Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 28
að slappa af og gera eitthvað kósí. Við
verðum bara á loðbomsunum í kósífíl-
ing þegar jólin ganga í garð,“ segir
Svava og brosir og það leynir sér ekki
að hún hlakkar til að njóta verðskuld-
aðs frítíma.
„Jólin eru yndislegur tími og undan-
farið hefur manni hlýnað að sjá jóla-
ljósin tifa á greinum þöktum snjó í still-
unni. Sérstaklega finnst mér gaman
að sjá hversu miðbærinn er fallegur og
dafnar vel núna. Það hefur mikil vinna
verið lögð í að hafa jóla- og glugga-
skreytingar sérlega fallegar fyrir jólin
og mér leiðist ekki að segja frá því
að EVA, ein af verslununum okkar,
fékk verðlaun fyrir það frá Jóni Gnarr
borgarstjóra.“
Skilnaður, yfirtaka og hrun
Björn Sveinbjörnsson og Svava Joh-
ansen eru par sem vekur athygli hvar
sem þau koma, enda glæsilegt fólk í
alla staði. Svava segist mjög sátt við
sitt líf í dag og hefur náð góðu jafnvægi
eftir tímabil sem tók sinn toll. Fyrst
skyldi hún við Bolla Kristinsson, sem
hún hafði verið í sambúð með í meira
en tuttugu ár, því næst keypti hún hans
hlut í verslunarkeðjunum, sem gengu
afar vel næstu þrjú árin – en svo kom
kreppan.
„Það er auðvitað alltaf erfitt að skilja
þegar börn eru í spilinu. Við höfðum
verið saman síðan ég var nánast bara
krakki og viðbrigðin voru þess vegna
mikil. Það sem flækti þetta var svo
reksturinn á verslununum og það var
stórt skref fyrir mig að ákveða að
kaupa Bolla út og taka þetta allt yfir
sjálf. Það var engan veginn sjálfgefið.
Síðan var rétt komið gott jafnvægi á
þetta allt saman þegar hrunið kom.
Það var ekkert grín fyrir mig, vitandi
að ég bæri ábyrgð á lifibrauði 160
starfsmanna minna. Það var rosaleg
óvissa í loftinu strax eftir hrun og fólk
var hrætt um grundvallaratriði eins
og að eiga þak yfir höfuðið. Ég hugsa
stundum núna að maður hefði átt að
halda dagbók um líðan sína og fólksins
sem maður umgekkst vikurnar eftir
hrun. Það var algjör störukeppni í
gangi í viðskiptalífinu og enginn þorði
neinu. En sem betur fer voru birgjarn-
ir okkar mjög skilningsríkir og okkur
tókst að fá lán fyrir vörum úti og þar
fram eftir götum. Með gífurlegri
baráttu tókst okkur að fara í gegnum
þetta án mikilla áfalla og það er þeim
mun sætara að standa uppréttur á
eftir. Ég er baráttujaxl í eðli mínu og
nýt mín vel þegar ég þarf að hafa fyrir
hlutunum. Við vorum flest orðin dálítið
værukær á árunum fyrir hrun þegar
lífið var orðið svo þægilegt og allir áttu
allt til alls. Ég hefði ekki viljað missa
af þessum erfiða tíma, sem ég lít nú á
sem besta skólann í lífi mínu.“
Eitt af því sem einkennir Svövu, og
allir finna fljótt sem kynnast henni, er
hversu stutt er í hláturinn og gleðina.
Í huga Svövu skiptir hugarfarið öllu í
því hvort fólk ílengist í lægðum erfiðra
tíma.
Lætur ekki neikvæðni ná tökum
á sér
„Það er svo ofboðslega mikilvægt
að losa sig við það sem hefur neikvæð
áhrif á mann og hika ekki við það.
Bara til að taka örlítið dæmi ákvað ég
fyrir ekki svo löngu að horfa bara á
bíómyndir sem láta mér líða vel. Ég var
einhvern tíma svefnvana eftir að hafa
horft á hryllingsmynd þegar ég spurði
mig hvers vegna í ósköpunum ég stæði
í slíkri sjálfspíningu og síðan þá hef
ég ekki horft á eina hryllingsmynd.
Að sama skapi á maður að umvefja sig
fólki sem hefur jákvæð áhrif á mann
og hver og einn verður að finna sér
ástundun eða áhugamál sem skilja
eftir sig vellíðan. Hvort sem það eru
göngutúrar, golf, líkamsrækt eða hvað
sem er. Maður verður að temja sér að
taka strax í taumana þegar niðurrifs-
púkinn lætur á sér kræla.“
Á erfiðum tímum í lífi Svövu hefur
hún líka komist að raun um að góður
vinur er gulli betri. Fastagestir í Laug-
um sjá Svövu oft að æfa sig með Lóló
(Matthildi Guðmundsdóttur) einka-
þjálfara, sem jafnframt því að þjálfa
Svövu er hennar besti vinur.
Lóló „lifesaver“
„Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði
ekki hana Lóló mína. Ég hika ekki við
að kalla hana minn „lifesaver“ eftir
allan stuðninginn sem hún hefur veitt
á erfiðum tímum í mínu lífi. Það er
ekki síður andleg heilsurækt fyrir mig
að fara til hennar. Auðvitað erum við
bestu vinkonur og gerum eitt og annað
hér og þar saman, en það er frábært að
hafa þessa föstu punkta í vikunni, þar
sem ég fer í ræktina og hitti hana um
leið. Stundirnar okkar saman jarð-
tengja mig alltaf og koma mér yfirleitt í
sólskinsskap.“
Svava hittir í starfi sínu alls konar
Svava í 17 „Hérna
áður fyrr var það
bara vinna myrkr-
anna á milli í orðsins
fyllstu merkingu. Ég
vann dag og nótt í
desember ár eftir
ár.“
fólk alla daga og ég spyr hana um
hvernig hún skynji andrúmsloftið á Ís-
landi þegar árið 2011 er að renna sitt
skeið.
„Mér finnst ég finna það að þjóð-
félagið sé dálítið að breytast þegar
kemur að peningum. Það er ákveð-
inn hópur, kannski um 10 prósent af
þjóðinni sem á mjög mikinn pening,
en hin stóra millistétt hefur töluvert
minna á milli handanna núna en fyrir
hrun. Fólkið sem er með afborganir
af öllum lánum í botni hefur þurft að
berjast mjög harkalega síðustu ár og
neyslugetan er mun minni en áður.
Hvað fötin varðar finnst mér kannski
að pabbinn hafi orðið svolítið út undan.
Börn og unglingar þurfa alltaf föt og
konurnar hætta flestu öðru áður en
þær hætta að kaupa föt og skó. En
pabbinn í fjölskyldunni hefur ekki
endurnýjað fataskápinn mikið síðustu
ár. En þetta finnst mér smátt og smátt
vera að breytast aftur.“
Það kemur kannski ekki á óvart að
Svava vill horfa fram á veginn og segir
það ekki skila fólki neinu að festast í
reiði.
„Reiði skilar engu“
„Ég lærði það fyrir löngu að það
þýðir ekki að horfa í baksýnisspegil-
inn. Auðvitað verður að gera upp það
sem aflaga fór, en sökudólgavæðing
lætur engum líða betur og reiði kemur
manni ekki upp úr vanda. Það kraumar
einhver ótti undir niðri hjá mörgum,
en það er rosalegur baráttuandi í Ís-
lendingum og þeir sem ná að komast
óskaddaðir út úr þessu hruni verða
fyrir vikið mjög ánægðir með sjálfa sig
og finnst þeir færir í flestan sjó á eftir.
Það er hægt að snúa mestu ósigrum
upp í mikla sigra,“ segir Svava, sem
hefur líka ákveðnar skoðanir á því
hvernig kynin geti lært af hvort öðru
eftir hrunið.
„Ég vil ekki alhæfa, en karlmenn
eru almennt dálítið glannalegri í við-
skiptum en konur og kannski eilítið
ónákvæmari. Konur eru varkárari og
stundum meira hikandi. Að mínu mati
eru bestu stjórnir fyrirtækja skip-
aðar körlum og konum, þar sem kynin
laða það besta fram í hvoru öðru. Mér
finnst yngri konur vera að læra að vera
óhræddari við að stíga á bensíngjöfina,
en karlarnir að sama skapi að róast
dálítið. Allt þarf þetta að ná jafnvægi,“
segir Svava.
Það er auð
vitað alltaf
erfitt að skilja
þegar börn
eru í spilinu.
Við höfðum
verið saman
síðan ég var
nánast bara
krakki og við
brigðin voru
þess vegna
mikil.
Börn og
unglingar
þurfa alltaf föt
og konurnar
hætta flestu
öðru áður en
þær hætta
að kaupa föt
og skó. En
pabbinn í
fjölskyldunni
hefur ekki
endurnýjað
fataskápinn
mikið síðustu
ár.
28 viðtal Helgin 23.-25. desember 2011