Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 2
Gefðu gjöf sem gleður, gjöf sem kítlar bragðlaukana Gjafakort á Nítjánda veitingastað er alveg tilvalið í jólapakkann Hagnast um tæpa 1,7 milljarða á Högum 1,7 milljarðar verðmætaaukning 20,9% hlutar Búvalla í högum Mars - desember 20111 Samúel krist- jánsson sést hér ásamt kristjáni hreinssyni eftir tónleika Frostrósa. Ljósmynd/Lárus- Frostrósir vantar átta milljónir Söfnun guðmundar Felix grétarssonar fyrir höndum gengur framar vonum. Samkvæmt heimasíðu hans, hendur.is, er söfnunarféð komið upp í rúmar 32 milljónir en guðmundur þarf að safna fjörutíu milljónum til að geta komist á biðlista í handaágræðslu í Frakk- landi. Á veggspjaldi sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þakkar hann öllum þeim sem stutt hafa hann í söfnuninni fyrir hjálpina og segist varla eiga orð til að lýsa þakklæti sínu. -óhþ grunnvatn stoppar sandspyrnu Draumur forsvars- manna kvartmílu- klúbbsins um afnot af undirhlíðanámu í Hafnarfirði til keppnis- halds í sandspyrnu er runninn út í sandinn. Beiðni klúbbsins um afnot af svæðinu var ekki samþykkt af skipulags- og bygg- ingaráði hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Ástæðan fyrir því að ekki þótti hægt að samþykkja erindið er umsögn vatnsveitustjóra bæjarins en í henni kemur fram að aðeins séu fimm metrar niður á grunnvatn í nyrsta hluta námunnar. ekki er þó öll nótt úti fyrir sandspyrnumenn því sviðsstjóra bæjarins hefur verið falið að ræða við klúbbinn um að finna starfseminni annan stað. -óhþ Fjárfestar í Búvöllum slf, sem keyptu 34 prósenta hlut í högum af arion banka í mars á þessu ári og síðan tíu prósent til viðbótar í haust samkvæmt samkomulagi, hafa horft upp á eignarhlut sinn í félaginu vaxa gríðarlega frá því að smásölurisinn var skráður í kauphöllinni. Búvellir keyptu sína hluti á genginu 10 og síðan 11. Síðan hefur gengið hækkað verulega. útboðsgengi var 13,5 á hlut en þegar Kauphöllinni var lokað í gær, fimmtudag, var gengið skráð 16,6. eftir að lífeyrissjóðirnir tóku sinn hlut úr Búvöllum eru fjórir fjárfestahópar eftir í félaginu sem á 20,9 prósent hlut. Þekktustu einstaklingarnir í Búvöllum eru fjárfestarnir Árni hauksson og Friðrik hallbjörn karlsson. Þeir ganga bros- mildir inn í jólin með þá vitneskju að verðmæti bréfa þeirra í högum hefur hækkað um tæpa 1,7 milljarða á stuttum tíma; úr 2,5 milljörðum í 4,2. -óhþ  Dúx Fimm ár á ÍslanDi og rúllaði FramhalDsskólanáminu upp Dúx FB úr Fellaskóla og frá Filippseyjum Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is „Ég lærði heima í tvo tíma á dag. Námið var ekki erfitt fyrir mig,“ segir Melanie Ubaldo sem útskrifaðist af listnámsbraut. Melanie hefur aðeins verið fimm ár á Ís- landi. Hún er frá Filippseyjum og gekk í Fellaskóla. Hún lauk fyrstu tveimur fram- haldsskólaárum sínum í MH en útskrif- aðist úr FB sem dúx á þriðjudag. „Ég er önnur í röð fjögurra systkina,“ segir Melanie og hlær þegar hún er spurð hvort þau standi sig líka svo vel í námi. „Já, sérstaklega í íþróttum.“ Nú stefnir hún á að fara út til Filippseyja að hitta föður sinn eftir áramót. Hann hafi fagnað góðum námsárangri hennar í gegnum Facebook. Melanie segir að sér líði ágætlega hér á landi. Helsti muninum á Íslandi og Fil- ippseyjum sé jú veðrið: „Það er svo miklu betra á Filippseyjum,“ segir hún. „Við höfum það samt betra hér því á Filipps- eyjum lifðum við við sára fátækt.“ Melanie langar nú helst í listnám á Bretlandseyjum næsta haust og sækir þar um sem og á fleiri stöðum. „Ég ákvað að fara úr MH í FB, því myndlistarkennslan var einfaldari [í sniðum] í MH. Kennar- inn minn í FB var ógeðslega góður og þar er kennslan stórbrotin; allt frá listasög- unni til gjörninga og skúlptúra.“ Það sem gerir námsárangur Melanie einkar merkan er að hún sat almenna áfanga skólans í íslensku í stað þess að nýta sér íslenskukennslu fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Hún stóð sig vel. „Ég las Sjálfstætt fólk án nokkurra erfið- leika sem og Snorra Eddu og notaði ekki einu sinni orðabók. Ég fíla Halldór Laxness og Stein Steinarr. Það eru góð skáld.“ melanie fékk meðal annars verðlaun fyrir mynd- list, listasögu og peningaverðlaun við útskrift úr FB. hún var með hæstu einkunn útskriftar- nemenda í þetta sinn og dúxaði. Mynd/Hari  Tónleikar FrosTrósir velTa 200 milljónum króna Í ár Ekki gert ráð fyrir hagnaði á rándýru af- mælisári Frostrósa aðalskipuleggjandi Frostrósa segist himinlifandi með undirtektirnar á tíu ára afmæli Frostrósa. tekjur eru samkvæmt væntingum og standa undir kostnaði. tónleikar Frostrósa í hörpu heppnuðust stórkostlega að sögn Samúels. Ljósmynd/Lárus-Frostrósir s íðustu tvö ár hafa verið fín en árið í ár snerist bara um að halda sjó. Við vissum að kostnaðurinn yrði gífurlegur, bæði vegna þess að við ákváðum að halda tónleika á stöðum sem eru það litlir að kostnaðurinn er alltaf meiri en tekjurnar og vegna þeirra ákvörðunar að halda tónleikana í Reykjavík í Hörpu í stað Laugardalshallarinnar eins og gert hefur verið undanfarin ár. Það var mun dýrara dæmi. En við sjáum ekki eftir neinu. Þetta er afmælisár og við vildum gera þetta fyrir fólkið í landinu sem hefur stutt við bakið á okkur undanfarin tíu ár. Við erum virkilega sátt,“ segir Samúel Kristjánsson, aðalskipu- leggjandi Frostrósa-tónleikaraðarinnar. Í ár er tíu ár frá því að fyrstu Frostrósa-tón- leikarnir voru haldnir og hefur þeim heldur betur vaxið fiskur um hrygg síðan. „Mér telst til að við séum búin að selja rúmlega 25 þúsund miða í almennri miðasölu og að tekj- urnar séu einhvers staðar um 200 milljónir. En kostnaðurinn er líka gríðarlegur og það hefur verið mikið verk að halda honum niðri. Við vissum að við yrðum að stilla miðaverð- inu í hóf og það hefði verið auðvelt að missa kostnaðinn upp úr öllu valdi,“ segir Samúel og bætir við að frá upphafi hafi tekist að halda hverju ári réttu megin við núllið. Síðustu tónleikarnir í ár áttu að fara fram í Tálknafjarðarkirkju á miðvikudagskvöldið en sú kirkja er minnsti tónleikastaðurinn af öll- um þeim sem Frostrósir ber niður á þetta árið – aðeins komast um 200 manns í kirkjuna. „Vegna óveðurs var ekki hægt að halda tón- leikana en við stefnum að því að heimsækja Tálknfirðinga á milli jóla og nýárs í staðinn,“ segir Samúel. Frostrósir komu fram á mörgum stöðum þar sem stórtónleikar eru sjaldnast haldnir sökum smæðar. „Þetta var ákvörðun sem við tókum. Að fara út á land og spila á stöðum þar sem ekki eru oft tónleikar. Og ég verð ekki var við annað en að það sé mikil ánægja og gleði með þetta framtak okkar. Við erum í það minnsta afskaplega ánægð,“ segir Samúel sem verður, áður en jólin verða hringd inn á aðfangadag, búinn að skipuleggja og halda yfir þrjátíu tónleika á fimmtán stöðum í öllum landsfjórðungum sem og í Færeyjum á tæpum mánuði. Og tónleikarnir í Reykjavík hafa ekki verið nein smásmíði. Þegar mest var stóðu átta kórar, um 300 manns, á sviðinu í Eld- borgarsal Hörpu. „Það var stórkostlegt að halda þessa tónleika í Hörpu. Það er glæsileg bygging sem passar vel fyrir þessa tónleika. Ég veit samt ekki hvað við gerum á næsta ári – hvort við verðum aftur í Hörpu. Það verður að koma í ljós,“ segir uppgefinn Samúel sem gerir ráð fyrir því að sofna yfir jólamatnum eftir að hafa skrifað þúsund jólakort til allra þeirra sem hönd lögðu á plóginn fyrir Frost- rósir þetta árið. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is löggan gómar glannana lögreglan í húnavatnssýslum er fræg fyrir eftirlit með hraðakstri. Nýjar tölur sýna að ekkert er gefið eftir í umferðareftirlitinu í húnaþingi. í skýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar 2010, sem húnahornið greinir frá, kemur fram að sumarið 2010 var framkvæmt sérstakt hraðaeftirlit sem lögregluembætti landsins tóku þátt í. Samkvæmt skýrslunni ók lögreglan á Blönduósi mest á meðan á eftirlitinu stóð og eyddi flestum vinnustundum í það. Þá voru hlutfallslega flest hraðakstursbrot skráð hjá lögreglunni á Blönduósi eða 25,4% en næstflest hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu eða 13%. hjá lögreglunni á Blönduósi voru skráð 450 hraðakstursbrot á umræddu tímabili. - jh 2 fréttir helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.