Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 30
30 fréttir vikunnar Helgin 23.-25. desember 2011 Mátti vísa vítisenglum úr landi Íslenska ríkinu var heimilt að vísa tveimur vítisenglum úr landi. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði ís- lenska ríkið af kröfu mannanna. Annar er Leif Ivar Kristiansen, forsprakki norskra vítisengla. Hann afplánar nú dóm í Noregi fyrir fíkniefnabrot. Hinn heitir Jan Anfinn Wahl. Kaupmenn ánægðir með jólaverslunina Spár um aukna jólaverslun innanlands í ár virðist ætla að rætast. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir að flestir séu sammála um að nóvembersalan hafi verið mjög góð og kaupmenn séu ánægðir með verslunin það sem af er desember. Lúðuveiðar bannaðar Allar lúðuveiðar hér við land verða bannaðar frá með áramótum. Sjómenn verða þá skyldaðir til að sleppa í sjóinn aftur lífvænlegri lúðu en aflaverðmæti þeirrar lúðu sem kemur að landi rennur til rannsókna. Lúða veiðist oft sem meðafli. Hafrannsóknarstofnun lagði til friðunina. Ársverðbólgan 5,3 prósent Ársverðbólgan mælist nú 5,3 prósent. samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember hækkaði um 0,36 prósent frá fyrra mánuði. Jólamaturinn dýrari í ár Ýmislegt á jólaborðið hefur hækkað um tugi prósenta frá því fyrra samkvæmt könnun Alþýðusambandsins. Verð á reyktu kjöti hefur hækkað um allt að 41% í sumum verslunum. Hamborgarhryggur vinsælastur Rúmlega helmingur þeirra sem þátt tók í könnun MMR ætlar að vera með hamborgarhrygg í jólamatinn. Næst vinsælast er lambakjöt, rúm ellefu prósent ætla að hafa lambasteik á að- fangadag, álíka margir hafa kalkún og rjúpu, um það bil 9 prósent. Össur fer með Icesave Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulega umsjón með málarekstri Íslendinga í Icesave-málinu, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstæðingar lögðu hins vegar á það áherslu að Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra færi með málið. Landsmót á Hellu 2014 Stjórn Landssambands hestamanna- félaga hefur ákveðið að Landsmót hesta- manna árið 2014 fari fram á Hellu og á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2016. Orkuveitan selur Úlfljótsvatn Skógræktarfélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Reykjavíkur hafa keypt jörðina Úlfljóts- vatn í Grafningi. Seljandinn er Orkuveita Reykjavíkur. Slæm vika fyrir Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur Góð vika fyrir handboltaþjálfarann Þóri Hergeirsson 17 eru leikir sem Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handboltaliðinu Kiel hafa unnið í þýsku deildinni í röð á þessu tímabili. Árangur liðsins er jöfnun fyrra mets. 1,6 milljón manns sótti söfn á Íslandi á síðasta ári samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. 3.780 kílómetrar eru vega- lengdin sem álitsgjafinn Ólafur Arnarson flaug í boði Pálma Haralds- sonar. 13 er fjöldi Íslendinga sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eggert Gunnþór Jónsson, sem gekk í raðir Wolves í vikunni, verður sá fjórtándi. Með alla stóru titlana þrjá Íslenski handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson náði þeim frábæra árangri með norska kvennalandsliðið síðast- liðinn sunnudag að landa heims- meistaratitlinum eftir átta marka sigur á Frökkum í úrslitaleik í Sao Paulo í Brasilíu. Þar með eru Þórir og stúlkurnar hans í norska liðinu hand- hafar allra þriggja stærstu titlana sem í boði eru í handboltaheimin- um. Sigur vannst á Evrópumeist- aramótinu í Danmörku í fyrra og á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Næsta verkefni Þóris er að verja Ólympíutitilinn í London á næsta ári. Upplýsti ekki stjórn Þegar forstjóri upplýsir ekki stjórn félagsins, sem hann starfar fyrir, um mikilvægar ákvarðanir bregst hann skyldum sínum. Enn verra er svo ef hann reynir að verja slíka framgöngu í stað þess að biðjast afsökunar og lofa bót og betrun. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð uppvís að öllu þessu í vikunni en á mánudag kom í ljós að hann hafði skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á Perlunni við ónefnt félag fyrir tæplega mánuði án þess að upplýsa stjórn Orkuveitunnar um það. Svo virðist sem fulltrúi meirihlutans í stjórninni hafi verið hafður með í ráðum en ekki minnihlutans. Þetta er vond stjórnsýsla í anda gamalla tíma í Orkuveit- unni. Vonbrigði eru þegar nýir menn renna svo auðveldlega í gamalt far. 35 vikan í tölum Blaut jól Ofneysla á bjór sem sérstaklega er kenndur við jólin er orðið að miklu tískufyrirbæri á aðventunni. Áhugi fjölmiðla á því hvernig landandum gengur að drekka upp birgðirnar af jólabrugginu þykir þó full mikill. Gunnar Smári Egilsson Mikil er trú fréttastofu Stöðvar 2 á áhuga áhorfenda á því hvernig ÁTVR gengur að selja jólabjórinn frá degi til dags. Heimir Már Pétursson ... og þar sem ég er farinn að röfla. Hvað með þessar endalausu aug- lýsingar fyrir svokölluðum jólabjór í fréttum? Hvers á viský eða vodka að gjalda. Hvað með okkur sem drekkum viský, sem vel má kalla jólaviský yfir hátíðarnar. Jólabjórs- fréttir þykja jafn sjálfsagðar og fréttir af veðri og gæftum. Örn Úlfar Sævarsson Hvað er að frétta af sölu á jólabjór? Ekkert nýtt síðan í gær? Maður er orðinn órólegur yfir því að þetta seljist ekki upp í ár!!! Brynjólfur Þór Guðmundsson Í desember taka jólabjórsfréttir við af bensínverðsfréttum sem tilgangslausustu og ofsögðustu fréttirnar. neftóbakssprengja í bókastríði Kiljukempunni Braga Kristjónssyni tókst aðeins að hrista upp í mann- skapnum þegar hann sagðist ekki nenna að lesa bækur metsöluhöf- undarins Yrsu Sigurðardóttur Jakob Bjarnar Grétarsson Víða á Facebook vælir fólk eins og stungnir grísir yfir því að Bragi Kristjonsson skuli voga sér að hafa fremur takmarkað álit á stílgáfu Yrsu Sigurðardóttur. Einhvern veginn er allt á eina leið á Íslandi dagsins í dag – skoðanaleysi telst dyggð og allt undir fjórum stjörnum á bók er svívirðileg aðför að fólki. Geti menn ekki stráð slíku yfir meðaljóna þessa lands skulu þeir þegja. Merking er afmáð. Leiðindaskarfar og meðalmenni virðast stjórna hér öllu, kannski sem fyrr. Einar Kárason Sammála þér Jakob. Enda er þessi mjóróma slefberi með tóbaksdós- ina (er hún ekki úr proppsi Rúv?) leiðindaskarfur og meðalmenni. Hvaða frétt er það að hann nenni ekki að lesa eitthvað? Kristján B Jónasson Það er hátt risið á bókmenntaum- ræðunni þegar síðustu jólasvein- arnir ganga í garð. Páll Bergþórsson Það er svo mikið af hlýlegum og skemmtilegum ummælum hjá Braga að honum fyrirgefst allt. Bragi Kristjónsson Afþví jólin eru að koma, finnst mér rétt að lýsa yfir þeirri einlægu skoðun minni, að vandséð mun vera, hvort er betri og dýpri höfundur, Arnaldur Indriðason eða Sigurðardóttir. Bæði eru þau 5 stjörnu höfundar, hún fyrir frábærlega útfærð plott og ótrúlega hugmyndaauðgi í útfærslu á íslenzkum express- jónistískum stíl, en hann fyrst og fremst fyrir makalausar lýsingar á sálarlífi sakaðra og rannsakenda og háþróaða málkennd. Vonandi gerir þetta ekki allt vitlaust hér og víðar.!! Jólin, jólin, jólin alls staðar Stuttar skýrslur Facebook- notenda af því hvernig gengur að undirbúa jólin, pakka gjöfum, baka og skreyta yfirskyggðu hefðbundið dægurþras í vikunni. Ekkert nema gott um það að segja. Gleðileg jól! Hilmar Þór Guðmundsson Miðað við hversu mikið ég á eftir að taka til þá held ég að aðfanga- dagur verði ekki fyrr en í fyrsta lagi 26.desember. Vonandi tekur enginn eftir því. Bara fleiri dagar til að fá í skóinn! Guðríður Haraldsdóttir Minni á að í gamla daga fór jólaundirbúningur fram á Þorláks- messu. Þá var bakað, eldað, þvegið, þrifið. Er að hugsa um að biðja vinnufólkið á heimilinu um að gera þetta fyrir mig á morgun á meðan við sonur keyrum út jólagjafir. :) Ólafur Sindri Er það bara ég eða er minna um „nú mega jólin koma fyrir mér“ í ár en í fyrra? Hvernig er þetta, mega jólin bara alls ekkert koma fyrir ykkur? Ég veit ekki hvernig ég lifi þessi jól af án ítarlegra upplýsinga frá hverjum og einum um hvenær nákvæmlega jólin mega koma fyrir viðkomandi. HeituStu kolin á Skyrgámur. Ljósmyndari Fréttatímans rakst á þennan jólasvein þar sem hann var að taka út mjólkurvörur í Sunnubúð á dögunum. Ljós- mynd Hari milljarðar er upphæðin sem írska rokksveitin U2 halaði inn á árinu með tónleikaferð sinni undir heitinu 360° en sveitin reyndist tekjuhæst allra hljómsveita samkvæmt bandaríska blaðinu Billboard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.