Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 38
Diamond Gloss Sjampó og hárnæring Inniheldur demants­ agnir sem gefa mikinn gljáa og fljótandi keratín sem gerir hárið létt og mjúkt. Arnaldur og Stieg Larsson bera af öðrum Andrés Jónsson almannatengill Anna Sigríður Helgadóttir söngkona Ásgeir Eyþórsson útvarpsmaður Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri Elín Sveinsdóttir dagskrárframleiðandi Erla Björg Gunnarsdóttir menningarfræðingur Eygló Þóra Harðardóttir alþingismaður Gunnar Helgason leikari Gunnar Lárus Hjálmarsson rithöfundur Guðmundur Steingrímsson alþingismaður Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra Kristín Eva Þórhallsdóttir dagskrárgerðarkona Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Margrét Marteinsdóttir, dagskrárstjóri Útvarpsins Margrét Tryggvadóttir alþingismaður María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri og matargúrú Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Jóhann Ágúst Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kraums Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður Álitsgjafar Íslendingar eru óðir í spennusögur. Engu virðist skipta hvort um íslenska eða norræna höfunda er að ræða, góðir krimmar seljast í þúsundum eintaka. Um hundrað þúsund eintök af nýjum spennusögum seljast hér á landi á hverju ári og þá er ótalið allt sem selst á bókamörkuðum og víðar. En hvaða höfundar eru bestir? Fréttatíminn fékk 24 álitsgjafa til að velja besta íslenska spennusagnahöfundinn og besta norræna spennusagnahöfundinn. Þ essi bylgja fer af stað með Stieg Larsson. Hún reis hátt og hefur ekki fallið enn,“ segir Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Upp-heimum. Ekkert lát virðist á vinsældum norrænna glæpa- sagna hér á landi. Þær eru gefnar út í kiljum allt árið um kring og eru rifnar úr hillum verslana. Vinsældir krimmanna hafa breytt landslaginu í bókaútgáfu. Áður fyrr voru bækur fyrst og fremst gefnar út fyrir jólin en nú er krimmunum mjatlað út allt árið. Fram undan eru einmitt „litlu jólin“ í bókaútgáfu en margir telja nauðsynlegt að birgja sig vel upp af bókum fyrir páskahelgina. Ótaldar eru íslensku glæpasögurnar. Turnarnir tveir, Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir, selja bækur í tugum þúsunda eintaka á ári hverju og sífellt fleiri höfundar njóta sömuleið- is vinsælda í þessum geira. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlags- ins og formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, segir að áætla megi að um hundrað þúsund ein- tök af nýjum glæpasögum seljist á hverju ári hér á landi. Þá eru ótaldar allar eldri bækur sem seljast á bókamörkuðum og víðar. Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum segir að vin- sældir glæpasagna hér á landi komi ekki á óvart, krimmun- um sé mokað út um alla Skandinavíu. „Maður hristir bara hausinn. Það virðist ekkert lát þessu. Þrem- ur mánuðum eftir að við gefum út bók eftir Ca- millu Läck- berg fara aðdáendur að hringja hingað og spyrja hvenær von sé á þeirri næstu.“ 1. stieg larsson 8 atkvæði „Millenium-trílógían braut blað í norrænni glæpasagnaritun (rétt eins og Sjöwall og Wahlöö gerðu á sínum tíma) með því að taka mál eins og kvenhatur og setja róttækari fókus á það en áður hefur verið gert í glæpasagnasögunni.“ „Lisbeth Salander ... er ein eftirminni- legasta kvenpersóna seinni tíma.“ „Magnaðar spennusögur sem skarta einum flottasta kvenkarakter sem sögur fara af.“ 2. jo Nesbø 6 atkvæði „Hann er langbestur á Norðurlöndum; byggir á hinni norrænu hefð auk þess sem hann blandar af nokkurri ósvífni elemetnum úr bandaríska krimmanum saman við það og úr verður kröftugur kokkteill.“ „Sérfræðingur í snjöllum fléttum. Maður sogast inn í söguna og er ekki mönnum sinnandi fyrr en lestrinum lýkur.“ „Bækurnar hans eru hressilega skrif- aðar og spennandi, vel merktar inn í þessa félagslegu norrænu glæpasagnahefð en örlítið meira brútal og hraðari. Svo er hann frábær barnabókahöfundur líka.“ 3. Henning Mankell 4 atkvæði „Ótrúlegur þungi í stílnum hans en um leið getur hann hraðað á frásögninni að vild eins og að sprauta frá garðslöngu. Það er líka ótrúlegt að maður er alltaf jafn fárán- lega spenntur þótt hann segi strax frá því í fyrsta kafla hver morðinginn er. Mankell er dökkt súkkulaði, mjög dökkt súkkulaði, með miklu kakómagni.“ „Hann er einhvern veginn bara með’etta. Ég get ekki hætt að lesa þegar ég byrja.“ Af erlendum höfundum voru þessi einnig nefnd: Jussi Adler-Olsen (2 atkvæði), Åsa Larsson, Liza Marklund, Sjöwall og Wahlöö og Sara Blædel. 1 arnaldur indriðason 12 atkvæði „Þótt aðrir höfundar hafi kannski nálgast hann í sölutölum eru þeir óravegu frá því að ná hans tálgaða stíl.“ „Grafarþögn var sérstaklega minnisstæð, vegna þess hvernig höfundur náði að lýsa þróun og afleiðingum heimilisofbeldis á magnaðan hátt.“ „Arnaldur er konungurinn. Klunnalegur og kuldalegur stíll hans hæfir formúlukrimmanum prýðilega og honum hefur tekist merkilega vel að halda dampi. Menn eins og Ævar Örn hafa gert skammæra atlögu að konungsdæminu en hefur skort snerpuna, duginn og þolgæðið. Hann hokrar því uppí Mosó við að semja krossgátur meðan Arnaldur veit ekki aura sinna tal. Verða ekki hæfileikarnir í þessum efnum að miðast að einhverju leyti við slíka velgengni?“ „Bækurnar hans eru yfirleitt spennandi en taka líka á ýmsum samfélagsmeinum. Maður fær það heldur yfirleitt ekki á tilfinninguna að hann hafi verið að flýta sér um of að skila handritinu fyrir jólin eins og mér finnst eiga við um suma aðra.“ „Sá íslenski glæpasagnahöfundur sem hefur náð mestri dýpt í persónusköpun, leggur mikla vinnu í að nýta sögulegt efni í sögusvið sitt og nær um leið að halda spennu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 2.-3. Yrsa sigurðardóttir 3 atkvæði „Yrsu tekst vel upp með að flétta inn í spennuna yfirnátt- úrulegri mystík sem er eitthvað sem trúgjarnir Íslendingar kunna vel að meta.“ „Yrsa fyrir Ég man þig því með henni varð hún besti spennusagnahöfundur Íslandssögunnar. Ég vanrækti börnin mín meðan á lestri stóð. Skyndibiti þrjú kvöld í röð og tölvuleikjanotkun með mesta móti.“ „Það hvernig hún leikur sér að draugum verður aldrei klént heldur þrælvirkar og fær hárin til að rísa enn meira.“ 2.-3. Ævar Örn jósepsson 3 atkvæði „Arnaldur er betri rithöfundur ... en mér finnst Ævar Örn betri sem spennusagna- höfundur og vildi gjarna sjá mun meira til hans.“ Af innlendum höfundum voru þessi einnig nefnd: Viktor Arnar Ingólfsson, Helgi Ingólfsson, Fritz Már Jörgensen, Stefán Máni, Sólveig Pálsdóttir og Gunnar Gunnarsson. 38 glæpasögur Helgin 22.-24. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.