Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 42
Tengslin við nýlenduherrana rofnuðu í seinni heimstyrjöldinni á
meðan Danir voru hersetnir Þjóðverjum og Bandaríkin gerðu sig
heimakomin á Grænlandi, eins og hér á Íslandi. Eins og hjá okkur
opnaði koma Bandaríkjanna glugga til útlanda. En Danir höfðu
fram að því ríghaldið samskiptum við Grænland í eigin hendi. Víð-
áttumikið og stórbrotið landsvæðið varð gríðar mikilvægt í kalda
stríðinu svo Bandaríkin buðust til að kaupa landið á hundrað
milljónir dollara. Danir buðu þeim Thule-herstöðina í staðinn – án
samráðs við Grænlendinga. Skömmu áður en Grænlendingar
öðluðust stjórnarskrárvarin mannréttindi árið 1953 voru íbúar
svæðisins fluttir nauðarflutningum í til þess gerðar tjaldborgir
sem smám saman byggðust í þorpið Qaanaaq skammt frá Thule-
stöðinni og við smáþorpið Ittoqqortoormiit í austurhluta lands-
ins. Þangað hafði fólk sunnar af austurströndinni áður verið flutt
hreppaflutningum til að valda landakröfur Norðmanna. Byggðin í
þessum þorpum er enn einhver sú viðkvæmasta í landinu og þar
blasa nú við öll möguleg félagsleg vandamál. -eb
Hernám Bandaríkjanna
42 heimurinn Helgin 23.-25. desember 2011
Sagan grænland
Grænland er eina ríkið sem hefur yfirgefið Evrópu-
sambandið en það var árið 1985. Þó svo að 70 pró-
sent Grænlendinga greiddu atkvæði gegn aðildinni
fylgdu þeir Dönum í EB árið 1973. Við úrsögnina
fengu þeir formlega stöðu sem handanhafsland í
ESB (e. Overseas country or territory). Grænlend-
ingar lifa á fiskveiðum en með EB-aðildinni færðist
yfirstjórn fiskveiða frá Kaupmannahöfn og alla leið
niður til Brussel. Sem þeim í Nuuk þótti fulllangt
í burtu. Auk þess sem Evrópusambandið þrengdi
mjög að selveiðum. Evrópusambandið samþykkti
að halda áfram ríflegum þróunargreiðslum til
Grænlandands í skiptum fyrir svolítinn fisk-
veiðikvóta – sem við Íslendingar nýtum að hluta í
gegnum EES-samninginn. Grænlendingar fengu um
leið tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkaði. -eb
Úrsögn úr ESB
Í fast að fimm þúsund
árum – með hléum
þó – hefur Grænland
verið byggt inútía-
þjóðflokkum, sem
komu upphaflega frá
Kanada. Á tíundu
öld settust norrænir
menn að í suðurhluta
landsins með land-
námi nafna míns hins
rauða. Landið féll svo
undir norska stjórn á
þrettándu öld og varð
hluti af Kalmarssam-
bandinu en svo trosn-
aði upp úr tengslunum. Þegar danski konungurinn sendi
norska klerkinn Hans Egede árið 1721 til að kanna landið
á nýjan leik eftir langvarandi samgöngurof var norræna
byggðin horfin. Líkast til hafði hún eyðst í átökum og/
eða hungursneyð. Leiðangurinn var hluti af nýlenduútrás
Dana í Ameríku. Danir tóku landið, hófu að kristna inn-
fædda og komu á einokunarverslun eins og við Íslendingar
þekkjum. Eftir að Norðmenn sluppu undan Dönum með
Kílarsáttmálanum árið 1814 gerðu þeir tilraunir til að
komast yfir hluta Grænlands á nýjan leik. Draumur Norð-
manna varð úti með úrskurði alþjóðadómstóls í Haag árið
1933.
Skömmu eftir stríðslok ákvað til þess skipuð nefnd
að Grænland ætti að verða nútímalegt velferðarríki and
danskri fyrirmynd. Og undir verndarvæng Dana. Græn-
land varð svo órofa hluti af danska ríkinu með stjórnar-
skránni 1953. Danir komust þannig undan kröfu Sam-
einuðu þjóðanna um frelsun nýlenda. Arfleifð sjálfbærs
veiðimannasamfélags inúíta var fótum troðin, gömlum
hefðum útrýmt og Grænlendingum gert að tala dönsku.
Árið 1979 fengu Grænlendingar loks heimastjórn og svo
aukna sjálfstjórn í júní 2009, í kjölfar þjóðaratkvæða-
greiðslu. Danir stýra áfram utanríkis- og varnarmálum
landsins auk löggæslu og dómsmálum. Þá greiða þeir eftir
sem áður nálega helming fjárlaga Grænlands og verkstýra
fjárlagagerðinni að hluta.
Danir eru enn um tólf prósent íbúa Grænlands. Flestir
búa í Nuuk og starfa einkum í stjórnsýslu og í menntakerf-
inu. Þeir skipa enn flest mikilvæg embætti þó svo að inú-
ítar séu vissulega hafðir með, stundum aðeins til skrauts.
Danirnir búa heldur ekki í getto-blokkunum í miðbæ
Nuuk, þar sem inúítarnir eru látnir hírast, heldur í klass-
ískum vel kyntum norrænum einbýlishúsum. -eb
Í fjötrum nýlenduvelda
grænland Herraþjóðin og Hjálegan
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu-
maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
eirikur@bifrost.is
Sjálfstæðisbarátta Græn-
lendinga og sjálfsmynd Dana
Fullveldisleikir Dana og Grænlendinga snúast um ólíka sjálfsmynd þjóðanna. Í skiptum fyrir
fjárhagslega aðstoð næra Grænlendingar sjálfsmynd Dana sem herraþjóðar.
Grænland
sest að í
brjóstum
flestra sem
þangað
koma, læðist
einhvern
veginn undir
húðina og
lætur mann
ekki í friði.
g rænland sest að í brjóstum flestra sem þangað koma, læðist einhvern veginn undir
húðina og lætur mann ekki í friði.
Þarna getur að líta fegurstu náttúru
sem glyrnur fá greint. Og brostna
drauma í brosmildum augum fólksins.
Andstæðurnar blasa allsstaðar við; lág-
reist lasleg byggð undir mikilfenglegri
náttúru, andrík menningarleg arfleifð
en eymd svo langt sem augað eygir,
birta svo skær að sker í augu, samt er
ómögulegt að líta undan og eitt stærsta
land í heimi. En þjóðin svo sáravið-
kvæm. Okkar næstu nágrannar. En þó
svo óralangt í burtu.
Eins og samfélagið sjálft einkennist
sjálfsvitund Grænlendinga af tog-
streitu. Ræturnar liggja í arfleifð veiði-
mannasamfélagins, gjörnýtingu dýra-
afurða og nánum tengslum við óblíða
náttúru. Á hinn bóginn eru vestræn
gildi á borð við lýðræði, sjálfstjórn og
félagslega velferð nú einnig ríkjandi.
Grænlendingar standa öðrum fæti í
aldalangri arfleifð en hinum í nútíma-
legu velferðarsamfélagi. Bilið hefur
enn ekki enn verið brúað. Þeir stefna
klárlega á sjálfstæði í framtíðinni en
vilja ekki glata fjárstuðningi Dana og
ESB – óttast að standa ekki undir eigin
efnahagsþörfum. Danski fræðimað-
urinn Ulrik Pram Gad greinir þríþætta
áherslu í sjálfsvitund Grænlendinga:
Aukna sjálfstjórn, efnahagslega sjálf-
bærni og vernd frumbyggjamenn-
ingarinnar.
Fullveldisleikir
Danir segjast ekki hafa aðra hagsmuni
á Grænlandi en að aðstoða inúítana
við að þróa samfélagið til nútímahorfs.
Þeir vilji bara vera góðir við minni
máttar. Og það er vissulega hluti
af danskri sjálfsmynd. En á vissan
hátt má halda því fram að Grænland
sé ekki síður mikilvægt fyrir Dani.
Sem enn eru margir með böggum
hildar yfir hinu horfna heimsveldi – sem
skrapp saman í Lille Denmark. Merkir
fræðimenn við Kaupmannahafnarhá-
skóla halda því fram að Danir burðist
enn með sjálfsmynd herraþjóðar frá því á
átjándu öld þegar ríki konungs náði yfir
fjölda þjóða sem voru undirsettar þeirri
dönsku. Smám saman skrapp svo hið yfir-
þjóðlega danska ríki saman og varð að
pínulitlu og einsleitara þjóðríki. Fyrst fór
Noregur, svo Slésvík og Holstein og loks
Ísland. Svo nú eru aðeins Færeyingar og
Grænlendingar eftir í hlutverki undir-
sátans – auk aumingja innflytjendanna í
Kaupmannahöfn.
Fyrir vikið leggja Danir sig í framkróka
við að halda samskiptum við Grænland í
eigin hendi. Hindra meira að segja sam-
gang við inúíta í löndunum í kring, svo
sem í Kanada og Rússlandi. Á sama tíma
höfum við Íslendingar litið í hina áttina.
Ógæfa Grænlendinga stafar kannski ekki
síst af því að sjálfsmynd Dana bauð þeim
að ríkja sem herraþjóð yfir Grænlandi á
meðan þjóðarvitund Íslands að fengnu
sjálfstæði þrýsti á um að rjúfa tengslin við
nýlendur Dana. Í stað þess að takast á við
Dani um tengslin við Grænland litum við
undan og lokuðum augunum gagnvart
þessum næsta nágranna okkar – okkar
minnsta bróður. Þá stefnu ættum við
kannski að endurskoða.
Framtíðin
Heimastjórnin í Nuuk og þingið sem
skipað er 31 fulltrúa vilja gjarnan fá til
sín fleiri málaflokka. Liður í sjálfstæðis-
baráttunni nú var að gera grænlensku
að eina opinbera tungumáli landsins, þó
svo að danskan sé enn áberandi. Sér-
staklega í stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir
að árlegar greiðslur Dana minnki eftir
því sem tekjur Grænlands aukist í fram-
tíðinni. Sjálfsaflafé Grænlendinga kemur
nú einkum frá fiskveiðum sem nema 90
prósent af útflutningstekjum, mest úr
rækju. Þrátt fyrir mikilfengleik landsins
er ferðamennska tæpast til staðar, þangað
koma einungis um tíu þúsund ferðamenn
á ári. Til samanburðar kemur ríflega hálf
milljón manna til Íslands á hverju ári.
Og fjölgar óðfluga. En vonir standa nú
til þess að fleiri auðlindir finnist í jörðu
sem geri Grænlendingum unnt að vinna
sig í átt að sjálfstæði, einkum olía, rúbín-
steinar, nikkel, platínum og títaníum. Þá
eru einnig mikil tækifæri fólgin í opnun
flutningaleiða á norðurslóðum.
Andstæðurnar
blasa við á Græn-
landi, lágreist hús en
mikilfengleg náttúra.
Ljósmyndir/Nordicphotos
Getty-Images
Danir eru
enn um tólf
prósent íbúa
Grænlands.
Flestir búa í
Nuuk
Radarstöðin DYE 2 á jökli S-Grænlands, í um það
bil 2.300 metra hæð. Ein af 58 slíkum stöðvum sem
Bandaríkjamenn byggðu á norðurslóðum, í Alaska,
Kanada, Grænlandi og á Íslandi á dögum kalda stríðs-
ins. Notkun stöðvarinnar á Grænlandi var hætt 1991.