Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 36
... orð fræðimanna hafa meiri vigt en annarra í um- ræðunni. Þeir verða því að hafa það á hreinu hvenær þeir eru með fræðilega rökstuddar athugasemdir og hvenær þeir eru að lýsa persónulegum eða pólitískum skoðunum. Til hins síðarnefnda hafa þeir að sjálfsögðu rétt en þá hafa skoðanir þeirra ekki meira vægi en annarra. Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði U mræðan um stjórn-arskrár- málið er komin á nokkurt skrið. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis hefur fengið hundruð erinda um málið. Þau eru af ýmsum toga og lýsa mismunandi sýn á frumvarpið og stjórnarskrána, en langflest eru þó stuðningsyfirlýsingar við frum- varpið. Forsendur stjórnarskrár- gerðar Við stjórnarskrárgerð verður að taka tillit til fjölmargs: Gildandi stjórnarskrár en líka laga, al- þjóðasamninga, fyrirmynda úr erlendum stjórnarskrám, hefða hérlendis og erlendis, fræðilegra forsendna auk leiðbeininga frá alþjóðlegum stofnunum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar- innar við sjálfa sig. Hún verður að hafa hljómgrunn hjá almenn- ingi og vera til sátta en ýta ekki undir deilur. Víða verður að gæta jafnvægis milli sjónarmiða. Síð- an verður að gæta viss raunsæis og aðgæta hvort og með hvaða hætti tillaga um stjórnarskrá kemst yfir þær hindranir sem á veginum verða. Að mínu mati reyndum við í stjórnlagaráði að hafa allt þetta í huga. Ekki hvað síst var okkur kappsmál að hafa traustar stoðir undir nýmælum. Þannig eru ný ákvæði í mann- réttindakaflanum ekki hvað síst sótt í alþjóðlega samninga sem Íslendingar hafa undirgengist. Ekki nægir að alþjóða- sáttmálar séu sagðir vera stjórnarskrárí- gildi. Almenningur á að geta lesið um grunnréttindi sín í einu skjali, innlendri stjórnarskrá. Má engu breyta? Ekkert mannanna verk er full- komið, ekki heldur frumvarp stjórnlagaráðs. Ábendingar um lagfæringar á frumvarpi ráðsins, til dæmis um orðalag eða skýrari ákvæði og fleira af sama toga, eru því af hinu góða. Að auki má huga að útfærslu ein- stakra ákvæða án þess að þeim grundvelli sem við teljum okkur hafa lagt sé raskað. Taka má sem dæmi talnastærðir sem koma við sögu, svo sem um það lágmark undirskrifta sem þarf til að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu eða þurfi til að leggja megi fram þingmál, eða það hvort eða hve- nær þurfi aukinn meirihluta við atkvæðagreiðslur, hvort sem er á þingi eða meðal þjóðarinnar. Hér verður að þó að fara með gát. Stjórnlagaráð leggur til virkt beint lýðræði undir vissum kringumstæðum. Auðvelt er að gera slík ákvæði að sýndar- mennsku einni séu reistar háar skorður af einhverjum toga. Í stjórnarskrá eiga ekki að vera hyllingar heldur raunveruleg ákvæði, líka varðandi beint lýðræði. Ábyrgð fylgir menntun Nokkrir fræðimenn hafa verið í fararbroddi þeirra sem gagnrýnt hafa tillögur stjórnlagaráðs. Það er mikilvægt að sérfræðingar bendi á það sem kann að hafa farið aflögu hjá stjórnlagaráði. En orð fræðimanna hafa meiri vigt en annarra í umræðunni. Þeir verða því að hafa það á hreinu hvenær þeir eru með fræðilega rökstuddar athuga- semdir og hvenær þeir eru að lýsa persónulegum eða póli- tískum skoðunum. Til hins síðar- nefnda hafa þeir að sjálfsögðu rétt en þá hafa skoðanir þeirra ekki meira vægi en annarra. Einhugur í anda jóla Í 67. gr. frumvarps stjórnlagar- áðs er vikið að meðferð Al- þingis á lagafrumvörpum sem sprottin eru úr hópi kjósenda. Keppt skal að málamiðlun milli kjósendahópsins og þingsins um endanlega gerð slíkra frum- varpa. Þegar stjórnlagaráð skilaði frumvarpi sínu kom fram að ráðsfulltúar væru fúsir til að koma aftur að málinu og yfir- fara ábendingar um breytingar. Í anda fyrrgreindrar frumvarps- greinar væri við hæfi að þing- nefndin sem fjallar um málið og ráðsfulltrúar yrðu á eitt sátt um hugsanlegar betrumbætur á stjórnarskrárfrumvarpinu – ef einhverjar. Það væri í anda komandi friðarhátíðar. Þegar upp yrði staðið ætti þjóðin að fá að fella lokadóminn. E ins og hreinn appelsínusafi inniheldur C-vítamín, er vestræn menning óað- skiljanleg siðferðisskilningi kristn- innar. Alveg eins og ekki er hægt stroka út framlag Forn-Grikklands til hennar. En allt frá því Neró Rómarkeisari kenndi þeim kristnu um stórbrunann í Róm árið 64 og hóf að kasta þeim lifandi fyrir ljónin í Colosseum hafa ofsóknir á hendur kærleiksboðskap þeirra skotið upp kollinum af og til. Enda var kristnin leynitrú fyrstu þrjár aldirnar eftir að Jesús Kristur var tekinn af lífi á krossi eins og glæpamaður fyrir að boða ást og kærleika. „Stjórnarskrá“ Biblíunnar Um þrjú hundruð árum eftir krossfestinguna greyptist kristin trú inn í stofnanir Rómar- veldis með Konstantín keisara og er í dag einn af lyklunum að vestrænni siðmenningu. Því hún lagði grunninn að mörgu því besta sem einkennir hana: Traust, frelsi, velmegun, velferð, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Þau lönd sem skópu upplýsinguna voru til dæmis öll kristin. Og mannréttindahug- takið í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og í stjórnarskrám og lögum vestrænna ríkja byggir í mörgu á kjarna kristins sið- ferðis og hugsunar. En það er ekki auðvelt að fylgja kærleiksboðskap Jesú Krists. Elska náungann eins og sjálfan sig? Óvini sína? Fyrir- gefa allt? Gefa einn kyrtil ef ég á tvo? Okkur mistekst flestum oft á dag. En við reynum. Sú viðleitni er kjarninn í lífi krist- inna manna. En að reyna ekki, gleyma kærleikanum alveg eða gera hann brottrækan, er háskalegt. Enda er kærleikurinn æðsta hug- tak og eins konar „stjórnarskrá“ Biblíunnar, sem allt annað í henni ber að túlka eftir. Umdeilt hjónaband Eins og varðandi hjónaband samkyn- hneigðra. Sem er eðlilegt að sé umdeilt innan kirkjunnar. Fordómar kirkjunnar á kynlífi má ef til vill rekja til kaþólskra munka og presta sem fyrirlitu það í fari annarra sem þeim var sjálfum meinað um. En eins og allir vita geta prestar mótmælendakirkjunnar af báðum kynjum, gifst og eignast börn. Því ekki að leysa málið á kærleiksríkan hátt og gefa út yfirlýsingu í anda Martins Luthers: Allir menn eru skapaðir af Guði í hans mynd. Allar manneskjur eru því börn Guðs og skulu njóta sömu réttinda. Heilagt hjónaband karls og konu skal teljast meginregla. En þar sem frá örófi alda hefur minnihluti manna fundið ástina með öðrum hætti en meginreglan gefur til kynna, skal frávik frá þessari meginreglu teljast hjónabönd konu og konu eða karls og karls. Slík hjónabönd skulu jafnrétthá en skal litið á þau sem undantekningu frá meginregl- unni um hjónaband karls og konu. Lyklar að blessun Guðs Ef Guð er eins konar meðvitund og sál heims- ins – alheimsandi sem umvefur allt sýnilegt sem og ósýnilegt, þá má segja að orðið Guð sé í raun og veru aðeins orð yfir þennan eilífa leyndardóm sem enginn getur skilið til fulls. Og að hann hljóti að vera sá sami í öllum trúarbrögðum. En ljóst er að hinn heilagi andi Guðs kristinna manna er alltaf fyrirgef- andi. Aðeins kærleiksríkur. Samkvæmt Nýja Testamentinu. Getur verið að vaxandi ofbeldi, eigingirni, tillitsleysi og miskunnarleysi megi rekja til æ minnkandi áhrifa kristinna siðferðis- gilda á Vesturlöndum? Hvað með þá blindu sjálfselsku, hroka og græðgi sem gagnsýrðu Vesturlönd allt fram til ársins 2008, og leiddu allan heiminn í ógöngur sem leiddu að lokum til alþjóðahruns? Spyrja má hvort síðan þá hafi orðið auðmjúk vitundarvaking. Iðrun. Sem samkvæmt kristinni trú eru lyklarnir að fyrirgefningu og blessun Guðs. Bæn Geirs Og þá víkur sögunni að bæn fyrrverandi for- sætisráðherra Íslands, Geirs H. Haarde, á bjargbrún alþjóðahrunsins – um að biðja Guð að blessa Ísland. Og aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar á ögurstundu. Íslendingar eiga sama aðgang að blessun Guðs og aðrir. Og alþjóðasamfélagið – þar á meðal helstu álits- gjafar heimsins – hagfræðidoktorar – sumir jafnvel Nóbelsverðlaunahafar - hafa staðfest að aðgerðir Geirs til að verja hagsmuni þjóð- arinnar vegna alþjóðahrunsins voru réttar. Og Guð virðist auk þess hafa bænheyrt Geir. Því velgengni Íslands í viðleitni sinni til að standa upp eftir hrunið er lyginni líkust. Því má segja að svarið við seinni spurningunni sé já: Guð blessaði Ísland. Ný stjórnarskrá Bætum, en brjótum ekki niður! Kærleiksboðskapurinn Hvað er kristni? Og: Blessaði Guð Ísland? Ragnar Halldórsson ráðgjafi. (Pistlar í þessari syrpu um stjórnarskrá féllu niður í seinustu tveimur tölublöðum Fréttatímans sökum þrengsla. Lokapistill mun birtast í næsta tölublaði.) 00000 Frábær jólagjöf! Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ – fyrst og fre mst ódýr! Gleðilega hátíð Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. Helgin 23.-25. desember 201136 viðhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.