Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 24
Höldum jól til að fá eitthvað flott og frábært Sannkallaður jólaandi ríkir nú á leikskólum landsins. Útsendarar Fréttatímans heimsóttu í vikunni leikskólann Laufásborg og komust meðal annars að því að börnin bókstaflega elska jólin. Þeir spurðu nokkur barnanna þar um minnisstæðar jólagjafir, um uppáhalds jólamatinn, óskalista fyrir þessi jól og afhverju við höldum jólin hátíðleg? Ljósmyndir/Hari Jökull Þór Hilmarsson Kjerúlf 4 ára Ætlar að borða kjúkling á jólunum Vill fá í jólagjöf: Mig langar ekkert í mjög mikið. Kannski í lego-ninja eða eitthvað svoleiðis. Besta jólagjöfin: Besta jólagjöfin er sú sem ég fékk í fyrra. Fékk svona Ben10 mann og geimskip sem ég hef leikið mér með mjög mikið. Af hverju höldum við jól? Maður heldur jól til þess að fá eitthvað flott og frábært. Uppáhalds jólaveinn: Stekkjastaur er rosa- uppáhalds jólasveinninn minn. Út af því að hann kemur alltaf fyrstur. Ég man samt ekki hvað hann gaf mér í ár. Jólamaturinn: Ég held að við ætlum að borða kjúkling á jólunum. Mér finnst það mjög gott. En það er ekki samt uppáhaldsmaturinn minn. Hangikjöt er uppáhaldsmaturinn minn. Kannski við borðum það á jólunum? Ætla allavega að gefa Gáttaþef hangikjöt þegar hann kemur. Útaf því að hann elskar það. Bríet Erla Valdimarsdóttir 5 ára Stúfur uppáhalds jólasveinninn Jólagjöf: Mig langar að fá barbíhús. Útaf því að ég á svo mikið á barbídúkkum og þær vantar hús. Með ískáp, sófa og öllu. Jólasveinninn: Uppáhalds jólasveinninn minn er Stúfur útaf því að hann er svo lítill. Hann gaf mér litla vatnsbyssu um daginn. Af hverju höldum við jól? Útaf því að Jesú fæddist á jólunum og við erum að halda uppá afmælið hans. Jólamaturinn: Við ætlum að borða hangi- kjöt á jólunum hjá ömmu. Við erum alltaf saman á jólunum hjá ömmu og borðum hangikjöt. Emanúel Helgason 5 ára Við höldum jól útaf því að við elskum jólin Vill fá í jólagjöf: Mig langar í allt. Besta jólagjöfin: Einu sinni fékk ég mús í jólagjöf. Við vorum svo góðir vinir. Svo fékk ég líka einu sinni rörgleraugu. Ég gat drukkið úr gleraugunum. Það var svo gaman. Uppáhalds jólasveinn: Hurðaskellir er uppáhalds útaf því að hann gera mig glaðan. Ég veit samt ekki hvernig. Fékk múmínsn- áðaspólu frá honum um daginn. Af hverju höldum við jól? Ég veit ekki afhverju við höldum jól. Kannski útaf því að við elskum jólin. Embla Sigrúnardóttir 5 ára Prinsessupúsluspil á óskalistanum Besta jólagjöfin: Það var pleimó-dýragarður. Ég man ekki hvenær samt ég fékk hann. Hann var risastór og maður gat búið til allskonar skemmti- legt fyrir dýrin. Vill fá í jólagjöf: Mig langar að fá prinsessu- púsluspil útaf því að mér finnst svo skemmtileg að púsla. Uppáhalds jólasveinninn: Það er Giljagaur því að hann sleikir alla potta. Ég man samt ekki hvað hann gaf mér. En ég held að það hafi verið eitthvað fallegt. Af hverju höldum við jól? Útaf því að Jesú fæddist á jólunum. Jólamaturinn: Mig langar að borða kjúkling útaf því að það er uppáhalds maturinn minn. En ég veit samt ekki hvað við ætlum að borða. Ég vona að verði kjúklingur. Kannski að við ætlum að borða hangikjöt? Þá held ég hangikjötsveislu. 24 jól Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.