Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 34
Á Í störfum mínum fæ ég fjölda tækifæra til að tjá mig í fjölmiðlum, á fundum og á ráðstefnum. Þessi tækifæri hef ég yfirleitt nýtt til að leggja áherslu á ávinning Íslands af góðri háskólamenntun og öflugri nýsköpun sem og hvernig best verði staðið að uppbyggingu þessara þátta. En í þessari viðleitni minni til að leggja áherslu á almenn skilaboð, þá hef ég minna getað talað sérstaklega um Há- skólann í Reykjavík. Í tilefni þess að nú berast jólakveðjur um allt land, oftar en ekki með fallegum myndum af fjölskyld- unni og stundum yfirliti yfir helstu afrek ársins, þá ætla ég að nota þetta tækifæri til að bregða upp mynd af HR við hlið jólakveðjunnar. Háskólinn í Reykjavík hefur verið til í núverandi mynd í rúmlega sex ár, eða frá árinu 2005 þegar Háskólinn í Reykjavík sem þá var og Tæknihá- skóli Íslands voru sameinaðir. Á þessum stutta tíma hefur Háskólinn í Reykjavík tekið forystu í menntun og rannsóknum á sviði tækni, viðskipta og laga, en sérhæfing HR á þessum fagsviðum hefur mótast af nánu samstarfi við atvinnulífið Háskólinn í Reykjavík er stærsti háskóli landsins þegar kemur að því að útskrifa einstaklinga með há- skólamenntun á sviði tækni, viðskipta og laga. HR útskrifar tvo af hverjum þremur sem útskrifast með tæknimenntun, helming þeirra sem útskrifast með viðskiptamenntun og um þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. Áhersla hefur verið lögð á að brautskráðir nemendur HR séu eftirsóttir á vinnumarkaði, með því að veita þeim bæði sterkan fræðilegan grunn og hagnýta færni til að takast á við raunveruleg verkefni atvinnulífsins. Kannanir á afdrifum nemenda hafa sýnt að menntun þeirra hefur nýst vel í þeirra störfum, þeir hafa átt auðvelt með að fá vinnu og þeim hefur gengið vel í fram- haldsnámi bæði hér á landi og erlendis. Háskólinn í Reykjavík er öflugur rann- sókna- og nýsköpunarháskóli. Þetta sýna birtingar ritrýndra greina í svokölluðum ISI tímaritum glögglega en þau tímarit hafa ákveðinn gæðastimpil í háskóla- samfélaginu. Þegar horft er til sérsviða Háskólans í Reykjavík, þ.e.a.s. þeirra fagsviða þar sem fimm eða fleiri ISI greinar eru birtar í hans nafni, þá eru um 60 prósent birtra greina frá íslenskum háskólum árið 2010 í nafni HR. Þegar sjónarhornið er þrengt til tæknigreinanna, þ.e.a.s. verkfræði og tölvunarfræði, þá er hlutfall HR um 75 prósent. Menntun og rannsóknir á lykilsviðum atvinnulífs- ins skipta miklu fyrir vöxt íslensks efnahagslífs og þar með lífskjör og velferð á Íslandi. Þetta sést vel á því að skortur á tæknimenntuðu fólki kemur nú þegar í veg fyrir vöxt fyrirtækja á Íslandi og sköpun nýrra starfa. Það skiptir því miklu máli fyrir framtíð okkar að stjórnvöld hafi fagleg viðmið að leiðarljósi og horfi til gæða og árangurs þegar kemur að fjármögnun háskóla. Með þessari örlitlu mynd af Háskólanum í Reykja- vík, óska ég nemendum, starfsmönnum, samstarfsað- ilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári. Á allra síðustu vikum hefur skyndilega hlaupið kraftur í umræður um hvernig lög- regluyfirvöld fara með heimildir til að hlera síma meintra lögbrjóta, eða fylgjast með þeim á annan þann hátt sem skerðir frið- helgi einkalífs þeirra. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga á réttaröryggi þeirra sem verið er að hlera er einföld: Nú er það ekki lengur aðeins fíkniefnadeild lögregl- unnar sem beitir þessari ágengu rannsóknarað- ferð heldur ganga fulltrú- ar hins sérstaka saksókn- ara hart fram í að liggja á línununni hjá grunuðum mönnum. Og augsýni- lega þykir fleirum vænt um þá sem eru grun- aðir um að hafa svikið og prettað í bönkum en meinta innflytjendur ólöglegra fíkniefna. Hinir fyrrnefndu þykja eflaust fínni menn; réttvísin er ekki alltaf blind. En burtséð frá mögulegri hræsni þeirra sem hafa nýlega gefið sig fram sem áhuga- menn um hert eftirlit með símhlerunum, þá er umræðan þörf og jákvæð. Eftirlit með þessum rannsóknaraðferðum lögreglunnar hefur verið til skammar um árabil. Þegar núverandi innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson var hávær stjórnar- andstöðuþingmaður, kom hann gjarnan fram sem sérstakur kyndilberi mannrétt- inda í sem víðustum skilningi. Á þeim tíma fordæmdi hann meðal annars hugmyndir eins forvera síns í dómsmálaráðuneytinu um svokallaðar forvirkar rannsóknarheim- ildir lögreglunnar. Ögmundur var þó varla fyrr kominn hinum megin við borðið þegar hann gerðist málsvari þess sem nú var kall- að rýmkaðar rannsóknarheimildir. Virtist Ögmund við það tilefni litlu skipta að eftir- lit með þeim rannsóknarheimildum, sem lögreglan hefur nú þegar, er í lamasessi. Úr því hefur stjórnvöldum, sama hver þau eru hverju sinni, ekki lukkast að bæta. Ekki eru nein nýmæli að herða þurfi lögin um þær rannsóknaraðferðir lögregl- unnar sem brjóta á friðhelgi grunaðra. Árið 1998 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson nefnd sem átti einmitt að vinna tillögur um slíkar breytingar. Nefndin skilaði skýrslu árið 1999 og þar kom meðal annars þetta fram: „Aðferðir lögreglu við rannsókn brotamála hafa á síðustu árum hlotið aukna athygli og umræðu. Á árinu 1997 urðu miklar umræður um starfsemi ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, einkum um starfshætti hennar og aðferðir við að upplýsa brotamál og að setja þyrfti reglur um svokallaðar óhefð- bundnar eða sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu.“ Helstu tillögur nefndarinnar voru að dómstólum yrði falið að tilkynna þeim sem höfðu verið hleraðir um það, innan tilskilins tíma að rannsókn lokinni, og hins vegar að að réttargæslamaður yrði skipaður í hvert skipti sem lögreglan færi fram á símhlerun eða herbergishlustun. Sá mátti hins vegar ekki hafa neitt samband við þann sem aðgerðin beindist gegn, heldur átti réttar- gæslumaðurinn að gæta hagsmuna hins grunaða að honum, gagnvart lögreglu og dómstólum, óaðvitandi. Að auki átti slíkur réttargæslumaður að vera „fulltrúi almenn- ings eða borgarana við meðferð dómkröf- unnar,“ eins og segir í skýrslu nefndarinnar. Því miður hlaut síðari tillagan ekki brautargengi og mikill misbrestur virð- ist hafa verið á að sú fyrri hafi verið virt. Þrettán árum eftir að þessar tillögur komu fram hefur sem sagt ekkert þokast fram í að bæta réttarumhverfi í þessum efnum. Inn- anríkisráðherra vill hins vegar rýmka rann- sóknarheimildirnar og nýjasta hugmyndin er taka símafyrirtækin út sem milliliði við hleranir, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær, þannig að lögreglan geti sjálf séð um tæknihliðina. Þetta kallast að byrja á öfugum enda. Hleranir og rýmkaðar rannsóknarheimilidr Byrjað á öfugum enda Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Háskólinn í Reykjavík Menntun og rannsóknir í tækni, viðskiptum og lögum Ari Kristinn Jónsson Rektor Háskólans í Reykjavík Verslun Kostur lágvöruverðsverslun ehf IKEA Epli.is - Umboðsaðili Apple á Íslandi Bæjarins bestu pylsur MacLand Klapparstíg 30 Dalvegi 10 Laugavegi 182 3 ummæli 4 ummæli 5 ummæli 33 ummæli 23 ummæli 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 51 Topplistinn Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól 34 viðhorf Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.