Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Síða 54

Fréttatíminn - 22.03.2013, Síða 54
54 heilsa Helgin 22.-24. mars 2013  skíði Námskeið fyrir fatlaða á akureyri É g hafði heyrt af því áður og fundist eðlilegt að hreyfihaml-að fólk færi á skíði ef búnað- urinn væri til staðar,“ segir Guðný Bachmann, fulltrúi Vetraríþrótta- nefndar Íþróttasambands fatlaðra, sem hefur kennt og aðstoðað á skíða- námskeiðum fyrir fatlaða. „Þegar ég sá hversu auðveld skíðaiðkunin er, þrátt fyrir að fólk sé hreyfihamlað, hafði það mikil áhrif á mig og ég fór til Bandaríkjanna til að kynna mér þetta betur,“ segir hún. Á þessu ári voru haldin tvo nám- skeið á Akureyri á vegum Íþrótta- sambands fatlaðra, Vetraríþrótta- miðstöðvar Íslands og Hlíðarfjalls. Guðný hefur aðstoðað og kennt á þessum námskeiðum frá upphafi. „Ég fylgdist með og aðstoðaði á nám- skeiði 2006 en þá var ég að sjá fatlað fólk á skíðum í fyrsta sinn. Íþróttasamband fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri hafa verið í samstarfi við NSCD frá árinu 2006. NSCD eru 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 Fatlaðir geta vel skíðað Þátttakendur og aðstandendur í blíðviðrinu á Akureyri á dögunum. Mynd: Marrit Meintema „Þegar ég sá hversu auðveld skíðaiðk- unin er, þrátt fyrir að fólk sé hreyfihamlað, hafði það mikil áhrif á mig og ég fór til Bandaríkjanna til að kynna mér þetta betur.“ bandarísk samtök sem hafa starfað að endur- hæfingarmálum fatlaðra með áherslu á íþrótta- iðkun. Samtökin eru með aðstöðu í Winter park í Colorado og þar fer fram markviss skíðaþjálfun og endurhæfingarstarf í tengslum við barnaspít- ala í Denver. Markmiðið er að efla vetraríþróttir fatlaðra á Íslandi og auka samstarf við færustu sérfræðinga heims á þessu sviði. Nokkrir Ís- lendingar hafa sótt námskeið til Bandaríkjanna en þar starfa færustu leiðbeinendur heims á sviði skíðaþjálfunar fatlaðra. Tveir Íslendingar stunda nú æfingar og keppni ytra, þau Erna Friðriks- dóttir og Jóhann Hólmgeirsson. Þau æfa bæði í Winter Park á vegum NSCD og markmiðið er að taka þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra í Sochi í Rússlandi árið 2014. Guðný segir það hafa gengið erfiðlega til að byrja með að ná til fatlaðs fólks og fá það til að koma á skíði. „Það þurfti nánast að hringja í fólk og biðja það um að koma í fjallið og prófa að fara tvær ferðir. Í dag vita fleiri að það er til sérstakur skíðabúnaður fyrir hreyfihamlað fólk. Til dæmis skíðagrind, setskíði og stafaskíði sem eru eins og hækjur með skíðum neðst. Skíðaiðkendur hafa einnig mjög mismunandi færni á skíðum, allt frá því að vera að æfa sig í að ná jafnvægi á skíðum yfir í að svífa tignarlega yfir fannhvíta jörð. Þar af leiðandi finnst mörgum hreyfihöml- uðum einstaklingum þeir falla vel inn í hóp skíðaiðkenda því einstaklingarnir í fjallinu eru af öllum toga en allir eru jafnir og stefna að því að eiga góða dag í góðum félagsskap,“ segir Guðný. Bjarni Pétur Jónsson bjarni@frettatiminn.is Tveir Íslendingar stunda nú æfingar og keppni á skíðum í Denver í Colorado, þau Erna Friðriksdóttir og Jóhann Hólmgeirsson. Þau stefna á vetrarólymp- íuleika fatlaðra í Rússlandi 2014. facebook.com/frettatiminn Vertu vinur okkar á og þú getur átt von á glaðningi.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.