Fréttatíminn - 22.03.2013, Side 2
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Hátt í tvö hundruð
þúsund bækur seldust
Karl Sigfússon er einn íbúa Þórsgötu sem hefur áhuga á að kenna börnum sínum að rækta matjurtir og langar að nýta til þess
vannýttan rólóvöll í götunni. Ljósmynd/Hari.
Hverfandi líkur eru á því
að Íslendingar geti uppfyllt
skilyrði Evrópusambands-
ins um endurvinnslu úr-
gangs, að því er fram kemur
í nýrri úttekt Umhverfis-
stofnunar Evrópu. ESB
hefur sett þau markmið að
árið 2020 verði 50 prósent af
tilteknum hlutum (pappír,
járni, plasti og gleri) úr
heimilisúrgangi og ef mögu-
legt er einnig af öðrum upp-
runa unnið og endurnýtt og
70 prósent af bygginga- og
niðurrifsúrgangi verði unn-
inn og annað hvort endur-
nýttur eða endurunninn á
einhvern hátt. Tilskipun
þessi tók gildi hér um ára-
mótin 2010-11.
Í úttekt Umhverfisstofn-
unarinnar kemur fram að
átta lönd, auk Íslands, þurfi
að auka endurvinnsluhlut-
fall sorps um tvö til fjögur
prósentustig milli ára til
að ná settu markmiði árið
2020 en örfá lönd hafa náð
slíkum árangri til þessa.
Umhverfismál Ný úttekt Um eNdUrviNNslU í evrópU
Íslendingar í hópi endurvinnsluslugsara
Í úttekt Evrópsku umhverfisstofnunarinn-
ar kemur fram að átta lönd, auk Íslands,
þurfi að auka endurvinnsluhlutfall sorps
um tvö til fjögur prósentustig milli ára til
að ná settu markmiði árið 2020 en örfá
lönd hafa náð slíkum árangri til þessa.
Ljósmynd/Hari
skipUlagsmál íbúar ÞórsgötU vilja Nýta rólóvöll til skapaNdi verka
Vilja rækta mat á róló
Íbúar á Þórsgötu hafa lýst áhuga á því að taka lítið notaðan rólóvöll í fóstur og breyta honum í
matjurtagarð fyrir íbúa hverfisins. Í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er meðal gert ráð
fyrir aukinni borgarræktun sem sprettur af auknum áhuga á ferskum og heimafengnum mat-
vælum og andstöðu við iðnvæddan landbúnað.
N okkrir íbúar Þórsgötu í Reykjavík hafa lýst áhuga á því að fá að breyta lítið
notuðum róló í götunni í garð-
yrkjureit þar sem rækta megi
matvæli. Karl Sigfússon er einn
þeirra. „Við höfum rætt um það,
nokkrir nágrannar, hvort ekki
megi nýta leiksvæðið sem er
hérna í götunni á „kreatívari“
máta. Það er frekar dapurt og
sorglegt og lítið notað þrátt fyrir
að hér sé mikill fjöldi barna. Okk-
ur datt því hug hvort við gætum
ekki nýtt svæðið undir eins konar
skólagarða sem væru á ábyrgð
þeirra sem notuðu þá. Þannig
mætti nýta svæðið á skapandi og
skemmtilegan hátt og um leið
kenna börnunum að rækta mat-
jurtir,“ segir hann.
Gunnar Smári Egilsson er
einnig íbúi á Þórsgötu og áhuga-
samur um ræktun matvæla á róló-
reitnum. „Við myndum vilja nýta
svæðið eins vel og hægt er, til að
mynda með einskonar stallarækt-
un, og einnig að koma upp köldum
gróðurhúsum til að lengja rækt-
unartímabilið,“ segir hann.
„Það væri sniðugt að byggja
upp skólagarða inn í hverfunum
í kringum ræktun sem hentar
borgum; í stað þeirrar pláss-
freku ræktunar sem er stunduð í
útjöðrum byggðarinnar,“ bendir
Gunnar Smári á. „Það eru mikil
gæði fólgin í því að geta skotist út
í garð og sótt sér salat; salat þolir
í raun enga geymslu og hentar því
ekki þessu lager/stórmarkaðs-
matarkerfi okkar,“ segir hann.
Hjálmar Sveinsson, varafor-
maður umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkur, tekur vel í hug-
myndir Þórsgötubúa og hvetur þá
til að skrifa bréf til umhverfis- og
skipulagssviðs borgarinnar og
spyrja hvort borgin, og hugsan-
lega einhverjir nágrannar sem
vilja hafa rólóinn áfram, geri at-
hugasemdir við plön þeirra um
matjurtaræktun. Hann bendir
jafnframt á að í nýju aðalskipulagi
sé sérstakur kafli um svokallaða
borgarræktun sem kallast „urban
agriculture“ á ensku. Tildrög hans
eru þau að undanfarna tvo áratugi
hefur áhugi á framleiðslu landbún-
aðarafurða innan þéttbýlis aukist
mjög bæði í Evrópu og í Norður
Ameríku, að því er fram kemur
í drögum að nýju aðalskipulagi
Reykjavíkur. „Hér er að sjálfsögðu
um að ræða framleiðslu í mæli-
kvarða sem hentar þéttbýli og af
þeirri gerð sem talin er samrekan-
leg þéttri borgarbyggð. Dæmi um
þetta er grænmetisrækt, ávaxta-
rækt og hænsnahald til eggjafram-
leiðslu. Hvatinn að slíkum áhuga
er margvíslegur svo sem aukinn
áhugi á ferskum og heimafengn-
um matvælum, og andstaða við
iðnvæddan landbúnað og þau
neikvæðu umhverfisáhrif sem
honum fylgja. Þessi aukni áhugi á
smábúskap innan þéttbýlis hefur
orðið til þess að margar borgir
hafa sett sér sérstaka stefnu um
landbúnaðarframleiðslu innan
þéttbýlismarkanna. Slíka stefnu
þarf augljóslega að vanda þar sem
skiptar skoðanir eru til dæmis um
dýrahald í þéttbýli og gæta verður
að þáttum eins og heilbrigði og
hugsanlegu ónæði nágranna.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Egill Örn Jóhannsson.
Vilja leika áfram
Forsvarsmenn Gaflaraleik-
hússins hafa óskað eftir því
við Hafnarfjarðarbæ að fá að
reka áfram leikhús í húsnæði
sveitarfélagsins á Strandgötu.
Samningur þess efnis rennur
út um áramót. „Við erum búin
að búa til lítið, kósí leikhús
með heimilislegri stemmingu
sem rúmar 200 áhorfendur
og erum ánægð með það.
Við myndum gjarnan vilja
halda áfram með leikhúsið í
núverandi húsnæði en erum
að sjálfsögðu tilbúin til að
skoða aðra kosti,“ segir Lárus
Vilhjálmsson, framkvæmda-
stjóri leikhússins. -sda
Spjaldtölvur og snjalltæki
auka fjölbreytni í námi
Spjaldtölvur og önnur snjalltæki eru hentug tæki í
einstaklingsmiðuðu námi og auðvelda fjölbreytt og
sveigjanlegt nám, að því er fram kemur í niðurstöðum
greinargerðar Ómars Arnar Magnússonar, aðstoðar-
skólastjóra í Hagaskóla, sem unnin var fyrir skóla- og
frístundaráð Reykjavíkur. Ráðið telur mikilvægt að
starfshættir skóla verði endurskoðaðir og tækifæri nýtt
til að fara nýjar leiðir í skólastarfi.-sda
Næsta tölublað Fréttatímans, páskablað,
kemur út á skírdag, 28. mars næst-
komandi – degi fyrr en venjulega. Fyrsta
tölublað eftir páska kemur að vanda út á
föstudegi, þann 5. apríl.
Fréttatíminn á skírdag
„Það er óhætt að fullyrða að þetta
er einn best heppnaði bókamarkað-
urinn frá upphafi,“ segir Egill Örn
Jóhannsson, formaður Félags ís-
lenskra bókaútgefanda.
Árlegum bókamarkaði félagsins
í Perlunni lauk á dögunum og var
salan góð, að sögn Egils. „Það er
ómögulegt að segja upp á hár en það
má fullyrða að hátt í tvö hundruð
þúsund bækur hafi selst,“ segir
Egill.
Ekki liggur fyrir hvar bókamark-
aðurinn verður á næsta ári en Egill
segir enn ekki loku fyrir það skotið
að hann verði í Perlunni. Það skýrist
á næstunni. -hdm
2 fréttir Helgin 22.-24. mars 2013