Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 4
Ísafjörður fyrsti viðkomu- staður á nýrri strandleið veður Föstudagur laugardagur sunnudagur A-átt, Allhvöss sunnAntil. slyddA eðA rign- ing sA-lAnds, en AnnArs Að mestu þurrt. höfuðborgArsvæðið: Skýjað með köflum og þurrt. hægur vindur. Að mestu þurrt, en él eðA slyddA AustAnlAnds. höfuðborgArsvæðið: Sól með köflum og þurrt. léttir til og heldur kólnAndi. höfuðborgArsvæðið: léttSkýjað og hægur vindur. fremur meinlítið veður hitinn verður mjög víða að dansa um núllið komandi helgi, vægt frost yfir nóttina, en 2 til 5 stig að deginum einkum sunnantil. a-lægur vindur verður ríkjandi og að mestu þurrt á landinu ef suðausturhlutinn er undanskilinn. fremur hvasst með suðurströnd- inni, en annars gola og sums staðar strekkingur. Sólin gægist undan skýjunum annað slagið og einkum þó á sunnudag, þegar líka lægir um land allt. 5 1 0 1 3 4 0 -2 0 2 4 1 -3 0 2 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is ásdís guðmundsdóttir er sérfræðingur í atvinnumálum kvenna. hún segir að konur sæki síður fram í atvinnulífinu vegna þess þær séu síður áhættusæknar en karlar. Svanni kemur til móts við þær. Ljósmynd/Hari lokasprettur mottumars Tæplega 2000 einstaklingar og 206 mottulið hafa í mars keppst við að safna áheitum inn á mottumars.is. Í dag, föstudag, lýkur keppn- inni en þó verður enn hægt að heita á kepp- endur út mars. með ýmsum hætti er hægt að safna peningum til rannsókna og fræðslu á krabbameinum karla. mottuarmbönd eru til sölu um allt land og kosta 1500 krónur. Allur ágóði af þeim rennur beint til Mottumars. Þegar keppninni lýkur í dag, 22. mars, verða sigurvegarar verðlaunaðir á tónleikunum „Skonrokk“ sem haldnir verða í hörpu klukkan 20. Þar verða til sölu „Skonrokk“ bolir sem kosta 2.600 krónur. Allur ágóðinn rennur til mottumars. Bolirnir verða til sölu bæði í Hörpu og Hofi á tónleikadegi. Á tónleikunum leggja margir af bestu rokksöngvurum þjóðarinnar saman krafta sína ásamt hljóm- sveitinni tyrkja guddu. mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins vegna baráttunnar gegn krabbameinum hjá körlum. - jh kisudagar í kattholti kattavinafélag Íslands heldur sinn ár- lega páskabasar í kattholti, Stangarhyl 2, á morgun, laugardaginn 23. mars frá klukkan 11-16. Fallegir handgerðir skartgripir, páskaskraut, kisudót og nýbakaðar tertur og kökur er meðal þess sem selt verður á lágu verði. allir eru velkomnir á páskabasarinn sem er stór þáttur í fjáröflun Kattholts. Kisur í heimilisleit munu sýna sínar fegurstu hliðar í von um að góður kattavinur veiti þeim heimili til frambúðar.  eimskip strandsiglingar fyrsti viðkomustaður Brúarfoss eimskipafélags- ins á nýrri strandleið var Ísafjörður en hin nýja leið tengir landsbyggðina beint við færeyjar, Skotland, england og meginland Evrópu og óbeint inn á Skandinavíu og eystrasalt, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. frá Ísafirði hélt Brúarfoss til akureyrar þar sem tekið var á móti skipinu með viðhöfn á laugardaginn. þaðan hélt það áfram á markaði ytra með út- flutningsvöru og sækir innflutningsvöru fyrir landsbyggðina. Brúarfoss er 130 metra langt og 20 metra breitt gámaskip skipað íslenskri áhöfn og var smíðað árið 1992. Skipið er búið tveimur krönum sem gerir því kleift að hafa við- komu í höfnum sem ekki eru búnar landkrönum. Brúarfoss getur borið allt að 724 gámaeiningar. - jh  atvinnulíF svanni er Fyrir konur í atvinnurekstri Nýsköpunar- sjóður fyrir konur Svanni er nýsköpunarsjóður sem ætlaður er konum í atvinnurekstri. Mikil þörf var á slíku úrræði vegna þess hve konur eru síður áhættusæknar en karlar og hrinda þar með síður hugmyndum sínum í framkvæmd. Sjóðurinn samanstendur af 70 milljónum sem hægt er að nota sem veð fyrir láni. Þannig tekur sjóðurinn höggið ef illa fer. Það hefur þó ekki ennþá gerst. s vanni er nýsköpunarsjóður fyrir konur sem þurfa lítil lán til að hrinda hugmynd sinni að sprota- fyrirtæki af stað. Sjóðurinn var endurvakinn árið 2011 af íslenskum yfirvöldum en hann hafði áður verið til á árunum 1999–2003. Nú er svo komið að allar konur sem hafa hug- mynd að litlu fyrirtæki geta sótt um styrk í formi veðs í sjóðinn og þannig tekið lítið lán til þess að fjármagna hugmynd sína. „Þetta eru 70 milljónir bundnar inni á sjóði. Þær eiga að geta þjónað sem veð fyrir láni. Það er nefnilega oft erfitt að fá lítil lán þetta 1–10 milljónir og það hindrar oft konur við framkvæmd að vera ekki jafn áhættusæknar og karlarnir. Þeir veðsetja frekar húsið og eignir sínar fyrir hugmynd, þær ekki. Þessi sjóður kemur þannig til móts við þær konur sem kjósa að stíga varlega til jarðar, en langar að þróa hugmynd sína,“ segir Ásdís Guð- mundsdóttir, sérfræðingur í atvinnumál- um kvenna. Skilyrði fyrir styrkveitingunni eru svo að sækja ráðgjöf ýmist hjá Nýsköpunar- miðstöð eða Atvinnuþróunarmiðstöð. Að sögn Ásdísar er það gert til þess að verk- efnið skili örugglega árangri. „Þannig fá auðvitað allir sitt,“ útskýrir hún. Hafi kona hugmynd að sprotafyrir- tæki getur hún sótt um hjá sjóðnum að fá veð í gegnum vefsíðu hans. Ásdís segir að það sem þurfi að fylgja með sé viðskipta- og kostnaðaráætlun og upp- lýsingar um hugmyndina, hvernig hún muni nýtast til atvinnuþróunar, hversu mörg störf hún komi til með að skapa og þess háttar. „Það vantar fjármagn fyrir frumkvöðla sem eru komnir af stað, því líkt og áður sagði getur reynst erfitt að fá lán nema með veðsetningu eigna. Við erum með sjóðnum að fjárfesta í nýjum tækifærum fyrir konur í atvinnurekstri og tökum þannig að sjálfsögðu höggið ef illa fer.“ Tekið er við umsóknum til 16. apríl og allar nánari upplýsingar má fá í gegnum vefsíðuna svanni.is. maría lilja þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Alls hafa 66 umsóknir borist í sjóðinn frá árinu 2011. 9 lánatrygg- ingar hafa verið afgreiddar til fyrirtækja á sviði ferðaþjónustu, hönnunar, minja- gripagerðar og framleiðslu af ýmsu tagi alls að upphæð 22. milljónir króna. 4 fréttir Helgin 22.-24. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.