Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 39
Fært til bókar
Helgin 23.-25. desember 2011
Dægrastytting á ráðstefnu
Vinsælt er meðal embættismanna hins
opinbera að sækja ráðstefnur
erlendis. Ekki er endilega gef-
ið að þær skili miklum árangri.
Bjarni E. Guðleifsson, prófess-
or við Landbúnaðarháskóla
Íslands, er óvenju hreinskilinn
um gildi slíkra ráðstefnuferða.
Kannski er það vegna þess að hann er
kominn að lokum starfsferilsins? Bjarni,
sem er lífeðlisfræðingur, segir á heima-
síðu skólans að á starfsferlinum hafi
hann reynt að viðhalda samskiptum við
erlenda starfsfélaga meðal annars með
því að taka þátt í alþjóðlegum starfshóp-
um og ráðstefnum, þótt þær séu bæði
tímafrekar og dýrar. „Hef haft það fyrir
reglu,“ segir Bjarni, „að senda yfirmanni
mínum skýrslu að lokinni ráðstefnu,
þar sem ég greini frá áhugaverðum
verkefnum og hugmyndum sem vöknuðu
á ráðstefnunni og mig hefði langað til að
vinna að. Fæst af þessu hefur komið til
framkvæmda.“ Bjarni segist einkum hafa
sótt ráðstefnur sem tengjast hópum sem
fást við kal og vetrarþol plantna. „Sumir
kaffifélagar mínir í Búgarði á Akureyri
(og reyndar líka kona mín) hafa ekki
mikla trú á að þessar ráðstefnuferðir
skili miklu, kannski vegna þess að þeim
finnst mér vefjast tunga um tönn þegar
þau spyrja mig að lokinni ráðstefnu hvað
hafi helst komið út úr henni. Mér þykir
raunar ágætt að fá slíkar spurningar
og reyni að svara eftir bestu getu. Þau
telja þetta mikil og gagnslítil útgjöld
fyrir íslenska ríkið. Þá verð ég raunar að
benda á það að oft er þátttakan greidd
úr erlendum sjóðum,“ segir Bjarni sem
viðurkennir nokkru síðar að hafa ekki
skilið efni allra erinda sem hann hefur
hlýtt á. Þar sem hann situr undir erind-
um um sameindalíffræði sem byggð eru
á skammstöfunum sem eru ekki á hans
sviði og ofar skilningi hins gamla lífeðlis-
fræðings dundar hann sér við það, oftast
á aftasta bekk, að setja saman limrur.
„Þetta er ekki mikill kveðskapur, enda
ekki á móðurmálinu. En þetta hefur stytt
mér stundir,“ segir Bjarni og birtir eina
limru sem ort var á ráðstefnu í Finnlandi
árið 1995:
Our group had a marvellous meeting,
making progress, talking and reading.
This is a toast
to our host
for perfect order, planning and eating.
Jakob Frímann og Ragga Gísla á
kalráðstefnu
Prófessor Bjarni E. Guðleifsson hefur
gert fleira en yrkja limrur á alþjóðlegum
kalráðstefnum. Hann segir það geta
orðið eins konar lífsstíl að sækja ráð-
stefnur en það sé slæmt. Menn eigi bara
að sækja þá fundi sem gefa þeim eitt-
hvað og tefji þá ekki um of frá vinnunni.
„Ég hef haft það fyrir reglu að fara ekki
á alþjóðlegar ráðstefnur nema flytja þar
erindi,“ segir hann. Síðasta ráðstefnan
sem hann sótti var á dögunum á Kýpur.
„Það er kannski til marks um fallandi
gengi mitt nú í lok starfsferilsins að í
þetta sinn var ég bara með veggspjald
en ekki erindi eins og venjulega,“ segir
Bjarni og getur sér þess til að ástæða
þess að hann var valinn veggspjalda-
maður á Kýpur kunni að vera vegna þess
að hann sé að ljúka ferlinum. Menn hafi
verið farnir að sjá að hann var alltaf að
segja sömu gömlu hlutina. „Þá dettur
mér í hug,“ segir Bjarni, „vinur minn
Boris Vartapetian frá Sovétríkjunum (lík-
lega var hann Armeni), sem kom á allar
kalráðstefnur og flutti ætíð sama erindið
með sömu skuggamyndunum. Erindið og
myndirnar voru svo sem ágætar, en fé-
lagar mínir á ráðstefnunum voru afskap-
lega þakklátir þjófinum sem stal töskum
hans Borisar á járnbrautarstöðinni í
Amsterdam með öllum myndunum. Síð-
an hefur Boris ekki sést á þessum ráð-
stefnum og er líklega löngu horfinn á vit
gefðu
GARM
IN
vinsæl
u
jólagja
firnar
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi
S: 577 6000 | www.garmin.is
Opið á Þorláksmessu: 10–18
Opið á aðfangadag: 9–12
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
13
57
1
Garmin G
PSmap 6
2s útivis
tartæki
Öflugas
ta útivis
tartækið
verður
enn bet
ra!
Meiri up
plausn í
skjá, fle
iri litir, m
inni fyrir
200 ferl
a, hægt
að skan
na kort
og loft-
myndir t
il að set
ja í tæki
ð.
FORERUN
NER 610
hlaupaú
r
Úr með
snertiskj
á. Ákafl
ega auð
velt
í notkun
. Sýnir n
ákvæma
vegalen
gd,
hraða, t
akt, púls
, kaloríu
eyðslu o
g fleira.
Approac
h golf GP
S fyrir g
olfara
24 helst
u vellir á
Íslandi á
samt 7.1
00
evrópsk
um völlu
m.
Einfaldu
r og han
dhægur
snertisk
jár.
Nuvi 259
5LMT lei
ðsögutæ
ki
Frábært
leiðsög
utæki m
eð nýju
stýrikerf
i,
stórum
5” skjá
og götu
kortum
af Evróp
u
og Íslan
di. Lífstí
ðaruppf
ærsla á
korti fylg
ir
með ása
mt umfe
rðarmót
takara.
Frábær tilboð
Borgartún 36
105 Reykjavík
588 9747
www.vdo.is
Lay-Z-Spa heitir pottar.
Aðeins örfá stykki til
á gamla verðinu.
69.900 kr.
Nazran motocross-
og útivistarfatnaður
á frábæru verði.
15X10 6X139,5
sex gata stálfelgur,
passa undir flesta jeppa,
á aðeins
9.990 kr.
feðra sinna. Boris kom reyndar einu sinni
til mín á Akureyri með það fyrir augum
að undirbúa alþjóðlega ISPA ráðstefnu
þar. Hann var þá á sjötugsaldri. Það
vakti athygli mína að ævinlega þegar ég
ætlaði að bjóða honum út í mat sagðist
hann vera með „nesti frá mömmu“,
þannig að við fórum aldrei út að borða
saman á Akureyri. Þess má geta að ráð-
stefnan, sem átti að vera á Akureyri,
reyndist of kostnaðarsöm þannig að
við fluttum hana til Kent á Englandi. Ég
skipulagði samt dagskrána og datt í hug
að leita til íslensku utanríkisþjónustunn-
ar um aðstoð við menningaratriði. Varð
það til þess að hún sendi menningar-
fulltrúann Jakob Frímann Magnússon og
Ragnhildi Gísladóttur sem komu þangað
með íslenskan mat og þar skemmtu þau
hjón með söng og magaslætti sem síðar
varð frægur.“