Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 70
70 bíó Helgin 22.-24. mars 2013
Heldur
syrtir
síðan í
álinn hjá
köppunum
þegar í
ljós kemur
að á jörðu
niðri er
samsæri
um að
fá risana
í mann-
heima.
ryan Singer HriStir upp í Jóa og baunagraSinu
b ryan Singer hitti í mark með hinum skemmtilega f léttaða krimma The Usual Suspects árið 1995. Því næst gerði
hann Apt Pupil eftir nóvellu Stephens King um
ungan afburðanemanda sem sturlast við kynni
sín af gömlum nasista sem fer huldu höfði í
heimabæ hans. Sir Ian McKellen lék roskna
stríðsglæpamanninn sem ornaði sér við gaml-
ar minningar úr útrýmingabúðunum með því
að stinga hundum og köttum inn í gasofninn í
eldhúsinu heima hjá sér.
Samstarf Singers og McKellen hélt áfram
árið 2000 þegar Singer tók að sér að snara
fram almennilegri mynd um stökkbreyttu
Marvel-ofurhetjurnar sem kenndar eru við
X-Men. Þar lék McKellen skúrkinn Magneto
með ágætum. Singer skilaði síðan framhalds-
myndinni X2 en eftirlét Brett Ratner að leik-
stýra þriðju myndinni X-Men: The Last Stand
þar sem hann vildi endilega snúa sér að Super-
man. Niðurstaðan varð Superman Returns sem
Singer sendi frá sér 2006 og olli þó nokkrum
vonbrigðum. Singer hefur nú tekið aftur við X-
fólkinu og leikstýrir næstu mynd um ævintýri
þeirra, X-Men: Days of Future Past.
Áður en Singer fór aftur til fundar við ást-
kærar stökkbreyturnar sínar millilenti hann í
þjóðsagnaheimi Jóa og baunagrassins en mynd-
in Jack the Giant Slayer er nú loks komin í bíó
eftir tafir og alls konar vandræðagang í fram-
leiðslunni.
Hér segir Singer frá bóndasyninum Jack
sem kemst yfir töfrabaunir sem hann glutrar
niður þegar hann hittir hina hugrökku prins-
essu Isabelle. Jack verður undir eins ástfanginn
af Isabelle en þegar hann missir baunirnar
sprettur upp risavaxið baunagras og með því
skýst prinsessan upp í tröllaheima.
Konungur sendir þá fræknasta riddara sinn,
sem Ewan McGregor skemmtir sér greini-
lega konunglega við að leika, af stað til þess
að bjarga Isabelle. Með honum í för er fláráður
vonbiðill prinsessunnar sem Stanley Tucci
leikur og Jack slæst að sjálfsögðu í hópinn
enda mjög áfram um að bjarga stúlkunni sem
hefur fangað hjarta hans.
Heldur syrtir síðan í álinn hjá köppunum
þegar í ljós kemur að á jörðu niðri er samsæri
um að fá risana í mannheima til þess að ræna
þar völdum. Þá eru góð ráð dýr enda stefnir
allt í magnað lokauppgjör milli risa og manna
og þeir smávaxnari þurfa ekki að kemba hær-
urnar hafi risarnir betur í þeim darraðardansi.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tomatoes: 51%,
Metacritic: 51%
Leikstjórinn Bryan Singer vakti fyrst verulega athygli með hinni stórgóðu glæpamynd The Ususal
Suspects fyrir einum átján árum. Undanfarin ár hefur hann helst fengist við ofurhetjur og þá
fyrst og fremst X-Men. Í Jack the Giant Slayer tekur hann hliðarspor og dembir sér út í gamaldags
ævintýri þar sem menn og risar takast á með miklum látum.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Tilbrigði við kunnuglegt stef
Jack hikar ekki við að snarast upp í risaheima til þess að bjarga stúlkunni sem hann elskar.
Katie er ung og falleg kona sem er á flótta
undan skuggalegri fortíð sinni. Hún kemur
sér fyrir í smábæ í Norður-Karólínu þar
sem hún vekur nokkra forvitni og athygli
enda þykir hún í meira lagi dularfull þar
sem hún dúkkar upp einn daginn án þess
að eiga nokkrar tengingar við bæinn.
Þótt hún reyni að láta lítið fyrir sér fara
og halda fólki frá sér festir hún rætur
í samfélaginu, eignast góða vinkonu í
nágranna sínum og binst tveggja barna,
bráðhuggulegum ekkli sterkum tilfinn-
ingaböndum.
Katie er þó ekki lengi í paradís þar sem
fortíðin eltir hana uppi og hún þarf að gera
upp við sig hvort hún leyfi hjartanu að
ráða, leggi allt undir
eða haldi áfram að
flýja.
Leikstjórinn Lasse
Hallström (Mitt liv
som hund, What's
Eating Gilbert Grape)
leikstýrir er myndin
er úr smiðju þeirra
sem gerðu hina hjartnæmu The Notebook,
sem nánast vonlaust er að horfa á án þess
að rennbleyta nokkra vasaklúta, þannig að
hér má búast við miklu tilfinningadrama.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.2, Rotten Tom-
atoes: 13%, Metacritic: -
frumSýnd Save Haven
Öruggur staður að vera á
frumSýnd SnitcH
Traustur pabbi
Vöðvatröllið Dwayne Johnson,
sem lengst af var þekktur sem
The Rock, tekur á honum stóra
sínum í glæpamyndinni Snitch.
Hann leikur vörubílstjórann John
Matthews sem þarf að koma syni
sínum til bjargar þegar hann flæk-
ist í dópviðskipti.
Drengurinn á yfir höfði sér
tíu ára dóm sem hann getur ein-
ungis fengið mildaðan með því
að koma upp um höfuðpaurana í
málinu. Stráksi er því miður hið
mesta gauð og faðir hans sér ekki
fram á að honum takist að snúa
á glæpamennina. Hann býður sig
því fram í stað sonarins og freistar
þess að komast inn undir hjá dóp-
genginu og afla sönnunargagna
gegn hyskinu. En það er enginn
hægðarleikur og bílstjórinn þarf
að tefla á tæpasta vað.
Eðalleikkonan Susan Sarandon
og sá allt of sjaldséði Parry Pepper
setja svip sinn á myndina sem þó
hverfist fyrst og fremst um The
Rock.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,9, Rotten
Tomatoes: 56%, Metacritic: 52%
Katie
finnur öryggi í
örmum ekkju-
manns en
sælan endist
ekki lengi.
Dwayne Johnson
lætur sig ekki
muna um að tuska
eiturlyfjaskúrka
til í hlutverki
vörubílstjóra sem
tekur málin í sínar
hendur.
Viðhald
húsa
Fréttatíminn gefur út blað um viðhald húsa í samvinnu við
Húseigendafélagið 12 apríl. Þetta er einstakt tækifæri fyrir ykkur að
ná til þeirra sem hyggja á endurbætur, með auglýsingu eða kynningu
á starfsemi ykkar í vönduðu blaði sem unnið er af fagmönnum.
Hafið samband við Baldvin Jónsson í síma 531 3311 eða sendið honum
póst á netfangið baldvin@frettatiminn.is og fáið nánari upplýsingar.
12.
Apríl
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS n MIÐASALA: 412 7711
KOMDU Í KLÚBBINN!
bioparadis.is/klubburinn
SKÓLANEMAR: 25% afsláttur
gegn framvísun skírteinis!
NÝTT Í BÍÓ PARADÍS
SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
SUN kl. 20:00
MEÐLIMUR Í
sló í gegn
á þýskum kvikmyn-
dadögum!
HANNAH ARENDT
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ