Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Side 57

Fréttatíminn - 22.03.2013, Side 57
mér þetta meiri viðurkenning á mínum verkum svona almennt.“ Gló opnar á Laugaveginum Hún segist finna fyrir þrýstingi að opna veitingastað í Bandaríkj- unum. Það sé ýmislegt í gerjun og mikill áhugi að utan en ekkert sem komið er á hreint. Þau hafi þó nóg með Gló og allt sem því tengist hér á landi. „Við erum að fara að opna á nýjum stað á Laugaveginum þar sem veitingastaðurinn Á næstu grösum var til húsa. Við ætlum að reyna að opna fljótlega eftir páska. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir þessu húsi því þarna var fyrsti grænmetisstaðurinn á Íslandi. Ég var að vinna þarna árið 1988 og vann þarna í sex ár. Mér þykir því mjög vænt um húsið og það er ein- hver svakalega skemmtileg ára þarna.“ Bjarni Pétur Jónsson bjarni@frettatiminn.is  páskar sólveig eiríksdóttir í gló heilsa 57Helgin 22.-24. mars 2013 Kvennaleikfimi Mán., mið. og fös. kl. 16:30. Verð 3x í viku kr. 14.900,- Þri. og fim. kl. 10:00. Verð 2x í viku kr. 12.900,- Í form fyrir golfið Mán., mið. og fös. kl. 12:10-12:55. Verð 3x í viku kr. 14.900,- Þri. og fim. kl. 12:10-12:55. Verð 2x í viku kr. 12.900,- Morgunþrek Fyrir lengra komna. Mán., mið. og fös. kl. 7:45 eða 09:00. Verð kr. 14.900,- Zumba og Zumba toning Þri. og fim. kl. 16:30 Verð kr. 12.900,- Yoga Þri. og fim. kl. 12:00 Verð, 4 vikur, kr. 12.900,- Leikfimi fyrir 60 ára og eldri Mán og mið kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00 Verð kr. 9.900 Zumba Gold 60+ Fyrir 60 ára og eldri sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. Verð kr. 9.900,- Skelltu þér í ræktina! Ný námskeið hefjast 4. og 5. apríl. 4 vikur. „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með grunnnámskeið í Heilsulausnum og er núna á framhaldsnámskeiðinu. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Ferðir við allra hæfi Skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is Ferðafélag Íslands Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúrulegt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum ÞREYTT AUGU s úkkulaði hefur lengi verið talið hafa heilsusam- lega eiginleika vegna andoxunar- efna. Þetta á að sjálfsögðu við um það sem kemur úr kakóbauninni sjálfri, ekki við- bætta sykurinn. Sólveig Eiríks- dóttir, eða Solla í Gló eins og hún er gjarnan kölluð, segir það hafa marga kosti í för með sér að búa til sitt eigið súkkul- aði. Þá getum við ráðið sykur- magninu, valið þá gerð sykurs sem okkur líkar best og nýtt okkur lífrænt ræktað hráefni. „Á mínu heimili höfum við í mörg ár haft þann sið að búa til okkar eigin páskaegg. Þetta gerum við fyrst og fremst vegna þess að okkur finnst svo gaman að föndra svolítið saman, en einnig er stór kostur að ráða algerlega innihaldinu sjálfur. Sumum finnst gott að fylla heima- gerðu eggin sín með hnetum og þurrkuðum ávöxtum, þetta passar vel að maula með dökku súkkulaði og er næringarríkara en sælgæti,“ segir Solla. Hún segir þetta egg vera fyrir þá ævintýragjörnu sem vilji prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Spennandi „ofur“ egg 1/2 bolli kakónibbur, malaðar í mat- vinnsluvél eða blandara (hægt að nota kryddkvörn) 1/4 bolli kakóduft 1/2 bolli fínt malaðar kasjúhnetur eða möndlur (sem búið er að afhýða) 1/4 bolli kókospálmasykur 1 msk lucuma (gefur karamellukeim) 1 tsk maca 1/4 tsk salt 1/4 tsk stevía 1 bolli kakósmjör í fljótandi formi (pokinn settur í skál með 40° - 45° heitu vatni) 1/4 bolli kókosolía Til að byrja með er þurrefnunum hrært saman í skál, olíunni bætt við og loks öllu blandað vel saman. Ekkert samviskubit um páskana Gerðu þitt eigið páskaegg. „Fyrir þessa uppskrift er best að nota minnstu eggjaformin og fylla þau alveg og búa til gegnheil egg. Þegar þið hafið fyllt formin er best að setja þau í frysti eða kæli til að leyfa eggjunum að storkna alveg í gegn.“ Solla segir það mikilvægt að gleyma því ekki að páskarnir séu bara einu sinni á ári. Þeir sem elski hefðbundin páskaegg og sæl- gæti þurfi ekki að fá samviskubit yfir einu árlegu páskaeggi.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.