Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Nýr ŠKODA Rapid
Láttu þér líða vel. ŠKODA Rapid er nýr og glæsilega hannaður fjölskyldubíll
frá ŠKODA sem uppfyllir kröfur þeirra sem vilja gott innanrými og mikil
þægindi fyrir fjölskylduna. Heildarlengd Rapid er 4,48 metrar, haganleg
hönnun gefur gott rými fyrir fimm farþega og farangursrýmið rúmar 550
lítra sem er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki.
Komdu víð í HEKLU eða hjá umboðs mönnum um allt land og reynsluaktu
nýjum og frábærum ŠKODA Rapid.
Nýr ŠKODA Rapid kostar aðeins frá:
3.190.000,-
m.v. ŠKODA Rapid Ambition 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur.
Velkomin í reynsluakstur
á frábærum fjölskyldubíl
5 stjörnur í árekstrar
prófunum EuroNcap
Eyðsla frá 4,2 l/100 km CO2 frá 114 g/km
SIMPLY CLEVER
Meira en
helmingur
fær frest
hjá Skatt-
inum
„Þetta stendur bara ágætlega. Frá
klukkan hálf fjögur á miðvikudag
og þar til í gærmorgun skiluðu
15.400 manns inn framtali sínu og
við eigum von á að 20 þúsund til við-
bótar skili inn áður en fresturinn
rennur út,“ segir Gunnar Karlsson,
sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá
Ríkisskattstjóra.
Frestur einstaklinga til að skila
inn skattaframtali sínu rann út á
miðnætti í gær, fimmtudagskvöld.
Í gærmorgun höfðu 98.200 manns
skilað inn framtali sínu. Alls eru
262.640 manns framtalsskyldir.
Með áætlun Gunnars má því gera
ráð fyrir að rétt ríflega helmingur
landsmanna hafi fengið frest á skil-
um að þessu sinni.
„Skilin að þessu sinni eru ívíð
betri en verið hefur. Svo kemur
eflaust mikið um helgina en þetta
verður drjúgt síðustu dagana,“ segir
Gunnar. -hdm
Þ að hefur verið gríðarleg eftirspurn á undanförnum tveimur mánuðum. Eignirnar renna út miklu hraðar en
venjulega og um þessar mundir eru helm-
ingi færri eignir á skrá hjá okkur en venju-
lega,“ segir Guðlaugur Örn Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Leigulistans.
Guðlaugur kveðst hafa áhyggjur af
skorti á íbúðum á leigumarkaði. „Menn
verða að fara að bretta upp ermarnar og
byggja. Fólk er bara fast og það vantar
hreyfingu á markaðinn. Þetta hefur lagast
mikið en það er fullt af íbúðum sem eru í
sjálfheldu vegna óleystra lánamála.“
Undir þetta tekur Svanur Guðmunds-
son, formaður félags löggiltra leigu-
miðlara: „Eftirspurnin er margföld á við
framboðið.“
Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af
innrás fjárfestingasjóðsins Centrum, sem
er í eigu Gamma, á leigumarkaðinn. Sam-
kvæmt frétt DV hefur sjóðurinn fjárfest
fyrir fjóra milljarða í íbúðum í miðborg
Reykjavíkur, Vesturbænum, Norður-
mýri og Hlíðunum. Alls hefur sjóðurinn
nú yfir 140 íbúðum að ráða sem eru í
útleigu. Segir forsvarsmaður félagsins í
DV að leiguverð hafi verið lágt á Íslandi.
Viðskiptahugmyndin gengur því út á
að leiguverð og fasteignaverð hækki.
Viðmælendur Fréttatímans voru á einu
máli um að innkoma sjóðsins hafi hækkað
leiguverðið, „skrúfað það upp,“ eins og
einn orðaði það.
„Þeir eru að búa til bólu sem springur
eins og graftarkýli á unglingi. Þeir eru
líka eins og unglingar á þessum markaði,“
segir Svanur Guðmundsson um innkomu
Gamma á leigumarkaðinn. „Þetta eru
bara verðbréfamiðlarar sem eru í öðrum
heimi. Það kæmi mér ekki á óvart að
leiguverðið þyrfti að hækka um fimmtíu
prósent til að standa undir verði eignanna.
Þessir menn eru ekki tengdir inn á hinn
almenna borgara.“
Þjóðskrá birti í vikunni nýjar upplýsing-
ar um leiguverð íbúðarhúsnæðis. Vísitala
leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækk-
aði um 2,4 prósent frá janúar til febrúar.
Síðastliðna tólf mánuði er hækkunin 10,6
prósent.
Samkvæmt tölum Þjóðskrár kostar um
110 þúsund krónur að leigja tveggja her-
bergja íbúð í vesturhluta Reykjavíkur og
Seltjarnarnesi, að meðaltali. Þriggja her-
bergja íbúð kostar 143 þúsund krónur á
mánuði en 4-5 herbergja íbúð 186 þúsund
krónur. Fljótleg leit á leiguvef mbl.is í
gær leiddi í ljós að algengt verð á tveggja
herbergja íbúðum í miðborg og Vest-
urbæ Reykjavíkur er 150 þúsund krónur.
Þriggja herbergja íbúðir á sama svæði
geta svo verið verðlagðar á allt að 200
þúsund krónur á mánuði.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
leigumarkaður innkoma fjárfestingasjóðs skrúfar upp verðið
Búa til bólu sem springur
eins og graftarkýli á unglingi
Eftirspurn á leigumarkaði er margföld á við framboð. Titringur vegna innkomu fjárfestingasjóðs á markaðinn. Leiguverð hefur hækkað.
Slegist er
um íbúðir á
leigumarkaði um
þessar mundir og
leiguverð hefur
hækkað.
Ljósmynd/Hari
6 fréttir Helgin 22.-24. mars 2013