Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 14
inga á Sauðárkróki, skiluðu bæði 2,1 milljarða króna hagnaði. FISK stendur þó eilítið betur þótt bæði standi traustum fótum. Eigið fé þess er 11,1 milljarður á móti 6,1 milljarði hjá Ísfélaginu og skuldir FISK voru 8,1 milljarður á móti 16,3 milljarða skuld Ísfélagsins. Skinney-Þinganes, útgerðar- félag fjölskyldu Halldórs Ás- grímssonar á Höfn í Hornafirði, sem fékk 2,6 milljarða afskrifaða árið 2009, skilaði 1,6 milljarða króna hagnaði. Þar eru skuldir þó enn 17 milljarðar en eigið fé er 4,1 milljarðar. Gjögur var með 1,5 milljarð í hagnað sem skýrist nær eingöngu með hlutdeild í hagnaði Síldarvinnslunnar þar sem Gjögur er næststærsti hluthafinn. Félagið var með neikvætt eigið fé árið 2009 og er enn með neikvætt eigið fé upp á 862 milljónir. Sælir eru afskrifaðir Inn á listann yfir félög með mestan hagnað slysuðust nokkur félög í skjóli afskrifta. Vissulega slær þó enginn við afskrifta- kóngum síðasta árs í Stoðum sem fengu 224 milljarða afskrif- aða í nauðasamningum. Nú er það hið umdeilda 1998 ehf sem er afskriftarkóngurinn með þrjátíu milljarða króna niðurfell- ingu. Félagið hélt um hlut fjölskyldu Jóns Ásgeirs Jóhann- esonar og viðskiptafélaga þeirra í Högum. Arion banki leysti félagið til sín á árinu 2010 og hefur síðan hægt og bítandi selt hluti í Högum. Það félag var nýverið tekið inn í Kauphöllina og hefur verðmæti þess aukist um 69 prósent síðan 34 prósent hlutur var seldur kjölfestufjárfestum í mars á þessu ári. Bílaumboðið Brimborg skilaði 2,6 milljarða króna hagnaði á árinu 2010. Ekki var um að ræða að bílfarmar af Ford og Volvo hefðu selst heldur voru 3,9 milljarðar af skuldum Brim- borgar afskrifaðir. Rekstrartapið var 386 milljónir. Hluthafar komu inn með 200 milljónir í nýtt hlutafé og er eigið fé félags- ins 667 milljónir en skuldirnar eru enn 3,2 milljarðar. Félagið Sýr ehf hagnaðist um 2,5 milljarða. Ekki er þó um að ræða frábæran rekstarhagnað heldur voru skuldir upp á 2,3 milljarða felldar niður. Félagið, sem á fjölmargar fasteignir í Reykjavík, er í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar en þeir voru báðir hluthafar í hinu fræga félagi Stím sem er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksókn- ara vegna kaupa félagsins á bréfum í Glitni og FL Group síðla árs 2007 með lánsfé frá Glitni, fé sem tapaðist allt. Eigið fé Sýr er 126 milljónir og skuldir 2,3 milljarðar en þess er getið í ársreikningi að ágreiningur ríki á milli félagsins og Lýsingar um uppgjör á lánasamningi. Munar þar um átta hundruð milljónum á mati félaganna tveggja og ljóst að ef Lýsing vinnur málið versnar fjárhagur Sýr til mikilla muna. Ekki er langt síðan af- skrifaðar voru sjö milljarða skuldir í öðru félagi Jakobs Val- geirs, JV ehf. Þrjú önnur félög sem skiluðu öll rétt um tveimur milljörðum í hagnað fengu einnig frá 1,6 til 1,8 milljarða afskrifaða af sínum skuldum. Félagið OA eignar- haldsfélag, í eigu Októ Einars- sonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar og Andra Þórs Guð- mundssonar forstjóra, sem á 38 prósent hlut í Ölgerðinni fékk 1,6 milljarð afskrifaðan. Eigið fé er neikvætt um 123 milljónir og skuldin – hún er enn einn milljarður. Grjótháls ehf, sem er í eigu Péturs Guðmundssonar, einatt kenndur við Eykt, fékk 1,8 milljarð afskrifaðan. Inni í því er reyndar höfuðstólsleið- rétting og gengismunur samkvæmt ársreikningi. Félagið, sem er fasteignafélag, er með neikvætt eigið fé upp á 457 milljónir og skuldar enn 3,2 milljarða. MB fjárfestingafélag, sem er að stærstum hluta í eigu Íslensk-Ameríska, fékk 1,8 milljarðs skuld niðurfellda. Ekki verður betur séð en að MB hafi verið stofnað í kringum kaup á stofnfjárhlutum í Byr sem eru verðlausir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Nafn félags Helstu eigendur Hagnaður (í milljörðum) ISB Holding ehf GLB Holding ehf 43,7 GLB Holding ehf Skilanefnd Glitnis 41,3 Íslandsbanki ISB Holding ehf 29,4 Landsbankinn Íslenska ríkið 27,2 1998 ehf Arion banki 21,4 Kaupskil ehf Kaupþing 20,4 Orkuveita Reykjavíkur Reykjavíkurborg 13,7 Arion banki Kaupskil 12,5 Alcoa Fjarðaál sf Alcoa á Íslandi ehf 11,7 Medis ehf Actavis Group PTC ehf 7,7 Norðurál Grundartangi ehf Norðurál ehf 7,5 Samherji hf Kristján Vilhelmsson/ÞMB 7,4 Eldar ehf Finnbogi Baldvinsson/Samherji 7,2 Landsvirkjun Íslenska ríkið 7,1 Alcan á Íslandi hf Alcan Holding Switzerland 6,6 Horn Fjárfestingarfélag hf Landsbankinn 6,5 Stoðir hf Kröfuhafar (íslensku bankarnir) 6,1 Alfesca hf Kjalar Invest BV/Lur Berry 5,5 Eyrir Invest ehf Þórður Magnússon/Árni Oddur Þórðarson 5,1 Icelandair Group hf Framtakssjóður Íslands/Íslandsbanki 4,6 Icelandair ehf Icelandair ehf 4,1 Össur hf William Demant Invest/Eyrir Invest 4,1 Eignarhaldsfélagið IG ehf Landsbankinn 3,8 Landsnet hf Landsvirkjun 3,6 Smáragarður ehf Norvik fasteignir ehf 3,3 Norvik fasteignir ehf Decca Holding/Jón Helgi/Straumborg 3,3 Síldarvinnslan hf Samherji/Gjögur 3,2 Marel hf Eyrir Invest/Horn fjárfestingafélag 2,7 Brimborg ehf Jóhann Jón Jóhannsson og fleiri 2,6 M-Holding ehf ALMC (áður Straumur) 2,6 Wendron ehf í erlendri eigu 2,6 Sýr ehf Jakob Valgeir Flosason/Ástmar Ingvarsson 2,5 Kaupfélag Skagfirðinga ( svf. ) 1400 einstaklingar 2,4 Rarik ohf Íslenska ríkið 2,3 Primera ehf Andri Már Ingólfsson 2,2 Reitir I ehf Reitir fasteignafélag hf 2,1 Isavia ohf Íslenska ríkið 2,1 Ísfélag Vestmannaeyja hf ÍV fjárfestingafélag ehf (Guðbjörg M) 2,1 FISK-Seafood hf Kaupfélag Skagfirðinga ( svf. ) 2,1 Lava Capital ehf Íslandsbanki 2,0 OA eignarhaldsfélag ehf Októ Einarsson/Andri Þór Guðmundsson 1,9 Lómur ehf Íslandsbanki 1,9 Sparisjóður Bolungarvíkur Bankasýsla ríkisins 1,9 Reitir III ehf Reitir fasteignafélag hf 1,9 Grjótháls ehf Viðarhylur (Pétur Guðmundsson í Eykt) 1,9 Eimskipafélag Íslands hf Landsbankinn/Yucaipa Companies LLC 1,9 Vífilfell ehf Sólstafir 1,8 MB fjárfestingafélag ehf Íslensk-ameríska verslunarfélagið 1,8 Promens hf Framtakssjóður Íslands/Horn fjárfestingafélag 1,8 Primera Travel Group hf Primera ehf 1,7 Jón Ásgeir Jóhannesson var stærsti eigandi 1998 ehf. Jakob Valgeir Flosason var þátttakandi í Stím- ævintýrinu sem er nú inni á borði embættis sérstaks saksóknara. Guðbjörg Matthíasdóttir, langstærsti eigandi Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól 14 fréttaskýring Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.