Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 50
M eistaraverk Carls Dreyer, La passion de Jeanne d’Arc,
fjallar um réttarhöldin yfir Jóhönnu
af Örk. Myndin er frá árinu 1927,
svart/hvít og þögul en þykir enn
þann dag í dag besta myndin sem
gerð hefur verið um Jóhönnu af
Örk. Bíó Paradís sýnir myndina á
milli jóla og nýárs, dagana 26.-28.
desember.
Réttarhöldin yfir Jóhönnu stóðu
mánuðum saman en í myndinni
gerast þau á einum degi. Kirkjuyfir-
völd reyna hvað best þau geta til að
fá Jóhönnu að lýsa því yfir að sýnir
hennar hafi ekki komið frá Guði
heldur Djöflinum. Að lokum lætur
Jóhanna undan þrýstingi kirkjuyfir-
valda og skrifar undir fullyrðingar
þeirra. Jóhanna áttar sig hins vegar
fljótlega á því að hún hafi gert mis-
tök og tekur yfirlýsingu sína til
baka. Hún velur því dauðann fremur
en að afneita sannfæringu sinni.
Dreyer fléttar píslarsögu Jó-
hönnu saman við píslarsögu Krists
enda eru hliðstæðurnar margar og
Þorkell Ágúst Óttarsson segist
á vefnum Deus ex cinema tvímæla-
laust telja Jóhönnu í mynd Dreyers
einn best heppnaða kristsgerving
kvikmyndasögunnar. Þorkell segir
jafnframt á sama stað að La passion
de Jeanne d’Arc sé ekki aðeins besta
myndin sem gerð hefur verið um
Jóhönnu heldur ein besta kvik-
mynd allra tíma. „Snilldin felst ekki
aðeins í góðu handriti og frábærri
leikstjórn, heldur einnig í góðum
leik, flottri sviðsetningu,” segir Þor-
kell og talar jafnframt um undur-
fagra kvikmyndatöku.
Aðalhlutverk leika Maria Falco-
netti, Eugene Silvain og André
Berley.
50 bíó Helgin 23.-25. desember 2011
Þ að sem helst háir myndinni, í það minnsta á Norðurlöndunum, er að bókin sem myndin byggir á hefur
selst í tonnavís á þessum slóðum og að fyrir
örfáum árum sló sænska kvikmyndaútgáfan
af sögunni, Män som hatar kvinnor, hressi-
lega í gegn.
Flestir áhorfendur hér heima gjörþekkja
því söguþráðinn þannig að fátt kemur á
óvart. Þrátt fyrir það nær Fincher trausta-
taki á áhorfendum og skilar hörkugóðri
mynd. Endalaust má auðvitað deila um
hvaða tilgangi þjóni að endurgera jafn
frábæra mynd og Män som hatar kvinnor
svo skömmu eftir að hún kom í bíó. Í þessu
tilfelli hverfist umræðan fyrst og fremst um
lykilpersónuna Lisbet Salander enda tók
sænska leikkonan Noomi Rapace hlut-
verkið föstum tökum og túlkaði persónuna
með slíkum ofsa og krafti að margir gengu
að því sem gefnu að samanburður við hana
myndi alltaf verða þeirri leikkonu sem fetaði
í fótspor hennar í óhag.
Fyrir utan áhrifaríka og ofbeldisfulla
söguna liggur styrkur The Girl With the Dra-
gon Tattoo fyrst og fremst í því að Fincher
fer sínar eigin leiðir að efninu í stað þess að
endurgera sænsku myndina ramma fyrir
ramma. Og Rooney Mara stælir Noomi
ekki heldur og gerir persónuna að sinni og
tekst því, rétt eins og hinni sænsku stall-
systur sinni, að keyra myndina áfram af
þeim fítonskrafti sem leynist í smávöxnum
skrokki Salander.
Karlar sem hata konur er flókin morðgáta
sem snúið er að koma til skila í bíó svo vel
sé. Niels Arden Oplev tókst verkið vel í
sænsku myndinni og Fincher er ekki síðri
og kemur ásamt handritshöfundi sínum
með ýmsar lausnir sem eru snjallari og betri
en í frummyndinni og flestar einfaldanir á
sögunni eru til bóta.
Daniel Craig er fínn Mikael Blomkvist og
stenst allan samanburð við Svíann Michael
Nyqvist. Rétt eins og í Män som hatar kvin-
nor mæðir miklu meira á aðalleikkonunni en
aðalleikaranum og hér dugir að gera Craig
pínu lúðalegan með því að skella á hann gler-
augum og láta hann spranga mikið um í nátt-
buxum. Hann og Mara ná feikivel saman og
tilfinningarnar í sambandi þeirra rista mun
dýpra en hjá sænska parinu. Fincher fylgir
sögulokum Larssons líka betur eftir en Op-
lev og kemur sársaukanum í hjarta Salander
til skila á nístandi einfaldan hátt sem skýrir
mun betur þá fæð sem hún leggur á blaða-
manninn í framhaldinu.
Hjá Fincher er valinn maður í hverju rúmi.
Sá virðulegi öldungur Christopher Plum-
mer er ferlega flottur í hlutverki Henrik
Vanger, þess sem ræður Blomkvist til þess
að grafast fyrir um örlög frænku sinnar sem
hvarf fjörutíu árum áður og Stellan Skars-
gård tekur góðan endasprett í hlutverki
Martins Vanger. Báðir hefðu þessir höfðingj-
ar mátt fá meiri tíma á tjaldinu en skáldsag-
an er í eðli sínu þannig að hún hlýtur alltaf
að enda í ákveðinni hraðsuðu í kvikmynd.
Fincher hefur skýra sýn á söguna og alla
þræði í hendi sér. Hann gefur ekkert eftir
í óhugnanlegustu senum myndarinnar
þannig að jafnvel þótt maður viti upp á hár
hvað í vændum er þá fer um mann. Í The Girl
With the Dragoon Tattoo svífur andi Se7en
yfir vötnum í köldu og hráslagalegu sænsku
umhverfi í mynd sem er betri en Män som
hatar kvinnor ef eitthvað er.
bíódóMur The Girl WiTh The draGon TaTToo
Snúningur Davids Fincher á hinni vinsælu glæpasögu Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur, er
býsna góður. Enda kannski ekki við öðru að búast frá Fincher sem er akkúrat rétti maðurinn til
þess að koma drunganum og þeim viðbjóði sem gerjast í hugum sumra persóna Larssons til skila.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Rooney Mara stígur úr
skugga Noomi Rapace
FruMsýndar
Leikstjórinn Gary Marshall
(Overboard, Pretty Woman, Frankie
and Johnny,Runaway Bride, Val-
entine’s Day) hefur smalað saman
ógurlegum fjölda þekktra leikara í
rómantísku gamanmyndinni New
Year’s Eve. Hér eru saman komin
Halle Berry, Jessica Biel, Jon
Bon Jovi, Abigail Breslin, Chris
„Ludacris“ Bridges, Robert De
Niro, Josh Duhamel, Zac Efron,
Hector Elizondo, Katherine
Heigl, Ashton Kutcher, Seth
Meyers, Lea Michele, Sarah Jes-
sica Parker, Michelle Pfeiffer, Til
Schweiger, Hilary Swank og Sofia
Vergara.
Myndin gerist á gamlárskvöld í New
York og sagðar eru sögur nokkurra
ólíkra einstaklinga sem eru ýmist
í leit að ást, von, fyrirgefningu,
öðru tækifæri eða fersku upphafi
– en eins og svo oft vill verða eru
miklar væntingar bundnar við þetta
töfrandi kvöld sem markar bæði
endi og upphaf.
Leiðir þessa fólks skarast á
ýmsa vegu í borginni sem aldrei
sefur með ýmsum óvæntum upp-
ákomum.
Sean Penn þykir fara á kostum
í This Must Be the Place, nýjustu
mynd ítalska leikstjórans Paolo
Sorrentino, sem Bíó Paradís frum-
sýnir á öðrum degi jóla. Penn leikur
Cheyenne, miðaldra og forríka
rokkstjörnu sem lætur sér leiðast í
Dublin. Hann heldur til New York til
þess að gera upp mál við föður sinn
á banabeðinu en kemur of seint.
Þrátt fyrir að sá gamli geispi
golunni áður en feðgarnir ná saman
kemst Cheyenne að því að faðir
hans hafi upplifað hreinan viðbjóð
í Auschwitz þar sem SS-foringi
nokkur lagði sig fram um að niður-
lægja hann. Cheyenne ákveður að
hafa hendur í hári gamla nasistans
og leggur í heilmikið ferðalag um
Bandaríkin í leit að kvalara föður
síns sem hann veit að felur sig í
landinu.
Frances McDormand og Judd
Hirsch eru á meðal leikara í
myndinni sem keppti um verðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr
á þessu ári.
Í The Girl
With the
Dragoon
Tattoo svífur
andi Se7en
yfir vötnum
í köldu og
hráslagalegu
sænsku
umhverfi í
mynd sem
er betri
en Män
som hatar
kvinnor – ef
eitthvað er.
bíó Paradís MeisTaraverk dreyers
Þögul réttarhöld yfir Jóhönnu af Örk
Sarah Jes-
sica Parker
stendur í
ströngu á
gamlárs-
kvöld í New
York.
Gamlárskvöld í New York
Rooney Mara og Daniel Craig ná vel saman í hlutverkum Salander og Blomkvist. Mara er ekki jafn falleg og Noomi Rapace og því
ef til vill nær Salander bókanna í útliti. Stundum er hún eins og fjórtán ára strákur en þess á milli fer ekkert á milli mála að á
ferðinni er hörkukona.
Rokkari eltir nasista
Eldfjallið í Paradís
Hin margverðlaunaða kvikmynd Eldfjall eftir
Rúnar Rúnarsson er sýnd í Bíó Paradís um
þessar mundir þannig að þeir sem hafa ekki
enn séð þessa umtöluðustu
íslensku kvikmynd ársins
hafa enn tækifæri til þess
að bæta úr því.
Myndin hvílir ekki síst á herðum Theódórs
Júlíussonar sem sýnir stórleik í hlutverki
Hannesar, 67 ára gamals manns sem er að
komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af
gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni
og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt
hlutverk í lífinu. Eldfjall er þroskasaga manns
sem þarf að takast á við val fortíðarinnar og
erfiðleika nútímans til að eiga möguleika á
framtíð. Myndin er framlag Íslands til Óskars-
verðlaunanna 2012.
Píslir Jóhönnu sem brennd
var á báli kallast á við
píslarsögu Krists í mynd
Carls Dreyer frá 1927.
Opið til klukkan
15:00
á aðfangadag
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t