skóflustunga tekin að viðbyggingu á Vogi. Þar munu veikustu sjúkling- arnir dvelja auk þess sem aðstaða fyrir starfsfólk mun batna til muna. Áætlað er að viðbyggingin verði tekin í notkun næsta vor.Búið um rúm á Silungapolli en þar var afeitrunar- stöð SÁÁ fyrir tíma Vogs. Fyrsta skóflustunga að meðferðarheimilinu Vík tekin 27. apríl 1991. Þar er nú í boði sérhæfð meðferð fyrir konur og eldri karla. 14 DESEMBER 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.