Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 62
 áramótaskaupið Þroskahamlaðir bregða á leik Ein stelpa og 23 strákar. Þetta er niðurstaðan þegar sjónvarpsútsend- ingar spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur í fyrra eru skoðaðar. Þrátt fyrir það telja sum nemenda- félög í framhaldskólum að ekki þurfi að hafa áhyggjur af rýrum hlut kvenna í keppninni, bendir Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrum keppandi í Gettu betur og lögfræðingur, á. Hún vill sjá hraustlegt átak þar sem jafnréttismál verði sett í forgrunn keppninnar af hálfu nemendafélaga og RÚV. „Ekki í því augnamiði að beita neinn misrétti, heldur til að leiðrétta þá samfélagslegu skekkju sem gerir að verkum að karlmenn fá jafn ríflegt pláss í keppninni og raun ber vitni.“ Anna rýndi í kjöl keppninnar í kúrsi í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og birti grein um hana í Þjóðarspeglinum 2011. „Jú, ég hef lesið greinina,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, sem verður núna annar tveggja dómara Gettu betur. Við hlið hans sest Þórhildur Ólafsdóttir, fréttamaður. Ekki sem stigavörður heldur með- dómari. Starf stiga- varðar hefur verið lagt niður. „Já, og ég veit ekki betur en að hún sé kynjafræðingur,“ segir Örn Úlfar sposkur. Hann viðurkennir að hausatalning Önnu Pálu á kven- og karlpersón- um í þremur þáttum frá þremur árum keppn- innar hafi komið sér á óvart, en spurt hafi verið um kvenpersónur í um fimmtungs til- fella. „Ég get svarað fyrir mig að ég reyni að grafa upp eitthvað sem tengdist konum. En það er líka staðreynd að sagan hefur alltaf verið skrifuð af karlmönnum. Karlar eru ríkjandi og úr því efni höfum við úr að spila.“ Hann segir for- svarsmenn þáttarins á RÚV hafa komið með margar hugmyndir um breytt fyrirkomu- lag keppninnar fyrir þetta árið, en keppnin sé í eigu framhalds- skólanna og þær hafi ekki allar fengið góðan hljómgrunn. „Ég vil ekki tala um það sem við fengum ekki að gera,“ segir hann en að reynt hafi verið að bregðast við gagn- rýninni. „Frumskylda okkar er samt að búa til skemmtilegan sjón- varpsþátt og vera með sanngjarna keppni.“- gag  gettu betur anna pála sverrisdóttir rannsakaði kynjaslagsíðu spurningakeppni framhaldsskólanna Stigaverði skipt út fyrir kvendómara með gráðu í kynjafræðum Fulltrúar fjögurra íslenskra fjölmiðla; Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Fréttatímans og Mynda mánaðarins fengu einstakt tækifæri til þess að funda með leikstjóranum Ridley Scott í sumar meðan hann var á landinu við tökur á hinu óbeina Alien-fram- haldi – Prometheus. Kvikmynda- verið 20th Century Fox lét alla blaðamennina undirrita fjögurra blaðsíðna samning með alls kyns trúnaðar- og þagnarákvæðum. Erlingur Grétar Einarsson, sem mætti fyrir hönd Mynda mánaðarins, snaraði í vikunni þýddri útgáfu sinni af fundinum á vef sinn filmophilia.com, og uppskar ógurlega reiði Fox sem hefur hótað honum málssókn vegna brots á samningi. Vefurinn fékk hins vegar heimsathygli og margir stærstu kvikmyndavefir heims vitnuðu í viðtalið. Fox kann honum hins vegar engar þakkir enda var Scott full málglaður við íslensku blaðamennina sem luma á ýmsum hernaðarleyndarmálum um myndina. Að vísu var þessi vitneskja að mestu birt á prenti miðlanna í sumar en rötuðu ekki út fyrir landsteinana fyrr en spjallið var sett á ensku á vefinn. Strangt ákvæði var í samn- ingnum um að spjallið við Scott væri eingöngu ætlað til birtingar á prenti en alls ekki Internetinu. Foxillur kvikmyndarisi Verður Gamlinginn söluhæstur? Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson er sennilega óvæn- tasta metsölubók síðustu ára á Íslandi. Gamlinginn hefur, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, selst í tuttugu þúsund eintaka, bæði í kilju og inn- bundin, og situr í öðru sæti á metsölulista ársins á milli Einvígis Arnaldar Indriðasonar og Braks Yrsu Sigurðardóttur. Á sölulista Eymundsson fyrir síðustu viku var Gamlinginn bæði í þriðja og sjötta sæti í heildarlist- anum. Fróðir menn innan bókageirans telja líklegt að Gamlinginn verði söluhæstur á árinu þegar allt kemur til alls þótt Arnaldur og Yrsa muni verða fyrir ofan hann þegar síðasti metsölulisti ársins verður birtur í næstu viku. Ástæðan er sú að menn telja að mun minna verði skilað af Gamlingjanum heldur en íslensku metsöluhöfund- unum þar sem ætlað er að fleiri kaupi Gamlingjann fyrir sjálfan sig. Mugison slekkur á símanum Vestfirski tónlistarmað- urinn Mugison hefur heillað þjóðina upp úr skónum með tónlist sinni, hógværð og örlæti. Platan hans er á flestum listum yfir bestu plötur ársins og hefur selst eins og heitar lummur. Mugison ákvað að þakka þjóðinni viðtökurnar með því að bjóða upp á ókeypis tónleika víða um land. Ásókn fjölmiðla og fleiri í kjölfar þessa þeirra sem vilja endilega eiga orð við öðlingsdrenginn er orðinn slík að hann hefur nú lagt farsímanum enda þagnaði tækið víst varla eitt augna- blik. Nú þarf fólk að snúa sér til umboðsmanns tónlistar- mannsins sem skammtar viðmælendum tíma. É g sá handritið að þessu atriði og gat nú ekki merkt að verið væri að gera grín, hvorki að fólki með þroskahömlun né öðrum,“ segir Friðrik Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar, um áramótaglensið. „Ég vissi að fólk var dálítið kvíðið fyrir þessu en ég sé ekkert þarna sem mér finnst vont, sem talsmanni hagsmunasam- taka þessa hóps. Mér finnst bara jákvætt að þættirnir Með okkar augum hafi skilað því að fólk telji að þessi hópur eigi erindi við þjóðina. Ef það er eitt- hvað sem þjóðin horfir á þá er það Skaupið. Þetta er bara alveg frábær niðurstaða af þessum þáttum.“ Frið- rik segir Þroska- hjálp hafa staðið að gerð Með okkar augum til þess að auka sýnileika fólks með þroskahömlun í almennri umræðu. „Það er til marks um að eftir þáttunum var tekið að leitað sé til þessara einstaklinga fyrir Áramótaskaupið,“ segir Friðrik og vísar til þess að bæði hljóti þætt- irnir að teljast til tíðinda á árinu sem er að líða auk þess sem það hljóti að teljast gildisaukandi að fá fólk með þroskahömlun til þess að vera með í þessum vinsæl- asta dagskrárlið hvers árs. „Við erum auðvitað að reyna að vekja athygli á því að fólk með þroskahöml- un er sjálfsagður hluti af samfélaginu og sem slíkt á það, rétt eins og við öll, sínar björtu og dökku hliðar. Okkur finnst alveg sjálfsagt að það sé hlegið með fólki með þroskahömlun og gerum greinarmun á því hvort það sé verið að hlæja að því eða með því.“ Friðrik segir heiti þáttanna ekki út í bláinn. „Hugmyndin gengur út á að þetta sé fólk sem er kannski ekki daglega í fjölmiðlum en horfi sínum augum á samfélagið. Eiginleikar sem við höfum verið að benda á eins og til dæmis heiðarleiki eru ofarlega á baugi. Oft á tíðum er þessi hópur mjög heiðarlegur. Ef það þarf að spyrja að einhverju þá er bara spurt að því. Það er auðvitað út af fyrir sig til fyrirmyndar – kannski má nú segja að það sem gerðist til dæmis í hruninu hafi verið að það skori fólk sem hafði alveg heiðarlegar spurningar uppi. Getur verið satt að þetta sé svona.“ Friðrik segir vissulega ákveðna viðurkenningu fólgna í því að krakk- arnir séu fengir til þess að grínast í Skaupinu en það besta af öllu við Með okkar augum sé þó að... „sjónvarpið vill endilega meira þannig að við erum að fara að búa til nýja þáttaröð. Við ætluðum okkur að sýna fram á að það væri bara hollt fyrir samfélagið að fá þessa sýn og þessir þættir voru bara mest með almenna skírskotun. Þetta eru ekki þættir um fatlað fólk og ekki fyrir fatlað fólk heldur þættir unnir af fötluðu fólki fyrir alla. Og áramótaskaupið er fyrir alla. Þannig að ég er bara mjög spenntur að sjá hvernig þau taka sig út.“ toti@frettatiminn.is Krakkarnir, sem gerðu stormandi lukku fyrr á árinu með sjónvarpsþáttunum Með okkar augum, bregða á leik í Áramótskaupinu. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst eru það Tobba Marínós og Gillzenegger sem eru í skotlínunni í atriðinu þar sem krakkarnir, sem öll eru með þroskahömlun, horfa á frægðarfólkið með sínum augum. Mér finnst bara jákvætt að þættirnir Með okkar augum hafi skilað því að fólk telji að þessi hópur eigi erindi við þjóðina. Örn Úlfar Sævarsson, verður ekki einn við völd í Gettu betur í vetur. Þórhildur Ólafs- dóttir fréttamaður dæmir nú með honum. mynd/Hari Anna Pála fyrrum kepp- andi Gettu betur. Viðurkenning á erindi þeirra við þjóðina Skúli Steinar Péturs- son, Andri Freyr Hilmarsson, Eiður Sigurðarson, Katrín Guðrún Tryggva- dóttir, Bjarni Haraldur Sigfússon, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Richard Örnuson heilluðu sjónvarps- áhorfendur í sumar í þáttunum Með okkar augum. Þau verða í Áramótaskaupinu og þættirnir eru að koma út á DVD-diskum. Krakkarnir munu að sögn horfa á Tobbu Marínós með sínum augum í Áramóta- skaupinu. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól 62 dægurmál Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.